Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 102

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
10.11.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Kristina Celesova embættismaður,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Sviðsstjóri Skipulags- og lögfræðisviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2510089 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Selvogsbraut 2
Lagt er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Selvogsbraut 2. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Selvogsbraut 2 (L172141) er ekki með skráða stærð í fasteignaskrá HMS. Lóðin mælist 3635,3 m2, og kemur stærðir úr jörðinni Þorlákshöfn (L171822), sem er ekki með skráða stærð en minnkar nú um það sem því nemur. Á lóðinni eru 3 matshlutar: 01 - skrifstofuhús, 02 - áhaldahús og 03 - slökkvistöð. Engin kvöð er á lóðinni.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
2. 2511023 - Gistirými á efri hæð í iðnaðarhúsnæði - Vesturbakki 2
Til stendur að reisa iðnaðarbil að Vesturbakka 2 og er byggingarleyfisumsókn í vinnslu. Lóðin er innan athafnasvæðis AT1 í aðalskipulagi. Í umsókninni er gert ráð fyrir að á neðri hæð hússins séu iðnaðarbil en gert sé ráð fyrir íbúðum á efri hæð til skammtímaútleigu. Lóðarhafi óskar eftir staðfestingu á að sú tilhögun sé í samræmi við skipulag á svæðinu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Frestað.
3. 2511024 - Skíðaskálinn í Hveradölum - Beiðni um heimild til að setja upp skilti
Forsvarsmenn skíðaskálans í Hveradölum óska eftir heimild til að setja upp skilti á lóð sinni sem sæist frá þjóðvegi. Skiltið væri eingöngu nýtt til að auglýsa starfsemi skíðaskálans sem er á sömu lóð en ekki aðra starfsemi.
Afgreiðsla skipualgs- og umhverfisnefndar: Erindið er samþykkt.
4. 2502019 - Útvíkkun þéttbýlismarka Þorlákshafnar ASKbr
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Skipulagið hefur lokið athugasemdaferli. Ábending barst frá Veitum þess efnis að mikilvægt væri að sveitarfélagið hefði samráð við Veitur til að skipuleggja hvaða áhrif aukning þéttbýlissvæðis kæmi til með að hafa á hitaveitu. Þá barst ábending frá HSL sem kallar ekki á að gerðar séu breytingar á skipulagsbreytingunni. Að öðru leiti voru ekki gerðar athugasemdir og er aðalskipulagsbreytingin því lögð fram í óbreyttri mynd.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2511025 - Akurholt óv. DSKbr. - stofnun lóðar
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting á deiliskipulagi Akurholts. Breytingin felst í afmörkun nýs lands (Hólsakur) utan um 25 lóðir innan landnýtingarreits ÍB33.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áréttað er að halda þarf áfangaskiptingu deiliskipulagsins þegar kemur að uppbyggingu.
6. 2508025 - Spóavegur 12 og 12a sameining lóða DSK
-Endurkoma eftir auglýsingu
Skipulagið hefur lokið umsagnarferli og bárust engar athugasemdir á umsagnartíma. Skipulagsbreytingin er því lögð fram í óbreyttri mynd.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
7. 2511026 - Kirkjuferjuhjáleiga DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir tvær lóðir í landi Kirkjuferjuhjáleigu. Deiliskipulagið tekur til fyrirhugaðar uppbyggingar á rúmlega 5,3 ha landspildu á jörðinni Kirkjuferjuhjáleigu (L171749) í sveitarfélaginu Ölfus. Stofnaðar eru tvær lóðir á landbúnaðarlandi þar sem heimilt er að byggja upp til fastrar búsetu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin bendir á að almennt viðmið um byggingarreiti í dreifbýli Ölfuss hefur verið 10m frá lóðamörkum. Skipulagið gerir ráð fyrir tveimur vegtenginum inn á skipulagsvæðið en kallað er eftir að þeim verði fækkað í eina. Málinu er frestað.
8. 2511027 - Bolaölduvirkjun ASKbr
Lögð er fram vinnslutillaga vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar fyrir Bolaölduvirkjun. Breytingin felur í sér að útbúið verði nýtt iðnaðarsvæði I25 þar sem ráðgert er að setja upp jarðvarmavirkjun.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin áréttar tilmæli um að vegur komi frá Bláfjöllum til að lágmarka rask. Í tillögunni fer I25 inn á hverfisverndarsvæði og rannsaka þarf því svæðið m.t.t. fornminja. Að öðru leiti er samþykkt að vinnslutillagan verði auglýst svo verkefnið fái kynningu.
9. 2511028 - Egilsbraut 9 DSKbr. - Lóð fyrir hjúkrunarheimili
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi Egilsbrautar 9. Skipulagssvæðið er stækkað og bætt við nýrri 10.561 m2 lóð. Afmarkaður er byggingarreitur fyrir hjúkrunar- og dvalarheimili og tengda þjónustu. Nýtingarhlutfall lóðar er 0,68. Hús geta verið á allt að fimm hæðum. Bílastæði skulu vera innan byggingarreits og eru sýnd til skýringar á uppdrætti. Innan lóðar er gert ráð fyrir aðlaðandi útisvæðum og gönguleiðum sem tengjast við stígakerfi Þorlákshafnar.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
10. 2504076 - Hafnarsvæði H3 og samfélagsþjónustusvæði S4 - stækkun skipulagssvæðis - ASKbr
Skipulagsstofnun gerðu athugasemd við að vinnslutillaga hafi ekki verið auglýst sérstaklega áður en málið var tekið fyrir af bæjarstjórn. Tillagan er því lögð aftur fyrir fund til að uppfylla kröfur laga.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?