Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 12

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
22.10.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varamaður,
Þór Emilsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Gunnlaugur Jónasson .
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafifundar óskaði formaður eftir að 3 mál yrðu tekin fyrir með afbrigðum. :Það eru mál 1, 2 og 3 á dagskrá. var það samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2007006 - DSK Stóri - Saurbær 3
Tillagan kemur nú fyrir nefndina eftir auglýsingu. Einungis kom ein athugasemd/ábending frá Minjastofnun sem óskaði eftir að byggingarreit B-4 yrði breytt á uppdráttum. Eru leiðréttir uppdrættir þar sem þetta kemur fram meðal fylgiskjala með málinu. Enn fremur er æskilegt að taka af öll tvímæli um að sveitarfélagið telur að tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að tillagan verði birt í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. grein Skipulagslaga nr 123/2010 msbr þar sem tillagan samræmist Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022
2. 2006059 - DSK Deiliskipulagsbreyting - Mánastaðir 2 - 4
Tillagan kemur nú fyrir nefndina eftir auglýsingu. Einungis kom ein athugasemd/ábending frá Vegagerðinni sem óskaði eftir að 30 m veghelgunarsvæði yrði sýnt á uppdráttum. Eru leiðréttir uppdrættir þar sem þetta kemur fram meðal fylgiskjala með málinu. Enn fremur er æskilegt að taka af öll tvímæli um að sveitarfélagið telur að tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að tillagan verði birt í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. grein Skipulagslaga nr 123/2010 msbr þar sem tillagan samræmist Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022
3. 2005037 - DSK Dimmustaðir fjórar lóðir
Tillagan kemur nú fyrir nefndina eftir auglýsingu. Einungis kom ein athugasemd/ábending frá Vegagerðinni sem óskaði eftir að 30 m veghelgunarsvæði yrði sýnt á uppdráttum. Eru leiðréttir uppdrættir þar sem þetta kemur fram meðal fylgiskjala með málinu. Enn fremur er æskilegt að taka af öll tvímæli um að sveitarfélagið telur að tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að tillagan verði birt í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. grein Skipulagslaga nr 123/2010 msbr þar sem tillaga samræmist Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022
4. 1910066 - DSK Vesturgljúfur
Landeigendur óska eftir að nefndin samþykki deiliskipulag sem EFLA hefur unnið af lóðum á athafnasvæði sunnan við Klettagljúfur. Búið er að taka hluta lóðanna undir vegsvæði.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagið í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 msbr.
5. 2009043 - Vesturgljúfur - stofnun lóða undir vegsvæði
Vegagerðin óskar eftir að fá að stofna lóð undir vegsvæði út úr lóðinni Vesturgljúfur 8.
Deiliskipulag svæðisins var tekið fyrir í öðru máli hér á undan.

