Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 277

Haldinn Í fjarfundi,
26.03.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Kristín Magnúsdóttir bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003028 - Bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga-fjarfundir
Til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna Covid-19 kórónaveirufaraldursins hefur Alþingi samþykkt breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að veita sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að rétt þyki að rýmka reglur um fjarfundi til að bregðast við tilmælum yfirvalda um sóttvarnir, án þess að það torveldi ákvarðanatöku innan stjórnkerfis sveitarfélaga.
Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid-19, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið svofellda ákvörðun, með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka ákvarðanir sem fela m.a. í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. mgr. 17. gr., 5. mgr. 35. gr., 1. mgr. 40. gr., 1. og 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga og 5. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 4. desember 2013, um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013. Sveitarstjórnum er heimilt að taka framangreindar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Heimildin gildir til 18. júlí 2020

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkir að heimila fjarfundi bæjarstjórnar, bæjarráðs og annarra lögbundinna nefnda sveitarfélagsins á meðan heimild samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins er í gildi. Einnig samþykkir bæjarstjórn að staðfesting fundargerða bæjarstjórnar, bæjarráðs og annarra lögbundinna nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013.
2. 2003012 - Viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss vegna COVID19.
Leiðbeiningar um aðgerðir fyrir heimilin er lúta að gjaldskrármálum.
Bæjarstjórn ræddi þá áskorun sem sveitarfélagið stendur nú frammi fyrir vegna COVID-19 faraldursins sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Enn sem komið er hafa fáir veikst í sveitarfélaginu og tiltölulega fáir eru komnir í sóttkví.

A. Þjónusta á tímum COVID:
Sveitarfélagið Ölfus hefur í einu og öllu fylgt tilmælum heilbrigðisyfirvalda og er nú svo komið að engin af stofnunum sveitarfélagsins starfar á þann máta sem þær gera að öllu jöfnu. Áfram verður sú leið farin að veita eins mikla þjónustu og mögulegt er innan þess ramma sem yfirvöld setja. Ljóst er að þjónusta hefur víða verið skert.

Bæjarstjórn þakkar starfsmönnum sínum og þjónustuþegum fyrir skilning og sveigjanleika í þeim stóru verkefnum sem takast þarf á við í rekstri sveitarfélagsins á tímum heimsfaraldurs. Bæjarstjórn er meðvituð um áhrif faraldursins á íbúa og fyrirtæki og vil leita leiða til að milda áhrif COVID faraldurs á heimili í sveitarfélaginu. Með það fyrir augum samþykkir bæjarstjórn að:

*Veittur verði allt að 100% afsláttur af greiðsluþátttöku foreldra í leikskólum, frístundaheimilum og annarri dvöl barna í starfi á vegum sveitarfélaga, taki foreldrar ákvörðun um að nýta ekki pláss samfellt í heila viku.

*Þegar tímabundnar aðstæður, svo sem sóttkví eða grunur um smit, valda því að íbúar (foreldrar o.fl.) geta einungis nýtt að hluta þá grunnþjónustu sem er í boði, nái greiðsluhlutdeild einungis til þeirrar þjónustu sem raunverulega er nýtt. Þar með falli niður öll gjöld þann tíma sem þjónusta er ekki veitt.

*Ekki verður sendur út reikningur vegna þjónustu leik- og grunnskóla 1. apríl enda hefur starfsemi raskast mikið á þessum tíma og vegna álags hefur ekki verið unnt að greina kostnaðarþáttöku hvers og eins miðað við nýtta þjónustu. Kostnaðarþátttaka þennan tíma verður leiðrétt og aðlöguð næst þegar sendir verða út reikningar.

*Fasteignagjöld verða innheimt með hefðbundnum hætti en næstu dagar nýttir til að meta með hvaða hætti best verður staðið að endurskoðun á álagningu fasteignagjalda hjá þeim sem verða fyrir mesta efnahagslega áfallinu vegna COVID faraldursins.

Ofangreindar ákvarðanir eru tímabundnar og gilda til loka maí. Endurskoðun fari fram að teknu tilliti til aðstæðna og verði fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15. maí n.k.



