Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 10

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
10.09.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Gestur Þór Kristjánsson 1. varamaður,
Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2009014 - Umsókn um undanþágu á mönnun dráttarbátsins
Sótt var um fráviksheimild til Mönnunarnefndar skipa, til þess að í áhöfn 2756 Herdísar megi vera sama áhöfn og veitt var heimild til þegar skipið var í rekstri Faxaflóahafna.

Mönnunarnefnd skipa hefur fjallað um umsóknina og samþykkt að mönnunarkröfur verði þær sömu og þegar dráttarbáturinn var til þjónustu við Faxaflóahafnir.

Úrskurður nefndarinnar var eftirfarandi:

"Úrskurður Mönnunarnefndar 12.08.2020: Fullnægjandi mönnun að skráðir verði á hafnsögu- og dráttarskipið Herdísi, sknr. 2756, skipstjóri og yfirvélstjóri með tilskilin réttindi á skipið, ásamt einum háseta, með fyrirvara um að hvíldarákvæði er varða skipverja séu virt, þegar skipið er í förum innan farsviðs sem skal miðast við svæði innan línu sem hugsast dregin frá Knarrarósvita í Selvogsvita, en aldrei lengra en 8 sjómílur frá Þorlákshöfn. Við erfiðar veðurfarslegar aðstæður verði tveir hásetar í áhöfn."

Framkvæmda- og hafnarnefnd þakkar upplýsingarnar.
2. 2006052 - Bein fjárhagsleg áhrif uppbyggingar Þorlákshafnar
Fyrir bæjarráði lá fullgert minnisblað unnið af Analiytica um fjárhagsleg áhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn. Tilgangur uppbyggingarinnar er að auka afkastagetu hafnarinnar meðal annars til að geta þjónustað áætlunarsiglingar farþegaferju af svipaðri stærð og Norrænu.

Greining Analytica nær til áætlaðs framkvæmdarkostnaðar, rekstrarkostnaðar og rekstrartekna vegna tilkomu nýrra ferjusiglinga. Framkvæmdarkostnaður og tímaáætlun er samkvæmt áætlun Portum verkfræðistofu. Í minnisblaðinu eru tekin til skoðunar bein áhrif á tekjur og rekstrarkostnað en samkvæmt skýrslu RR ráðgjafar um efnahagsleg áhrif af uppbyggingu hafnarinnar má búast við talsverðum jákvæðum óbeinum efnahagslegum áhrifum.

Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er rúmlega 5,0 ma.kr að meðtöldum vsk. sem er m.a. fjármagnaður með aðkomu ríkisins upp á rúmlega 2,3 ma.kr auk um 930 m.kr innskatts (vsk) sem fæst endurgreiddur. Framkvæmdartími er áætlaður árin 2020 ? 2023. Að frádregnu framlagi ríkisins er áætluð fjárfesting hafnarsjóðs Þorlákshafnar vegna framkvæmdanna 1,7 ma.kr. og gert er ráð fyrir að fjárfesting sjóðsins sé fjármögnuð með láni til 40 ára sem ber 1,7% raunvexti.

Meginniðurstaðan er sú að miðað við 1,7% ávöxtunarkröfu þá sé áætlað núvirði greiðsluflæðis hafnarsjóðs Þorlákshafnar jákvætt um 1,4 ma.kr. og innri vextir 4,3% eða töluvert hærri en ávöxtunarkrafan.


Nefndin þakkar upplýsingarnar og telur þær til marks um að Þorlákshöfn hafi alla burði til að ráða við þá gríðarmiklu fjárfestingu sem hér um ræðir.
5. 2009015 - Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða - áherslustaðir sveitarfélaga
Borist hefur beiðni frá Ferðamálastofu um uppfærðan lista yfir þá mögulega staði sem sveitarfélögin/svæðin á Suðurlandi ætla að leggja áherslu á með uppbyggingu ferðamannastaða á næstunni, og mögulega sækja um styrk í Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða
Nefndin felur umhverfisstjóra að leggja drög að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og leggja inn umsókn fyrir 8. okt nk.. Nefndin tilnefnir tvo fulltrúa til að vinna að umsókn með umhverfisstjóra. Fulltrúar verða Þrúður Sigurðardóttir og Grétar Ingi Erlendsson
6. 1911008 - Verklegar framkvæmdir
Staðan á nokkrum verklegum framkvæmda kynnt.
1. Gatnagerð Hraunshverfi áfangi 2.
2. Móttöku og flokkunarstöð
3. Yfirborðsfrágangur við Sambyggð 14.
4. Viðbygging við íþróttahús/fimleikahús
5. Framkvæmdir við Egilsbraut 9.
6. Viðbygging við Bergheima.
7. Merking á sveitarfélagsmörkum

Afgreiðsla. Sviðstjór fer yfir stöðuna á verkefnunum.
Fundargerðir til kynningar
4. 1905015 - Fundargerðir Siglingaráðs.
Lögð er fram til kynningar fundargerð hafnarsambands nr. 425
Framkvæmda- og hafnarnefnd þakkar upplýsingarnar.
Mál til kynningar
3. 2009016 - Rekstur Þorlákshafnarhafnar 2020
Fyrir nefndinni lá 7 mánaðauppgjör hafnarinnar.

Þar kemur fram að afkoma hafnarinnar hafi vaxið um 40% á milli ára þegar borin er saman rekstur hennar fyrstu 7 mánuði beggja ára, 2019 og 2020. Hafnargjöld hækkuðu um 12% og seld þjónusta um 22%.

Rekstrarkostnaður hækkar einnig og munar þar mestu að launakostnaður hækkar um 6%.
Alls er rekstrarniðurstaða hafnarinnar um 23 milljónum betri eftir fyrstu 7 mánuði ársins 2020 en eftir sama tíma 2019.

Nefndin þakkar upplýsingarnar og fagnar því að sú áhersla sem sveitarfélagið hefur lagt á vöxt hafnarinnar skili sér í bættri niðurstöðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?