Áður hafa verið stofnaðar lóðir úr lóunum Vesturgljúfur 2,4 og6

Afgreiðsla: Stofnun umræddrar lóðar samþykkt.
6. 1903049 - Deiliskipulagsbreyting Gljúfurárholt land 13 og 14
Landeigandi óskar eftir að breyta nýsamþykktu deiliskipulagi þannig að byggja megi hús til landbúnaðarnota (Skemmu) til viðbótar við þær heimildir sem gildandi deiliskipulag inniheldur. Bætt er við einum byggingarreit, U2 en að öðru leiti er skipulagið óbreytt. Útbyggingarheimildir eftir breytinguna eru vel inna heimildir aðalskipulags fyrir lóðir á landbúnaðarsvæðum og nýtingarhlutfallið < 0,05
Afgreiðsla: Lagt til við bæjarstjórn að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 1.málsgrein 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010
7. 2008030 - DSK Setberg 20 - viðbygging við bílskúr
Ragnar Lárusson arkitekt leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir hönd eiganda þar sem gert er ráð fyrir allt að 89 m2 viðbyggingu við húsið Setberg 20.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41 greinar skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.
8. 1907012 - DSK Athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar - Unu- og Vesturbakki
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi athafnasvæðis vestan Óseyrarbrautar, Unu- og Vesturbakka eftir auglýsingu. Ábendingar/athugasemdir komu frá umsagnaraðilum og hefur tillaga verið lagfærð til samræmis.
Helstu breytingar eru að texta um Hlíðarendavörðu sem er utan skipulagssæðisins og texta um forsögulegt hraun ásamt texta um húsakönnun og forsögulegt hraun hefur verið bætt í lýsingu.
Uppdrætti hefur verið breytt í samræmi við athugasemdir Vegagerðarinnar.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að ljúka málinu með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.
9. 2002002 - DSK 5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. við Laxabraut 21-25
Skipulagið hefur nú verið auglýst í samræmi við eldri samþykkt nefndarinnar. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við að rotþrær, siturlagnir, borholur og útrás vantaði á uppdrátt. Eins gerði Umhverfisstofnun athugasemd þar sem fram kom í lýsingu að tillagan hefði neikvæð áhrif á hraun með varðveislugildi, en skilmerkilega var fjallað um það í umhverfismati tillögunnar og rökstutt að svo væri ekki. Hins vegar kom það rétt fram í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Úr þessu hefur verið bætt og eru uppfærð gögn í viðhengi.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagið í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 msbr. Nefndin árétta það sem kemur fram í greinargerð að ekki eru verndarverðar hraunmyndanir á svæðinu sem er að mestu sandorpið hraun.
10. 2004005 - DSK Borgargerði
Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við skipulagið eins og það var sett fram vegna ósamræmis við aðalskipulag. Meðal annars bendir Skipulagsstofnun á að 20 ára gamalt hús standi innan 100 metra frá tengivegi sem ekki samræmist lögum. Eins að gert sé ráð fyrir hesthúsi á lóð sem er um einn HA að stærð sem samræmist ekki heimildum til uppbyggingar samkvæmt aðalskipulagi. Þetta hefur nú verið lagað og húsum og lóðum á svæðinu fækkað.
Afgreiðsla: Nefndin legur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.
11. 2010017 - DSK Deiliskipulag reiðhöll Kvíarhóll
Atli Jóhann Guðbjörnsson byggingarfræðingur leggur fyrir deiliskipulagstillögu fyrir hönd landeiganda að Kvíarhóli í Ölfusi. Um er að ræða skipulag sem heimilar allt að 800 fermetra 6,5 metra háa reiðskemmu. Tillagan samræmist aðalskipulagi Ölfuss.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.
12. 2010012 - Breyting deiliskipulags Víkursands - Iðnaðarsvæði á sandi vestan Þorlákshafnar
Lóðarhafi Víkursandi 5 óskar eftir stækkun lóðar til vesturs. Á tillögum í viðhengi má sjá hvernig lóðirnar Víkursandur 3 og 5 stækka til Vesturs, vegtengingum við lóð 6,8 og 10 er breytt og gerð vegtenging til norðurs að fyrirhugaðri lóð.
Afgreiðsla: Samþykkt að fela Umhverfis- og framkvæmdasviði að sjá um að breyta deiliskipulaginu í samræmi við þessi áform.
13. 1706010 - DSK Norðurhraun
Norðurhraun - Norðursvæði Í6
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu kemur nú fyrir nefndina eftir auglýsingu. Vegagerðin gerði athugasemd við að veghelgunarsvæði vantaði á uppdrátt. Það hefur nú verið fært inn á uppdráttinn. Eins benti Umhverfisstofnun á að forsögulegt hraun á svæðinu væri friðað, þar sem það hefði runnið eftir ísöld skv a. lið 2. mgr. 61. gr. laga nr.60/2013 um náttúruvernd.

Umhverfisstofnun bendir á að ef tillagan gerir ráð fyrir röskun á hrauni sem fellur undir greinina þurfi að rökstyðja þá ákvörðun og gera grein fyrir öðrum kostum sem skoðaðir hafa verið sem mögulegir valkostir við útfærslu framkvæmdarinnar og ástæðum þess að þeir urðu ekki fyrir valinu.

