Álfaheimar - Ísferð og grill- og hjóladagur 2019

Í vetur höfum við á Álfaheimum verið dugleg að safna dósum í göngutúrunum sem við höfum farið í. Miðvikudaginn 5.júní fórum við svo í gönguferð út í búð þar sem við keyptum ís fyrir peninginn sem við fengum fyrir dósirnar. Ísinn var svo borðaður úti í móa við hliðiná búðinni í blíðskaparveðri.

Fimmtudaginn 6.júní var grill- og hjóladagur í leikskólanum og þá komu börnin á hjólum og með hjálm í leikskólann. Bílastæðinu fyrir framan leikskólann var lokað um stund á meðan börnin fengu að fara á hjólin sín og hjóla á bílastæðinu. 
Tveir lögregluþjónar komu og kíktu á okkur og fóru yfir hjólin með börnunum. Athugað var t.d. hvort það væri bjalla og endurskin á hjólunum og fengu börnin svo límmiða á hjólin sín.
Í hádeginu var svo boðið upp á pylsur með öllu og snæddum við matinn úti því veðrið var svo gott.