Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 24

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
23.09.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varaformaður,
Þór Emilsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að 3 mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 1 sem fjallar um lóð fyrir Farice nálægt höfninni, nr. 2 sem fjallar um sameiningu 4 lóða í Gljúfurárholti og nr. 3 sem fjallar um deiliskipulag Stóra- Saurbæjar 3. Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012022 - DSK Hafnarsvæði - breyting deiliskipulag
Haukur Benediktsson leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hönd Farice ehf þar sem sýnd er ný lóð fyrir tengihús í samræmi við fyrri samþykktir nefndarinnar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
2. 2109041 - Sameining fjögurra lóða í Gljúfurárholti
Landeigendur óska eftir að fjórar lóðir sem þeir eiga í Gljúfurárholti verði sameinaðir í eina, Hugmyndin er að vinna deiliskipulag fyrir sameinuðu lóðina sem sýnir hana sem tvær lóðir með byggingarheimildum fyrir tvö einbýlishús ofl.
Afgreiðsla: Sameining lóða samþykkt
3. 2007006 - DSK Stóri - Saurbær 3
Skipulagsstofnun gerði aftur athugasemd við að deiliskipulagið væri birt í B-deild. Skipulagið hefur verið uppfært í samræmi við athugasemdirnar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
4. 2107007 - DSK Helluholt - Hellu- og Holtagljúfur - Gljúfurárholt áfangi II
Lögð er fram endurskoðuð tillaga fyrir Helluholt þar sem Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd á auglýsingatíma. Gerði eftirlitið athugasemd við að útfærsla hreinsimannvirkja væri ekki sýnd á uppdrætti, bent á mikilvægi þess að farið væri eftir kröfum sem gilda um hreinsun skólps og benti á reglugerðarákvæði þar um. Eins var áréttað að tryggja skyldi öruggt aðgengi að neysluvatni. Tekið hefur verið tillit til þessara atriða í deiliskipulagstillögunni í viðhengi.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þegar gengið hefur verið frá samningi um innvið sem er vinnslu.
5. 2109032 - DSK Bakki deiliskipulag vegna lóðar fyrir frístundabyggð
EFLA ehf fyrir hönd Landeiganda sem hafa hug á að skipta út hluta lands síns Bakka 2, leggja fram deiliskipulag sem sýnir landið/lóðina. Landið sem skipta á út er sýnt sem frístundabyggð í aðalskipulagi og er það einnig á deiliskipulagstillögunni.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
6. 2109033 - DSK Árbær 3 lnr 171652
EFLA ehf fyrir hönd landeiganda leggur fram tillögu að deiliskipulagi af lóðinni Árbær 3 lóð sem heimilar allt að 360 fermetra parhús á lóðinni. Þetta er í samræmi við fyrri samþykkt nefndarinnar og gildandi aðalskipulag.

Landeigandi fer einnig fram á að nefndin endurskoði fyrri ákvörðun sína varðandi aðkomu og leyfi að aðkomu að lóðinni verði beint frá Árbæjarveginum en aðkoma úr norðri frá ólögðum vegi er til þess fallin að skapa ósæættir við eigendur nágrannalóðar.