Afgreiðsla: Skipulags og umhverfisnefnd bendir á að ríkir almannahagsmunir eru í húfi þar sem mikil þörf er á húsnæði í Þorlákshöfn sem ekki verður leyst öðruvísi en með upbyggingu. Umrætt hraun er undir öllum bænum og allt í kringum hann. Því er ekki um aðra staði eða valkosti að ræða þegar kemur að uppbyggingu en á umræddu hrauni. Ekki eru neinar hraunmyndanir sem geta talist verndarverðar á umræddu svæði og hraunið víða sandorpið. Vistkerfið á svæðinu að mestu lúpína sem varla telst sérstæð eða verndarverð. Því er það mat Skipulags- og umhverfisnefndar að hraunið og vistkerfið á svæðinu hafi lágt verndargildi.

Skipulagsnefnd beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr 123/2010 msbr.
14. 2009012 - ASK og DSK Vesturberg
Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs er fyrirhugað skipulag fyrir nýtt hverfi vestan Þorlákshafnar kynnt. Bæjarráð samþykkti að Jees arkitektar skuli hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðahverfi vestan Þorlákshafnar. Fyrir liggur skipulagslýsing sem Jees-arkitektar hafa unnið í samstarfi við Kristinn Pálsson fyrrverandi starfsmann Tæknisviðs Ölfuss.

Bæjarráð bókaði eftirfarandi; Inngangur: Fyrir bæjarráði lá erindi frá tæknisviði sveitarfélagsins þar sem vakin er athygli á því að nánast öllum lóðum undir íbúðarhúsæði hafi nú þegar verið úthlutað og útlit væri fyrir að á næstu árum myndi skorta lóðir til úthlutunar í Þorlákshöfn verði ekki gripið til aðgerða.

Í erindinu segir að sú aukning sem gert var ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi hafi reynst full hógvær enda gríðarlegur áhugi á sveitarfélaginu til búsetu. Þar sem aðalskipulagið sé nú að renna sitt skeið séu heimildir þess til útbyggingar um það bil fullnýttar.

Í minnisblaði í viðhengi má sjá hve mikil aukning fjölda íbúa í Þorlákshöfn hefur veri síðustu ár en sem dæmi má nefna fjölgaði íbúum um nærri 6% síðasta ár. Tæknisviðið hefur þegar unnið forkönnun á mögulegum samstarfsaðilum hvað hönnun varðar og telur að Jees -arkitektar séu best til þess fallnir að taka verkefnið að sér.

Niðurstaða fundar bæjarráðs: Samþykkt.

Bókun bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir erindið að því leyti sem það fellur undir málefni bæjarráðs, og þar með að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar. Bæjarráð vísar erindinu að öðru leyti til faglegrar umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Eftir fund bæjarráðs hafa þeir félagar hjá Jees-arkitektum ekki setið auðum höndum og fyrir liggur skipulagslýsing aðal og deiliskipulagsbreytingar. Reyndar vantar stofnannasvæði í lýsinguna en þeir hafa verið beðnir að bæta því við auk ýmissa smá lagfæringa sem þarf að framkvæma.

Afgreiðsla: Nefndin fagnar áhuga á lóðum í Þorlákshöfn. Nefndin mun vinna málið áfram í samræmi við hlutverk sitt og leggur til að meðal annars verði haldin samráðsfundur allra þeirra sem koma að málinu.
15. 2010015 - Fyrirspurn um skipulag Árbæ 4
Landeigendur Árbæ 4 senda inn fyrirspurn varðandi skipulag í landi sínu. Þau eiga 2 ha landspildu sem er skilgreind sem "Opið svæði til sérstakra nota". Í aðalskipulagi stendur: "Á svæðinu er gert ráð fyrir hesthúsum. Stærð svæðis um 2 ha."

Þau óska eftir að leggja fram deiliskipulag sem heimilar þeim að nýta landspilduna sem landbúnaðarsvæði og byggja íbúðarhús og bílskúr þar í samræmi við heimildir aðalskipulags.

Þau óska enn fremur eftir afstöðu yfirvalda til þess hvort breyta þurfi aðalskipulagi og hvort það megi meðhöndla sem óverulega aðalskipulagsbreytingu.

Afgreiðsla: Nefndin telur að um óverulega aðalskipulagsbreytingu sé að ræða sem uppfylli skilyrði 2. málgreinar 36. greinar skipulagslaga um slíkar breytingar.

