Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 348

Haldinn í fjarfundi,
15.04.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2021.
Fyrir bæjarráði lá milliuppgjör fyrir tímabilið 01.01.2021 til 28.02.2021. Skatttekjur á tímabilinu námu 366 milljónum samanborið við 323 milljónir árið áður. Sé litið til málaflokka kemur í ljós að útgjöld vegna félagsþjónustu eru 59,7 milljónir samanborið við 47 milljónir árið á undan. Útgjöld vegna fræðslumála hækka úr 148 milljónum í 208 milljónir og útgjöld vegna æskulýðs og íþróttamála úr 34 milljónum í 51 milljón. Á umræddu tímabili fjölgaði íbúum úr 2.369 í 2.386.
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
2. 2103067 - Nýr lóðarleigusamningur Nesbraut 25
Nýr uppfærður lóðarleigusamningur lagður fram til samþykktar. Í samningnum er það nýmæli að gjald er tekið fyrir stækkun lóðar umfram almenn gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld greiðast samkvæmt gjaldskrá þegar framkvæmdir á lóðinni hefjast og þá eingöngu vegna þeirra mannvirkja sem byggð verða, eftir því sem framkvæmdum vindur fram.

Hin nýju gjöld greiðast þannig að við úthlutun greiðist stækkunargjald, sem tekur mið af fermetrastækkun. Fyrir hvern m2 sem lóðin er stækkuð um greiðast 1.000 kr. Stækkunargjald greiðist við undirritun þessa samkomulags. Að öðru leyti gilda almennar gjaldskrár, eftir því sem framkvæmdum framvindur.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3. 2103068 - SMS tilkynningarkerfi
Fyrir bæjarráði lá beiðni frá umhverfisstjóra um viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði vegna kaupa á sms tilkynningarkerfi. Um er að ræða kerfið Skjóða frá Loftmyndum þar sem hægt er að koma sms skilaboðum til íbúa svo sem um snjómokstur, almannavarnarupplýsingar og fl. Áætlaður kostnaður er tvískiptur. Annars vegar kostar kerfið frá Loftmyndum 380,000 án vsk sem er eingreiðsla auk 4,800 án vsk á mánuði á samningstímanum. Að auki þarf að gera samning vegna sms skilaboðanna og er líklegur kostnaður vegna þessa 10-12 þúsund á mánuði. Rukkað er sérstaklega fyrir hvert sms, ca. 6-7 kr/sms.


Bæjaráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
4. 2009042 - Stytting vinnutíma starfsmanna.
Vinnutímahópar skipaðir starfsfólki og stjórnendum á öllum starfsstöðum Sveitarfélagsins Ölfuss hafa nú unnið að styttingu vinnuvikunnar og hafa breytingar verið innleiddar á flestum vinnustöðum. Tillaga að breyttri vinnutilhögun átti eins og þekkt er ekki að fela í sér aukinn kostnað eða skerðingu á þjónustu. Vinna vegna styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki hefur farið fram undanfarna mánuði. Ljóst er að um aukinn kostnað er að ræða vegna þessa, a.m.k. hjá hluta stofnana sveitarfélagsins.

Fyrir liggur að til að uppfylla kröfur um styttingu vinnuvikunnar skv.kjarasamningum í Íþróttamiðstöðinni þarf að bæta við a.m.k. 1 stöðugildi. Kostnaður vegna styttingarinnar nemur um 10-12 milljónum.

Bæjarráð samþykkir að styttingu vinnuvikunnar verði mætt með ráðningu í allt að einu stöðugildi og felur starfsmönnum að vinna viðauka um þann kostnað sem af þessu verður.
5. 2103069 - Beiðni um styrk vegna umönnunar í dýraverndunarskyni
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Dýraverndunarfélaginu Villikettir með beiðni um styrk fyrir kostnaði vegna umönnunar villikatta í dýraverndunarskyni. Óskað er eftir 20.000 kr. styrk til að mæta kostnaði við umönnun þeirra tveggja katta sem sinnt var á seinasta ári.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
6. 2103096 - Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili.
Fyrir bæjarráði lá minnisblað, dags. 24. mars 2021, með mati á stöðu verkefna í viðspyrnuáætlun sambandsins frá mars 2020 með aðgerðarpakka fyrir sveitarfélög og sambandið til viðspyrnu gegn samdrætti í þjóðarbúskapnum, jafnframt lá fyrir afgreiðsla stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð þakkar fyrir framkomnar upplýsingar og tekur undir með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um að vel hafi tekist til við að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem eru í aðgerðaáætluninni.
7. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
602.mál - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga.
622.mál - Umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir.
645.mál - Umsögn um frumvarp til laga um lýðheilsustefnu til ársins 2030.

Lagt fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?