Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 357

Haldinn í fjarfundi,
23.09.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109036 - Skólaakstur dreifbýli Ölfuss.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá foreldrum barna í dreifbýli Ölfuss varðandi skólaakstur. Þar er óskað eftir viðbótarþjónustu til þess m.a. að mæta vaxandi þörf tengdri hraðri fjölgun íbúa í dreifbýli.

Bæjarráð er jákvætt fyrir því að leitað verði leiða til að efla þjónustu í dreifbýlinu og hefur ríkan skilning á mikilvægi þess að skólaakstur sé aukinn samhliða fjölgun barna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með fulltrúum bréfritara til að ræða þau mál sem þar koma fram.

Samþykkt samhljóða.
2. 2104035 - Yfirlit um innheimtuþjónustu 2020.
Samningur við Motus til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

Samþykkt samhljóða.
3. 2109042 - Leigusamningur Hafnarberg 1
Fyrir bæjarráði lágu drög að leigusamningi við Landsbanka Íslands um leigu á nýrri aðstöðu við Hafnarberg 1. Samningurinn gerir ráð fyrir að Landsbankinn taki við rými á jarðhæð Hafnarbergs 1 í núverandi ástandi og geri breytingar á húsnæðinu á sinn kostnað þannig að það geti hýst framtíðarhúsnæði bankans.

Heildar leiguverð er við upphaf samningstímans 193.023 kr. á mánuði og tekur breytingum í samræmi við neysluvísitölu.

Bæjarráð samþykkir leigusamninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.
4. 1904023 - ASK og DSK Mói - Uppbygging íbúðabyggðar
Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs þar sem ráðið samþykkti breytingar á gildistíma samkomulags um uppbyggingu á tilgreindu svæði lágu fyrir drög að framkvæmdaáætlun í samræmi við breyttan gildistíma. Ekki er um að ræða fyrirheit né ábyrgð eða skuldbindingu af hálfu Ölfuss um efni aðal- og deiliskipulagstillagna þeirra sem framkvæmdaráætlunin gerir ráð fyrir. Slíkt mun eftir sem áður fara í vinnslu eða endanlega samþykkt á hefðbundnum vettvangi skipulagsyfirvalda sveitarfélagsins.

Fyrirliggjandi skipulag gerir ráð fyrir því að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist á næstu dögum og 65% af þeim framkvæmdum (52 íbúðum) verði lokið eigi síðar en 1. sept 2024.


Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun og þá breytingu sem hún tekur í framhaldi af afgreiðslu síðasta fundar ráðsins.

Framhaldi málsins er vísað til umfjöllunar í nefnd um endurskoðun aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða.
5. 2109001 - Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til þess að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.


Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?