Nefndin vísar því til bæjarstjórnar að hún samþykki að breyta megi aðalskipulagi þannig að opið svæði til sérstakra nota, verði landbúnaðarsvæði, í samræmi við 2. málgreinar 36. greinar skipulagslaga nr 123/2010 og rökstudd tillaga send til Skipulagsstofnunnar og tillagan auglýst í B-deild Stjórnartíðinda, fallist Skipulagsstofnun á hana.

Nefndin samþykkir líka að landeigendur megi láta vinna deiliskipulagstillögu fyrir svæðið sem heimilar byggingu íbúðarhús og bílskúrs í samræmi við útbyggingarheimildir aðalskipulags eftir að aðalskipulagsbreytingin hefur tekið gildi.
16. 1901030 - Stofnun 2 lóða og sameining þeirra sem Birkigljúfur 4
Landeigandi óskar eftir að stofna lóðir í samræmi við nýsamþykkt deiliskipulag úr löndunum úr Gljúfurárholt land 8 og úr landinu Gljúfurárholt landnr 171707.
Síðan óskar hann eftir að sameina nýju lóðirnar í eina lóð fyrir íbúðarhús undir nafninu Birkigljúfur 4.
Þetta er allt í samræmi við nýlega samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið.

Afgreiðsla: Samþykkt að stofna lóðir í samræmi við nýsamþykkt deiliskipulag úr löndunum Gljúfurárholt land 8 og úr landinu Gljúfurárholt landnr 171707. Einnig samþykkt að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð undir nafninu Birkigljúfur 4.
17. 2010009 - Skipting lands Kross - Lind
Landeigendur óska eftir að skipta landinu Kross í Ölfusi í tvo hluta og sameina svo annan hlutann við eignina Lind. Sameinaða landið mun halda nafninu Lind. Í vinnslu er deiliskipulag fyrir Lind í Ölfusi sem er nýkomið úr auglýsingu og er á hjá Skipulagsstofnun til yfirferðar vegna væntanlegrar birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Afgreiðsla: Samþykkt að skipta landinu Kross og sameina lóðir undir nafninu Lind þegar deiliskipulag sem er í vinnslu hefur fengi loka afgreiðslu Skipulagsstofnunnar og verið birt í B-deild Stjórnartíðinda.
18. 2006064 - Umsókn um hænsnahald í þéttbýli
Húseigandi við Egilsbraut sem nýlega var sviptur leyfi til hænsnahalds sækir nú um að nýju að halda 6 hænur í garði sínum í samræmi við reglur um dýrahald í Þorlákshöfn. Í viðhengi eru myndir af endurbótum sem hann hefur unnið á aðstöðunni á lóð sinni m.a. í viðleitni við að valda nágrönnum sem minnstu ónæði. Skv. upplýsingum skipulagsfulltrúa hafa ekki verið hænur á lóðinni í nokkrar vikur.
Afgreiðsla: Ef dýraeftirlitsmaður Ölfuss dæmir að úrbætur sem unnar hafa verið séu fullnægjandi er leyfi veitt til að halda sex hænur.
19. 2008049 - Þorláksskógar - slóðar og stígar
Verkefnastjórn Þorláksskóga óskar eftir að fyrirhugaðir slóðar svæðisins verði teknir upp í aðalskipulag Ölfus. Það er skilyrði fyrir styrkveitingum ýmissa aðila eins og Vegagerðarinnar, að stígar séu viðkenndir í skipulagi sveitarfélaga til að vera styrkhæfir, en uppbygging reiðstíga í Ölfusi hefur meðal annars verið möguleg með styrkjum frá Landsambandi hestamanna og Vegagerðinni.
Í leiðbeiningum um gerð reiðvega er fjallað um að æskilegt sé að hafa þá aðskilda frá annarri umferð. Hægt er að samnýta þá með gangandi, hjólandi og vélknúnum farartækjum en þá skulu vera skýr fyrirmæli þar um. Þetta hefur verið gert í Ölfusi með góðum árangri.