B. Unnið gegn kólnun hagkerfisins:
Ljóst er að efnahagsleg áhrif COVID veirunnar verða nokkur. Atvinnuleysi mun að öllum líkindum vaxa tímabundið, sérstaklega innan ferðaþjónustunnar. Þá verður að teljast líklegt að ráðstöfunartekjur heimila dragist tímabundið saman. Bæjarstjórn telur Sveitarfélagið Ölfus vel í stakk búið til að milda þessi áhrif. Með það fyrir augum samþykkir bæjarstjórn að:

*Allra leiða verði leitað til að flýta þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru. Með það að markmiði felur bæjarstjórn bæjarstjóra að leggja minnisblað fyrir bæjarráð þar sem framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins er lögð fram með endurskoðuðum dagsetningum.

*Kallað verði eftir því að ríkið komi með auknum krafti að hafnarframkvæmdum í Þorlákshöfn sem geri mögulegt að þjónusta allt að 180 metra löng og 34 metra breið skip. Sýnt hefur verið fram á að slík framkvæmd er ein af þeim allra þjóðhagslega hagkvæmustu framkvæmdum sem hægt er að grípa til. Á það ekki hvað síst við um ferðaþjónustu enda hafa aðilar þegar sýnt því áhuga að taka upp reglulegar siglingar með vörur og farþega á Bretlandsmarkað sem og meginland Evrópu.

*Kallað verði eftir því að ríkið auðveldi framgang mála í gegnum eftirlitsstofnanir sínar svo sem Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og fl. Eðlilegt og sanngjarnt er í ástandi sem nú að þessum stofnunum verði gefin tiltölulega þröngur rammi til ljúka sinni aðkomu að málum. Til grundvallar þessu eru milljarða framkvæmdir í umhverfisvænni matvælaframleiðslu sem í alla staði er jákvætt að flýta þegar svo árar sem nú.

*Skoðað verði með hvaða hætti hægt verður að styðja við bakið á fyrirtækjum í sveitarfélaginu sem verða fyrir tímabundnum afleiðingum af kólnun hagkerfisins vegna COVID faraldursins. Slíkt þarf að vera með opnum og sanngjörnum hætti og þess gætt að eitt gangi yfir alla. Í þessu samhengi þarf m.a. að horfa til frestunar á fasteignagjöldum og fl.

*Kanna forsendur þess að ná samstarfi við fyrirtæki í sveitarfélaginu um stofnun Þekkingarseturs sem sérstaklega verður falið að vinna að nýsköpun og styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem eru í, eða hyggja á, rekstur í sveitarfélaginu. Verði þar ekki síst horft til fyrirtækja á sviði umhverfisvænnar matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Bæjarstjórn leggur þunga áherslu á að við stofnun Þekkingarsetursins verði gerður samstarfssamningur við SASS um að vista verkefni tengd orkufrekri matvælaframleiðslu þar. Bæjarstjórn samþykkir að verja allt að 6 milljónum til undirbúnings að stofnun og bindur vonir við að framlög fyrirtækja og ríkisins verði með þeim hætti að verkefnið fái framgang.

Ofangreindar aðgerðir eru séðar sem fyrsta skref í viðbrögðum Sveitarfélagsins Ölfuss og útiloka ekki á neinn máta aðrar aðgerðir.

3. 2002018 - Reglur um stöðuleyfi
Nýjar reglur vegna stöðuleyfa lagðar fram til samþykktar.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir reglurnar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
4. 2002002 - 5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. við Laxabraut 21-25
Skipulagslýsing fyrir 5000 tonna fiskeldi við Laxabraut 21-25, Skipulags- og matslýsing lögð fram.
Áformað er að reisa fiskeldi á lóðunum Laxabraut 21, 23 og 25. Reist verða mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns og frárennslislagna, ásamt lagningu vegaslóða og plana og bílastæða. Vatnsöflun til rekstursins verður frá borholum innan lóðar. Frárennsli verður síað og hreinsað.

