Fundargerðir

Til bakaPrenta
Nefnd um heildarendurskoðun aðalskipulags. - 14

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.11.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson aðalmaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Þór Emilsson 1. varamaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2111024 - Stækkun íbúðarsvæðis við Hjarðarból í endurskoðun aðalskipulags
Pró-Ark ehf fyrir hönd landeiganda óskar eftir að íbúðarsvæðið við Hjarðarból verði stækkað til suðurs og austurs við endurskoðun aðalskipulags og þar verði heimilt að deiliskipuleggja fyrir allt að 25 íbúðum. Í viðhengi má sjá svæðið eins og það er í gildandi aðalskipulagi þar sem heimild er fyrir allt að 15 íbúðum. Einnig loftmynd með lóðamörkum á svæðinu þar sem sjást lóðamörk aðalbóls sem er í eigu annars aðila og lögboðin byggingarlína sem er 100m m frá miðlínu suðurlandsvegar.
Á svæðinu eru tveir "Aðal-landeigendur" eigandi Hjarðarbóls sem sendir erindið og á hans landi er búið að deiliskipuleggja 7 íbúðarlóðir og eigandi Aðalbóls sem er sunnan til á svæðinu en þar er hemild fyrir allt að 8 íbúðum og deiliskipulag í gildi.

Eiríkur Vignir Pálsson vék af fundi meðan á meðferð málsins stóð.

Afgreiðsla: Samþykkt að stækka megi íbúðasvæðið til austurs og fjölga lóðum þannig að deilskipulagja megi fyrir allt að 25 íbúðum í heild.
2. 2111004 - Stóra Saurbæjarsvæðið í endurskoðun aðalskipulags
Á síðasta fundi var þessu máli frestað en í millitíðinni hefur landeigandinn uppfært erindið með sérstöku "erindisbréfi".
Hann biður um að núverandi íbúðarsvæði við Stóra-Saurbæ verði stækkað og svæði við Þorlákshafnarveg verði breytt úr Verslunar og þjónustusvæði í íbúðarsvæði.

Afgreiðsla: Samþykkt að íbúðarmagn á svæðinu megi verða allt 25 íbúðir.
3. 2111005 - Íbúðarsvæðið við Grástein við heildarendurskoðun aðalskipulags
Pro-Ark ehf óskar, fyrir hönd landeiganda, eftir að nýtt íbúðasvæði verði skilgreind við Grástein í nýju aðalskipulagi þar sem verði heimilt að hafa allt að 15 íbúðir og athafnasvæði sem þar er verði stækkað.

Ennfremur verði íbúðum í núverandi svæði fjölgað um 2 íbúðir og mörkum svæðis breytt lítillega þannig að þar verði heimlt að hafa 18 íbúðir í allt.

Einnig að athafnasvæði við spennistöðina sem er við svæðið verði breytt og það stækkað lítillega.

Eiríkur Vignir Pálsson og Björn Kjartansson viku af fundi meðan á meðferð málsins stóð.
Afgreiðsla: Samþykkt að íbúðarmagn á svæðinu megi verða allt 25 íbúðir.
4. 2109003 - Eima - frístundabyggð í nýju aðalskipulagi
Á síðasta fundi nefndarinnar var málinu frestað. SU bókaði á 24. fundi: Eima - frístundabyggð í nýju aðalskipulagi - 2109003 Landeigandi óskar eftir því að í landi hans, Eimu við Selvog verði sýnt svæði fyrir frístundabyggð í nýju aðalskipulagi sem er í vinnslu hjá sveitarfélaginu um þessar mundir. Afgreiðsla: Málinu vísað til nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags. Vísað til nefndar."

Þess má geta að landið sem um ræðir er hverfisverndað og komið hafa fram hugmyndir að koma á byggðaverndun á svæðinu. Segja má að byggðamynstrið á svæðinu sé að það sé strjábýlt og ekki séu þyrpingar af húsum.

Afgreiðsla: Svæðið er hverfisverndað og það er stefna sveitarfélagsins að unnið verði deiliskipulag af öllu svæðinu áður en frekari uppbygging verði leyfð.
5. 2101014 - Tannastaðir - náma endurvakin
Eigendur eru ósáttir við að Tannastaðanáma hafi verið felld út við gerð aðalskipulags árið 2010 og og banda á að sá gjörningur hafa verið mistök. Í eldra aðalskipulagi sem í gildi var til ársins 2010 var fjallað svona um námuna:

Malarnáma, stærð námasvæðis er allt að 5 ha og hefur um 75% þess verið nýtt. Vinnanlegt efni er 50.000-150.000 m3.

Þegar gildandi aðalskipulag var samþykkt árið 2010 hafði ekki verið tekið efni úr námunni um nokkurt skeið.
Á síðasta fundi var eftirfarandi bókað:
"Afgreiðsla: Synjað. Nefndin telur ekki rétt að endurvekja þessa námu með tilheyrandi sjónmengun. Náman er byrjuð er að gróa eftir margra ára hvíld og það samræmist ekki landsskipulagsstefnu þar sem áréttað er að námur skuli vera færri og stærri frekar en margar smáar."

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að náman verði sýnd í aðalskipulagi eins áður var en gerir kröfu að unnið verði deiliskipulag fyrir hana áður en námavinnsla hefst.
6. 2111023 - Verslunar- og þjónustusvæði við Skötubót í heildarendurskoðun aðalskipulags
Hugmyndir hafa komið fram um hótelresort í tengslum við golfvöllinn austan við núverandi golfskála. Til að af þeim megi verða þarf að skilgreina verslunar og þjónustusvæði í nýju aðalskipulagi.
Afgreiðsla: Samþykkt
7. 2111026 - Kynning aðalskipulags í samræmi við 2. málsgr. 30 gr. skipulagslaga fyrir meðhöndlun í Bæjarstjórn
Lagt er til að aðalskipulagstillagan með þeim málum sem fundurinn hefur samþykkt verði lögð fyrir Skipulags- og umhverfisnefnd og því beint til nefndarinnar að hún verði kynnt í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til skipulags- og umhverfisnefndar að tillagan verði sett í kynningu skv. 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 fram að fundi bæjarstjórnar í desember og aðnefndin leggi til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna til almennrar auglýsingar í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr.123/2010 á desemberfundi sínum.
8. 2110054 - Önnur mál
Önnur mál sem komu upp á fundinum:

Hveradalir. Verslun og þjónusta í aðalskipulagi. Svæðið hefur verið merkt i greinargerð og á kort sem VÞ19.

Hveradalir:
Afgreiðsla: Samþykkt að sýna stærra svæði fyrir verslun og þjónustu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?