Afgreiðsla: Samþykkt að þeir slóðar sem fyrirhugaðir eru í Þorláksskógum verði ætlaðir til útivistar fyrir almenning og því beint til nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags að þeir verði færðir inn í skipulagið og markaðir á uppdráttum eftir því sem við á.
Þeir verði samnýttir af ríðandi, gangandi, hjólandi og vélknúnum útivistarfarartækjum eftir því sem við verður komið. Við stígagerð skal taka tillit til skipulags á svæðinu.
20. 2010016 - Umsókn um tilraunaborholur í landi Eimu
Sótt er um leyfi til að bora tilraunaholur í landi Eimu í Selvogi vegna fyrirhugaðrar vatnstöku. Finnist ásættanlegt vatn miðað við magn og gæði kann að verða leitað frekari leyfa til nýtingar.
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um að umsækjandi skili inn tilskyldum gögnum í samræmi við grein 5 og grein 6 í reglugerð nr. 772 um framkvæmdaleyfi.
21. 2010001 - Axelshús, gistiheimili breytt í íbúðarhús
Eigendur Axelshúss óska eftir að breyta skráningu þannig að gistiheimili verði skráð sem íbúðarhús. Ekki er verður rekstur gistiheimilis í húsinu að þeirra sögn.
Afgreiðsla: Samþykkt að breyta skráningu ef eigendur skila inn uppfærðum teikningum í samræmi við gildandi byggingarreglugerð 112/2012 m.s.br. sem sýna húsið sem einbýlishús en ekki gistiheimili.
22. 2009056 - Hækkun gólfkóta Núpahraun 35-41
Lóðarhafi óskar eftir að hækka gólfkóta Núpahrauni 35-41. Allt að K=10.75. Útlit með uppfærðum landlínum í viðhengi sem sjá má sjá hvernig þetta lítur út. Um er að ræða hækkun um 25 sentímetra umfram kóta á samþykktum lóðablöðum.
Afgreiðsla: Samþykkt, ef þörf verður á breyttum frágangi á lóðarmörkum vegna breytinganna fellur hann á lóðarhafa.
23. 1506069 - Egilsbraut 4, framkvæmdir sem kalla á byggingarleyfi
Umhverfis og framkvæmdasvið hefur gert athugasemdir við ólöglegar breytingar á húsnæði við Egilsbraut 4. Eigandi svaraði byggingarfulltrúa og kemur svarið fram í minnisblaði í fylgiskjali. Málið hefur komið áður fyrir nefndina, fyrst árið 2015
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að gera úttekt á stöðu á óleyfisíbúðum í sveitarfélaginu í samráði við eftirlitsaðila og leggja tillögur að úrbótum fyrir nefndina.
24. 1701019 - Breyting á húsnæði við Hafnarskeið 7
Umhverfis og framkvæmdasvið hefur gert athugasemdir við ólöglegar breytingar á húsnæði við Hafnarskeið 7. Eigandi svaraði byggingarfulltrúa og kemur svarið fram í minnisblaði í fylgiskjali.
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að gera úttekt á húsnæðinu með eftirlitsaðilum.
25. 1907015 - Merking sveitarfélagamarka við Bolöldu.
Byggingarfulltrúi f/h Ölfus sækir um framkvæmdar- og byggingarleyfi fyrir nýjum merkingum á sveitarfélagsmörkum. Sjá teikningar frá Eflu og staðsetningu á loftmynd.
Afgreiðsla: Samþykkt
Almenn mál - umsagnir og vísanir
26. 2009037 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - endurskoðun
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar óskar eftir umsögn um skipulagslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar. Í viðhengi er tillaga að umsögn Sveitarfélagsins Ölfuss
Afgreiðsla: Ekki er gerð athugasemd við lýsinguna en Skipulags- og umhverfisnefnd áskilur sér rétt til að gera athugasemd á seinni stigum málsins og felur skipulagsfulltrúa að svara Mosfellsbæ sbr. meðfylgjandi drög að umsögn.
27. 2010008 - Vindorkugarður á Mosfellsheiði - umsögn
Skipulagsstofnun biður um umsögn Sveitarfélagsins vegna mats á umhverfisáhrifum allt að 200 MW vindorkugarðs á Mosfellsheiði. 1. áfangi garðsins, 50 MW er í landi Grímsnes- og Grafningshrepps en annar áfangi, allt að 150 MW er að stærstum hluta í landi Ölfuss. Í viðhengi eru drög að umsögn Ölfuss.
Afgreiðsla: Drög að umsögn samþykkt.
28. 2010014 - Umsögn hreinsistöð við Geitanes við Selfoss
Sveitarfélagið Árborg biður um umsögn vegna skólphreinsistöðvar sem verður staðsett á bökkum Ölfusár á móti vesturhluta Árbæjar í Ölfusi. Í viðhengi eru drög að umsögn Sveitarfélagsins Ölfuss um málið. Í greinargerð kemur fram að umtalsverð lyktarmengun getur verið af svona starfsemi við vissar aðstæður.
Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus gerir athugasemd við staðsetningu hreinsistöðvarinnar andspænis einum af þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins, Árbænum og hvetur nágranna sína til að leita allra ráða til að finna heppilegri staðsetningu fjær Árbænum.

