Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 11

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
17.09.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varamaður,
Þór Emilsson formaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Eiríkur Vignir Pálsson 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Gunnlaugur Jónasson Skipulagsfulltrúi, Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði skipulagsfulltrúi eftir því að málið "DSK Ísþór Nesbraut 23-27" yrði tekið fyrir með afbrigðum. Afgreiðsla: Samþykkt


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1903025 - DSK Egilsbraut 9 - 9an
Fyrirliggjandi er að ganga frá deiliskipulagsbreytingu fyrir Egilsbraut 9 - 9una. Markmið skipulagsins er að fjölga íbúðum fyrir aldraða og móta ramma utan um stækkun dvalarheimilisins. Skipulagsstofnun hefur bent á að breyta þyrfti aðalskipulagi vegna deiliskipulagsbreytingarinnar. Eins hefur Minjastofnun bent á að gera þurfi húsakönnun við deiliskipulagsvinnu í eldri hverfum. Einnig bendir stofnunin á að taka þurfi tillit til hugsanlegra fornleifa á deiliskipulagssvæðinu.

Hugsanlegar fornleifar eru nú sýndar á uppdrætti og húsum hefur verið hnikað lítilega til vegna þeirra.
Kafla 1.8 um minjar og húsaskráningu hefur verið bætt við skipulagsskilmála.
Í minnisblaði í viðhengi er fjallað um aðalskipulagið og það að tillagan sé í samræmi við aðalskipulag og tíunduð rök fyrir því að ekki þurfi að breyta því vegna deiliskipulagsbreytingarinnar.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd telur að ekki þurfi að breyta gildandi aðalskipulagi þar sem ekki er um uppbyggingu umfram heimildir aðalskipulags að ræða. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að ljúka málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.

2. 2009013 - DSK Hrókabólsvegur 2 grenndarkynning
Guðrún Sigurðardóttir, arkitekt sækir um fyrir hönd eiganda að grenndarkynna minniháttar breytingu á deiliskipulagi vegna Hrókabólsvegar 2, Lnr. L226143. Um er að ræða aukningu á hámarks byggingarmagni úr 227 m2 í 299,2 sem er um það bil 30% aukning. Í fylgiskjali er bréf frá arkitektinum með rökum fyrir því að þetta verði leyft.
Hluti af rökunum byggðust á símtali við Unnstein Gíslason hjá Skipulagsstofnun. Í viðhengi er einnig tölvupóstur frá Unnsteini þar sem skýrt kemur fram að ekki sé hægt að grenndarkynna svo stóra breytingu og hún biður um.

Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna erindið ef arkitektinn minnkar húsið svo það sé minna en 272,4 m2. Grenndarkynningin verði í samræmi við 2. málsgrein 43 greinar og 1. málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr 123/2010 msbr.
3. 2008068 - Grenndarstöð Grímsness og Grafningshrepps fyrir sorp í landi Alviðru
Oddviti Grímsnes og Grafningshrepps sækir um stöðuleyfi fyrir gámastöð í tilraunaskyni, tímabundið. Stöðin er fyrir fasteignaeigendur í Grímsnes og Grafningshreppi. Þetta er tilraunaverkefni þar til kemur í ljós hversu mikil notkunin verður. Jákvæðar umsagnir bárust frá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Vegagerðin bendir á að móta skuli tenginguna við Grafningsveg þannig að hún verði jafnhá veginum amk. 20m næst þjóðvegi.
Afgreiðsla: Samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir gámum í eitt ár í landi Alviðru í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Skriflegt leyfi landeiganda þarf að liggja fyrir.
4. 2005041 - DSK Lindarbær, skipting lóða
Landeigandi Lindarbæjar er að láta vinna deiliskipulag, sem komið er í auglýsingu með athugasemdafresti til 9. október. Skv. því er landinu skipt í tvennt. Landeigandinn vill fá að stofna lóðir áður en deiliskipulagið tekur gildi, enda liggja allar helstu stærðir fyrir svo sem aðkoma, tenging við vatn og fyrirkomulag slökkvivatns.
Afgreiðsla: Synjað. Nefndin áréttar þá afstöðu sína að ekki verði samþykkt skipting á ódeiliskipulögðu landi sem ætlað til uppbyggingar. Samþykkt að stofna megi lóð þegar deiliskipulag sem er í vinnslu hefur tekið gildi.
5. 2009020 - Bolaöldur umsókn um framkvæmdaleyfi
Vegagerðarinn sækir um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Bolaöldunámu til lagfæringa á vegfláum á Bláfjallavegi. Um er að ræða 18- 20.000 m3 úr bing sem er aftarlega í námunni á þegar röskuðu svæði sbr. ljósmynd í viðhengi.
Afgreiðsla: Samþykkt að það megi taka efni úr Bolöldunámu í umrædda framkvæmd. Vegagerðin skal ganga frá námunni eftir verklok. Úttektir munu fara fram fyrir og eftir framkvæmdatímann.
6. 2009023 - Auðsholt - skipting lands
Lögmenn Suðurlandi sækja um að staðfestingu lóðablaðs í land Auðsholts fyrir hönd landeiganda.
Afgreiðsla: Samþykkt
7. 2009026 - Verkefnastjórn Þorláksskóga - slóðar
Verkefnastjórn Þorláksskóga óskar eftir því að Skipulags- og umhverfisnefnd fjalli um uppdrátt Landgræðslunnar af slóðum um svæði Þorláksskóga. Þau skrifa:

"Fyrir liggur skipulagsuppdráttur hjá sveitarfélaginu, sem Landgræðsla ríkisins gerði er sýnir hugmynd að slóðagerð um landið. Óskað er eftir að skipulagsnefnd fjalli um þennan uppdrátt og komi með tillögu á úrbótum eða nýjum stígum ef með þarf."
Sjá nánar um framgang verkefnisins í minnisblaði verefnisstjórnar í viðhengi

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirkomulag slóða á svæðinu eins og þeir koma fram á uppdrætti landgræðslunnar. Lögð er áhersla á að slóðar verði lagðir eftir landslagi svæðisins.
8. 2009028 - Umgengni utan lóða við Heilsustíg
Borist hafa kvartanir vegna umgengni og umferð ökutækja lóðarhafa fyrir utan lóðir þeirra við heilsustíginn.
Afgreiðsla: Nefndin bendir á að umferð vélknúinna ökutækja um göngustíga er bönnuð með lögum og lóðaúrgangi skal hent í jarðvegstipp við gamla Þorlákshafnarveg. Umhverfistjóra er falið að loka enda Selvogsbrautar til vesturs fyrir akandi umferð.
9. 2008027 - Eftirlitsmyndavélar
Illa hefur gengið að fá ökumenn stærri flutningabifreiða til að nota trukkastæðið við Hafnarskeið 6. Ein hugmynd sem komið hefur fram er að setja upp eftirlitsmyndavél til að vakta svæðið og koma í veg fyrir þjófnað úr bílunum. Umhverfisstjóri hefur fengið tilboð í myndavél, uppsetningu og vöktunarkerfi sem hljóðar uppá 250.000 krónur.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í að komið verði fyrir myndavélakerfi á svæðinu og beinir því til bæjaráðs að fjármunum verði veitt til verkefnisins og umhverfisstjóra falið að setja uppmyndavélar ef fjármunir fást.
10. 2008065 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar
Alviðrustofnun óskar eftir heimild til að hefja skógrækt í landi Alviðru á 20 HA svæði. Umhverfisstofnun skilaði umsögn með sérstökum áherslum sem sjá má í fylgiskjali
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi samþykkt. Fyrir liggur jákvæð umsögn Umhverfisstofnunnar. Hún fylgir málinu í viðhengi.
11. 2003006 - DSK Ísþór Nesbraut 23-27
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Nesbraut 23-27 eftir auglýsingu. Heilbrigðiseftirlitið kom með síðbúna athugasemd sem brugðist hefur verið við. Meðal annars voru útrásir sýndar og rotþrær og borholur sýndar skýrar en áður á uppdrætti. Eins var greinargerð bætt vegna ábendinga sem komu frá Umhverfisstofnun.
Afgreiðsla: Nefndin vísar því til bæjarstjórnar að tillaga fái meðferð í samræmi við 1. málsgr. 42 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.
Fundargerðir til staðfestingar
12. 2009003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 16
Fundargerð 16. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til staðfestingar.
12.1. 2009006 - Umsókn um lóð-Víkursandur 12
Arnór Hafstað f/h Hornstein ehf. sækir um iðnaðarlóð
Afgreiðsla: Samþykkt
12.2. 2009005 - Umsókn um lóð- Þurárhraun 12
Jón Eric Halliwell sækir um lóð fyrir einbýlishús
Afgreiðsla: Samþykkt
12.3. 2009021 - Bláengi 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson f/h lóðarhafa Ragnar Sigurbjörnsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 27.08.20
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
12.4. 2008064 - Vesturbakki 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Valur Arnarson f/h lóðarhafa Kríutanga ehf sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsi samkv. teikningum frá Cedrus teikni- og verkfræðiþjónusta ehf. dags. 19.08.20
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
12.5. 2009022 - Katlahraun 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason f/h lóðarhafa SÁ Hús ehf sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi samkv. teikningum frá Larsen hönnun og ráðgjöf dags. 25.08.2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Eiríkur Vignir Pálsson vék af fundi við afgreiðslu málsins
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?