Afgreiðsla: Eftir að fundarboð var sent út barst tölvupóstur frá landeigendum þar sem þau óskuðu eftir að draga deiliskipulagið til baka. Nefndin heimilar ekki að aðkoma verði úr suðri frá Árbæjarvegi, í samræmi við fyrri samþykkt.
7. 2005037 - DSK Dimmustaðir fjórar lóðir
Skipulagsstofnun gerði tvær athugasemd við deiliskipulagið við lokayfirferð tillögunnar. Þar sem aðalskipulagi svæðisins hefur verið breytt í íbúðarsvæði þurfti að uppfæra greinargerð varðandi samræmi við aðalskipulag og eins að sýna nýjasta uppdrátt aðalskipulags á deiliskipulagsuppdrætti. Stofnunin benti einnig á óverulegan annarka á málsmeðferð. Þessu hefur verið nú verið breytt og er tillaga tilbúin til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
8. 2109037 - DSK Brúarhvammur 3
Arnar Ingi Ingólfsson fyrir hönd lóðarhaf óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi þannig að lóð umhverfis húsið Brúarhvamm 3 sjáist í samræmi við meðfylgjandi mæliblað. Húsið Brúarhvammur 3 er 255 m2 einbýlishús en Brúarhvammur er gata sem liggur á mörkum Hveragerðis og Ölfuss.
Afgreiðsla: Samþykkt að breyta megi umræddu skipulagi í samræmi við erindið
9. 2109040 - Olíugeymir við ÓB bensínstöð
Olís sækir um að setja olíutank fyrir litaða olíu, ofanjarðar við ÓB stöð sína við Óseyrarbraut. Komið hafa margar óskir frá viðskiptavinum um að fá keypta litaða olíu á stöðinni. Aðrar vörur eru geymdar í niðurgröfnum tönkum.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd heimilar olíutank ofanjarðar tímabundið til 1. janúar 2024.
10. 1610015 - ASK og DSK Deili- og aðalskipulagsbreyting, Riftún neðan vegar
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við innsend gögn þegar hún fékk tillögu um breytingu á aðalskipulagi til yfirferðar fyrir auglýsingu. Tillagan hefur nú verið lagfærð í samræmi við athugasemdirnar og er nú lögð fram að nýju ásamt deiliskipulagstillögu sem áform eru um að auglýsa samhliða aðalskipulagsbreytingartillögunni. Nýverið voru samþykkt breyting á jarðarlögum nr. 81/2004 sem fjalla ma. um breytingu á landnotkun. Nú er gert grein fyrir áhrifum tillögunnar á búrekstrarskilyrði í umhverfismati í greinargerð og spurningum varðandi breytta svarað í samræmi við leiðbeiningar sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út þar um.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillögurnar í samræmi við 31. gr. og 1. málsgr. 41 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
Nefndin leggur enn fremur til að bæjarstjórn samþykki landskipti og stofnun lóða í samræmi við deiliskipulagstillöguna.
11. 2109030 - Mánastaðir 1 grenndarkynning aukið byggingarmagn
Landeigandi óskar eftir að grenndarkynna aukið byggingarmagn á lóð sinni svo hann geti flutt þangað 30 fermetra tilbúið gestahús. Sótt er um að auka byggingarmagn á lóðinni sem er 5151,1 fermetrar, um 25,5 m2. Á lóðinni má byggja samtals allt að 260 fermetra húsnæðis skv. deiliskipulagi. Við breytinguna verður heimilt að byggja allt að 285,5 fermetra húsnæðis, sem er aukning um 25,5 fermetra eða 9,8%.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa aðliggjandi lóða sem eru lóðirnar: Hreiður, Mánastaðir 2, Mánastaðir 4 og Sóltún.
12. 2108064 - Bolalda - stofnun lóða á vélhjólsvæði
Stofna þarf lóð á aksturíþróttasvæðinu við Bolöldu þar sem Vélhjólaíþróttaklúbburinn VÍK hefur verið með aðstöðu svo hægt sé að gera afnotasamning um svæðið. Um er að ræða að stofna lóð sem merkt er "Lóð 2" á mæliblaði í viðhengi.
Afgreiðsla: Stofnun lóðar samþykkt
13. 2108063 - Hlíðartunga land - Stofnun tveggja lóða
Landeigandi óskar eftir að stofna tvær lóðir í samræmi við gildandi deiliskipulag úr landi sínu Hlíðartunga land. Nöfn lóðanna verður í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga.
Afgreiðsla: Stofnun lóðanna samþykkt.
14. 2109005 - Árbær 3 landnr. 171660 leiðrétting lóðarstærð
Landeigendur óska eftir að lóðastærð landareignar þeirra í Árbæ 3 verði leiðrétt í samræmi við útreikninga verkfræðistofunnar EFLU ehf sem fram koma á lóðarblaði og erindi í viðhengi. Allir nágrannar hafa undirritað lóðarblaðið.
Afgreiðsla: Leiðrétting á lóðarstærð samþykkt.
15. 2105032 - ASK og DSK Frístundabyggð Riftún ofan vegar
Landeigandi óskar eftir því að í endurskoðuðu aðalskipulagi verði hluti landareignar hans sem er norðan þjóðvegar skilgreindur sem frístundaland.
Afgreiðsla: Málinu vísað til nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags til nánari útfærslu.
16. 2109003 - Eima - frístundabyggð í nýju aðalskipulagi
Landeigandi óskar eftir því að í landi hans Eimu við Selvog verði sýnt svæði fyrir frístundabyggð í nýju aðalskipulagi sem er í vinnslu hjá sveitarfélaginu um þessar mundir.
Afgreiðsla: Málinu vísað til nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags.
17. 2109035 - ASK Akurholt uppbygging í nýju aðalskipulagi
Landeigendur óska eftir að landi þeirra, Akurholti verði skilgreint sem íbúðar-, frístunda-, athafna- og verslunar- og þjónustusvæði í samræmi við skissu í viðhengi.
Afgreiðsla: Málinu vísað til nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags.
18. 2108062 - Skíðalyfta Bláfjöll umsókn um framkvæmdaleyfi og stofnun lóðar
VSÓ fyrir hönd Skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins óska eftir framkvæmdaleyfi fyrir toppstöð nýrrar skíðalyftu í Bláfjöllum og að stofnuð verði lóð fyrir toppstöðina. Fyrir liggur leyfi frá Forsætisráðuneyti og Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun setur skilyrði um að mannvirki verði fjarlægð verði notkun þeirra hætt.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi og stofnun lóðar samþykkt með því skilyrði að lóðarblaði, teikningum og skráningartöflu fyrir mannvirki verði skilað í samræmi við byggingarreglugerð.
19. 2109026 - Nafn á nýju og eldra hverfi í Gljúfurárholti
Komið hefur fram tillaga um að hverfið sem saman stendur af Klettagljúfri og nýju hverfi í Hellugljúfri og Holtagljúfri fái nafnið Helluholt. Helluholt er gamalt örnefni á staðnum.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir nafnið Helluholt á hverfið
20. 2109027 - Heinaberg 12 tímabundin atvinnustarfsemi í íbúðarhverfi
Húseigendur óska eftir tímabundnu leyfi til rekstur nýsköpunarfyrirtækis í bílskúr við hús sitt í samræmi við erindi í viðhengi.
Afgreiðsla: Nefndin telur jákvætt að frumkvöðlafyrirtæki taki sér bólfestu í Þorlákshöfn. Þar sem starfsemin er sögð hljóðlaus og lyktlaus samþykkir nefndin leyfi fyrir rekstrinum til næstu 12 mánaða í samræmi við erindið. Nefndin áskilur sér rétt til að endurskoða ákvörðunina ef kvartanir berast frá nágrönnum
Hrafnhildur Árnadóttir vék af fundi við umfjöllun málsins.
21. 2108060 - Aparóla í Hveragerði á landamörkum Ölfuss
Hveragerðisbær óskar eftir umsögn um skipulagslýsingu fyrir svokallaða "zip line" eða aparólu sem gerir fólki kleyft að renna sér eftir vír frá Kambabeygju niður í Árhóma í Ölfusdal. Rólan liggur við og yfir landamæri Hveragerðis og Ölfus, þó að mestu í Hveragerði. Verkfræðistofan Efla vann lýsinguna.
Afgreiðsla: Nefndin bendir á misræmi í gögnum varðandi landamæri sveitarfélagana sbr. myndir í gögnum og að loftbrautin liggi að hluta innan Ölfus. Nefndin gerir ekki athugasemd við verkefnið sem slíkt og telur að lýsingin geri nokkuð vel grein fyrir verkefninu.
22. 2109029 - Aukin vinnsla jarðhita á Hellisheiði - Umsögn um matsspurningu
Skipulagsstofnun biður um umsögn Sveitarfélagsins um matsspurningu um aukna orkuvinnslu á Hellisheiði. Í viðhengi er umsagnarbeiðni og punktar fyrir umsögn sem
verkfæðistofan Vatnaskil vann fyrir sveitarfélagið. Vatnaskil unnu einnig skýrslu nýlega fyrir sveitarfélagið um nýtingu grunnvatnsauðlindarinnar í nágrenni Þorlákshafnar.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd vill í þessu sambandi benda á eftirfarandi:

Sveitarfélagið Ölfus fer með skipulagsvald á svæðinu og er leyfisveitandi þegar kemur að framkvæmda - og byggingarleyfum. Sveitarfélagið leggur áherslu á eftirfarandi atriði.

Aukinni massavinnslu fylgir óhjákvæmilega aukin niðurdæling affallsvatns. Niðurdælingarvatn hefur lægra hitastig og gæti leitt til aukinnar svæðisbundinnar kælingar jarðhitakerfisins. Mikilvægt er að haldið sé áfram að fylgjast náið með breytingum á jarðhitageyminum. Lagt er til að könnuð verði hvort aukin massavinnsla jarðhitavökva geti haft takmarkandi áhrif á nýtingarmöguleika annarra í Sveitarfélaginu.

Í matsskyldufyrirspurn kemur fram að niðurdæling hefur haft áhrif á skjálftavirkni og er sú staðhæfing byggð á mælingum. Fjallað er um að gert sé ráð fyrir að niðurdæling, vegna aukinnar massavinnslu, verði á nýju niðurdælingarsvæði við Lakahnúka og á norðanverðu Skarðsmýrarfjalli. Ekki er búist við aukinni skjálftavirkni þar sem lítið er af skjálftum á svæðunum fyrir. Lagt er til að skoðuð verði möguleg áhrif niðurdælingar og massavinnslu á skjálftavirkni á nýju svæðunum.