Skipulagsfulltrúa falið að senda Árborg umsögn í samræmi við fyrirliggjandi drög.
Fundargerð
29. 2010004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 17
Afgreiðsla: Samþykkt
29.1. 2010024 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 31
Ævar Valgeirsson f/h Fasteignafélagið Klettur ehf. sækir um lóð fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Samþykkt
29.2. 2009040 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 33
Egill Máni Guðnason sækir um lóðina Þurárhraun 33 fyrir einbýlishús, sótt er um lóðina Þurárhraun 31 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt
29.3. 2010027 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 33
Ævar Valgeirsson sækir um lóð fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Synjað

Þar sem að 2 umsækjendur eru um sömu lóð miðast afgreiðsla við samþykktar lóðaúthlutunarreglur sveitarfélagsins, skv 4. gr. 8. mgr. hafi umsækjandi þegar fengið lóð úthlutaða án þess að hafa hafið framkvæmd nýtur hann ekki forgangs. Umsækjandi hefur fengið úthlutaða lóðina Þurárhraun 31.
29.4. 2010026 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 10
Arnar Björnsson sækir um lóð fyrir einbýlishús, sótt er um Þurárhraun 8 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt
29.5. 2010025 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 8
Hermann Þorsteinsson sækir um lóð fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Samþykkt
29.6. 2009046 - Bláengi 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson f/h lóðarhafa Almar Þór Þorgeirsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 23.09.20
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
29.7. 1906018 - Sambyggð 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jón Valur Smárason f/h Pró hús ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi, samkv. teikningum frá Pró ark ehf.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
29.8. 2010021 - Lambhagi 171761 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Svavar M Sigurjónsson f/h eiganda Jón Magnús Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir Landbúnaðarmannvirki Alifuglabúi, samkv. teikningum frá Verkhof ehf. dags. 14. sept. 2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
29.9. 2010022 - Sandhóll 171798 - Umsókn - byggingarleyfi niðurrif
Þorvaldur H Kolbeinsson sækir um byggingarleyfi til niðurrifs á fjárhúsum.
Afgreiðsla: Samþykkt

Framkvæma þarf úttekt við lok niðurrifs.
29.10. 2009038 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Sigurður Þ Jakobsson f/h Rarik tilkynnir um framkvæmd undanþegna byggingarleyfi. Um er að ræða spennistöðin er hluti af dreifikerfi Rarik við lóðina Hjalla landnr. 230074
Afgreiðsla: Samþykkt

Tilkynna þarf þegar framkvæmdum er lokið.
29.11. 2009045 - Umsókn um stöðuleyfi
Sótt er um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir 55m2 sumarhúsi sem lagfæra á og flytja aftur á lóði í Grímsnesi.
Afgreiðsla: Samþykkt
Mál til kynningar
30. 2010013 - Áhættumat vatnsverndar í Jarðhitagarði
Í greinargerð deiliskipulags jarðahitagarðsins við Hellisheiðarvirkjun er sérstakt ákvæði í skipulagsskilmálum sem krefst að unnið sé áhættumat fyrir vatnsvernd fyrir byggingar á svæðinu. Þetta kemur fram í kafla 3.8 í greinargerð 10. breytingar á deiliskipulaginu sem er hér í viðhengi. Sjá einnig útdrátt úr kafla 3.8 i minnisblaði í viðhengi
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?