Afgreiðsla nefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að kynna matslýsinguna í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
5. 1810043 - Aðalskipulagsbreyting fyrir I24
Lögð er fram breyting á iðnaðarsvæði vestan Þorlákshafnar þar sem stefnt er á uppbyggingu á þauleldi svína. Gert er ráð fyrir að breyta um 25 ha iðnaðarsvæði í landbúnaðarland.
Afgreiðsla nefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 30. og 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
6. 1904021 - Skipulag - Reykjabraut 2
Lögð er fram breyting á lóð fyrir Reykjabraut 2 þar sem verslunar- og þjónustusvæði er breytt í íbúðasvæði. Við það stækkar Í1 og heimilað fjölbýli á Reykjabraut 2 fyrir allt að 18 íbúðir.
Afgreiðsla nefndar: Tekið hefur verið tillit til athugasemda. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 30. og 31.gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
7. 1907012 - DSK Unu- og Vesturbakki
Lagt fram deiliskipulag fyrir Unu- og Vesturbakka, - athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar eftir kynningu.

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir atvinnusvæði sem liggur vestan megin við Óseyrarbraut. Óseyrarbraut er stofnbraut niður að hafnarsvæði Þorlákshafnar. Skipulagssvæðið er að hluta byggt og er starfsemin á svæðinu af ýmsum toga eins og verkstæði, vinnsla fiskafurða o.fl. Landnotkun á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi Ölfuss 2010-2030 er athafnasvæði, iðnaðarsvæði og að litlum hluta verslunarsvæði. Á svæðinu eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem munu falla úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.

Afgreiðsla nefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytinguna í samræmi við 41.og 42.gr. skipulagslaga 123/2010 m.s.br. og felur skipulagsfulltrúa að birta breytinguna í Stjórnartíðindum.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
8. 2003006 - DSK Nesbraut 23-27 Sameining lóða
Lögð fram deiliskipulagstillaga vegna áforma Ísþórs ehf. um að stækka eldisstöð sína að Nesbraut 23-27 úr 600 í 1800 tonna ársframleiðslu á lóðunum 23,25 og 27. Matsáætlun hefur verið kynnt og liggur fyrir álit skipulagsstofnunar þar um. Deiliskipulagið er í samræmi við áherslur í aðalskipulagi og er til þess fallið að renna styrkari stoðum undir atvinnu og byggð á svæðinu.
Afgreiðsla nefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
9. 1911030 - DSK Gata í Selvogi
Lögð er fram deiliskipulagstillaga fyrir Götu Litlu og Stóru í Ölfusi eftir auglýsingu. Tillagan tekur til tjaldsvæðis og tengdra þjónustusvæða. Rekstur svæðisins verður í formi veitinga og gistiþjónustu innan skilgreindra byggingarreita. Minni háttar ábendingar bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni sem tekið er tillit til í greinargerð skipulagsins.
Afgreiðsla nefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagfulltrúa, að lokinni samþykkt sveitarstjórnar, að senda erindið á Skipulagsstofnun til lokasamþykktar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
10. 2001025 - DSK Sögusteinn
Deiliskipulagsbreyting Grímslækjarheiði / Sögusteinn. Tillagan kemur nú til samþykktar eftir grenndarkynningu skv. 44.gr. skipulagslaga 123/2010 m.s.br. Kynning var frá 7. feb. til 13. mars.
Gerð var athugasemd sem að hluta til byggðist á misskilningi. Tillagan er minniháttar breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem eingöngu er tekið á hnitsetningu lóða, fjarlægðar bygginga frá þjóðvegi og lagfæringar á byggingarreitum bygginga sem hafa risið þannig að þeir passi. Svæðið er áfram frístundasvæði.