Greining á aðrennslissvæði fyrir núverandi og framtíðarvatnsból Sveitarfélagsins Ölfuss bendir til þess að fyrirhugað iðnaðarsvæði tengt Hellisheiðarvirkjun í gildandi aðalskipulagi skeri aðrennslissvæði rétt sunnan við Suðurlandsveg (Vatnaskil, 2018). Staðsetning fyrirhugaðs vatnsbóls er gefin upp í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2020. Fyrirhuguð er stóraukin nýting grunnvatns innan Sveitarfélagsins og er því mikilvægt að huga vel að áhrifum aukinnar vinnslu og niðurdælingar við Hellisheiðarvirkjun. Er því mikilvægt að vakta möguleg áhrif aukinnar niðurdælingar á nýjum svæðum, þ.e. hvort niðurdælingarvökvi nái upp fyrir þakberg og vakta þannig hugsanleg áhrif á grunnvatn í átt að Þorlákshöfn. Jafnframt þarf að skoða hver áhrif neyðarlosunar affallsvatns á yfirborði frá Hellisheiðarvirkjun geti haft á grunnvatn og vinnsluvatn við Þorlákshöfn. Mælt er með að skoðuð verði áhrif neyðarlosunar á grunnvatn og að grunnvatn verði vaktað samhliða aukinni niðurdælingu.

Að öðru leiti telur nefndin að vel sé gerð grein fyrir framkvæmdinni í skýrslunni.

Skipulagsnefnd gerir ekki frekar athugasemdir við matsspurninguna eins og hún er sett fram.
23. 2109031 - Bætt aðkoma og aðstaða í Skötubót
Komið hefur fram tillaga um bætta aðstöðu og aðkomu að skötubót sem sjá má í viðhengi. Skötubót er mikið notuð útivistarstaður, en því miður rennur þar óhreinsað skólp frá bænum til sjávar. Komið hefur fram tillaga um bætta aðkomu að svæðinu, austar en aðkoman er í dag og beina þannig þeim sem nýta svæðið til sjósunds austar en nú er en ríkjandi straumar eru líklegir til að tryggja að hreinn sjór sé á því svæði.
Afgreiðsla: Nefndin fagnar tillögunni og vísar henni til bæjarstjórnar og leggur til að tekið verði á hreinsun skólps frá bæjarfélaginu.
24. 2109038 - Hafnarberg 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jón Stefán Einarsson sækir um byggingarleyfi f/h Ölfus fyrir færanlega útistofu á lóðina Hafnarberg 23. samkv. teikningum frá Jees arkitekta dags. 11.06.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt.
Fundargerð
25. 2109004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 27
Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa lögð fram.
25.1. 2109018 - Umsókn um lóð - Víkursandur 10
Hjálmar Kristinn Helgason sækir um iðnaðarlóðina Víkursand 10
Afgreiðsla:Samþykkt
25.2. 2109013 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 8
Andri Már Mortensen Birgisson sækir um lóðina Þurárhraun 8
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Fjöldi gildra umsókna voru 2. Að loknum spiladrætti fær Kristján Þorvaldsson lóðina Þurárhraun 8 úthlutaða.
25.3. 2109028 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 8
Kristján Þorvaldsson sækir um lóðina Þurárhraun 8
Afgreiðsla: Samþykkt.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Fjöldi gildra umsókna voru 2. Að loknum spiladrætti fær Kristján Þorvaldsson lóðina Þurárhraun 8 úthlutaða.
25.4. 2109023 - Hnjúkamói 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Emil Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 6 íbúða 2 hæða fjölbýlishúsi samkv. teikningum dags. 20.06.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
25.5. 2109017 - Miðbakki 4 DRE - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Þ Jakobsson sækir um byggingarleyfi f/h Rarik fyrir spennistöð á lóðina Miðbakka 4 DRE. samkv. teikningum frá Bölta ehf. dags. 6.7.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
25.6. 2109022 - Hnjúkamói 14- Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Emil Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 6 íbúða 2 hæða fjölbýlishúsi samkv. teikningum dags. 20.06.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
25.7. 2109016 - Pálsbúð 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ingvar Bjarnason sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum dags. 27.07.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
25.8. 2109015 - Þurárhraun 33 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir einbýlishúsi, samkv. teikningum frá Pro-Ark teiknistofa. dags. 30.08.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
25.9. 2109014 - Þurárhraun 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir einbýlishúsi, samkv. teikningum frá Pro-Ark teiknistofa. dags. 30.08.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Mál til kynningar
26. 2109009 - Vatnsveita-nýting og stjórnun grunnvatnsauðlinda
Vatnaskil hafa unnið skýrslu um nýtingu og stjórnun grunnvatsnsauðlindarinnar í nágrenni Þorlákshafnar.
Afgreiðsla: Skýrslan lögð fram til kynningar
27. 2108059 - Erindi Golfklúbbs Þorlákshafnar um flutning (jarðsetningu) raflínu
Golfklúbbur Þorlákshafnar hefur farið þess á leit við Rarik að 11 KV raflína sem liggur yfir völlinn verði færð eðalögð í jörðu. Í viðhengi er erindi Klúbbsins til Rarik.
Afgreiðsla: Lagt fram. Skipulags og umhverfisnefnd lýsir yfir stuðningi við Golfklúbbinn í þessu máli.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?