Afgreiðsla nefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagfulltrúa, að lokinni samþykkt sveitarstjórnar, að senda erindið á Skipulagsstofnun til lokasamþykktar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
11. 1912011 - Klettagljúfur 7 - Stækkun á byggingarreit
Klettagljúfur 7, stækkun á byggingarreit svo byggja megi 10 hesta hesthús á lóðinni. Deiliskipulagið hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki bárust neinar athugasemdir.
Afgreiðsla nefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa, að lokinni samþykkt bæjarstjórnar, að senda erindið á Skipulagsstofnun til lokasamþykktar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
12. 1910048 - DSK Akurholt
Borist hefur deiliskipulagstillaga til kynningar fyrir Akurholt í Ölfusi, L211957. Dags. 13.02.2020
Afgreiðsla nefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytinguna til auglýsingar í samræmi við 40. og 41.gr. skipulagslaga 123/2010 m.s.br.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
13. 1909050 - Metanframleiðsla á Hellisheiði - Power to Gas
Tillaga að umsögn til Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun fyrir framleiðslu á vetni og metani við Hellisheiðarvirkjun.
Afgreiðsla nefndar: Umsögn samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
Fundargerðir til staðfestingar
14. 2003005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 11
11.fundur í afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa frá 17.03.2020.
1. 2003020 - Katlahraun 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
2. 2003015 - Katlahraun 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
3. 2003013 - Núpahraun 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
4. 2001035 - Nesbraut 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
5. 2003003 - Unubakki 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
6. 1909035 - Gljúfurárholt land-10 199504 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
7. 2003014 - Hjarðarbólsvegur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2002008F - Bæjarráð Ölfuss - 323
Fundargerð bæjarráðs frá 05.03.2020.
1. 2001031 - Daggæsla og leikskólaþjónusta. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 1909018 - Vitaleið-ferðamannaleið. Til kynningar
3. 2002043 - Þóknun fyrir setu í nefndum og ráðum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2002039 - Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2003001 - Barnvæn sveitarfélög-innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 1810058 - Tilkynning um niðurfellingu af vegaskrá. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2003002F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 5
Fundargerð framkvæmda- og hafnarnefndar frá 12.03.2020.
1. 1810031 - Þorlákshöfn - viðhaldsdýpkanir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 1901020 - Dráttarbátur Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2003008 - Aðgerðaráætlun Covid-19. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 1911008 - Verklegar framkvæmdir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
17. 2003003F - Bæjarráð Ölfuss - 324
Fundur bæjarráðs Ölfuss frá 19.03.2020.
1. 2003012 - Viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss vegna COVID19. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 1905070 - Sameiginlegt útboð á raforkukaupum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2002023 - Gatnagerð. Hraunshverfi áfangi 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
18. 1604036 - Fjallskil Fundargerðir fjallskilanefndar.
Fundargerð fjallskilanefndar frá 24.02.2020.
Sviðsstjóra falið að skoða samning vegna fjárvörslu í samræmi við samning milli sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar frá árinu 2004.

Fundargerðin lögð fyrir og hún staðfest.
18. 2003004F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 5
Fundur skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.03.2020.
1. 1901016 - Aðalskipulag Ölfuss - Heildarendurskoðun. Til kynningar.
2. 2002018 - Reglur um stöðuleyfi. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2002002 - 5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. við Laxabraut 21-25. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2003022 - Sjóvarnargarður. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2003006 - DSK Nesbraut 23-27 Ísþór ehf. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 1907012 - DSK Unu- og Vesturbakki.Tekið fyrir sérstaklega.
7. 1911030 - DSK Gata í Selvogi. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 1912011 - Klettagljúfur 7 - Stækkun á byggingarreit. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2001025 - DSK Sögusteinn. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2003004 - Umsókn um afnot af lóð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2003009 - Umsókn um lóð - Óseyrarbraut 12. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2002028 - Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2002042 - Aðalskipulag Grindavíkur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2003002 - Árborg- Skipulags- og matslýsing - Aðalskipulags. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2003016 - Aðalskipulag Kópavogs. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2003018 - Vindorkugarður á Mosfellsheiði. Til kynningar.
17. 1810043 - Aðalskipulagsbreyting fyrir I24. Tekið fyrir sérstaklega.
18. 1904021 - Skipulag - Reykjabraut 2. Tekið fyrir sérstaklega.
19. 2003027 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2020. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
20. 2002008 - Uppgræðslusjóður Ölfuss. Umsóknir 2020. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
21. 2003026 - Deiliskipulagsbreyting. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
22. 2003023 - Skæruliðaskáli í Ólafsskarði v Jósepsdal.Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
23. 2003025 - Umsókn um lóð fyrir steypustöð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
24. 2003005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 11. Fundargerð tekin fyrir sérstaklega.
25. 1910048 - DSK Akurholt. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
20. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 13.fundar stjórnar Bergrisans frá 17.02.2020.
Lögð fram til kynningar.
20. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 879.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2020.
Lögð fram til kynningar.
22. 1611032 - Almannavarnir: Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu
Fundargerð 4.fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu 2.febrúar 2020
Lögð fram til kynningar.
22. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Lögð fram til kynningar
23. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 18.02.2020
Lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?