- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Grunnskólinn í Þorlákshöfn hlaut á dögunum veglegan styrk frá Forriturum framtíðarinnar til þess að mennta kennara í forritunarkennslu og eins fær skólinn 15 borðtölvur til afnota á meðan á verkefninu stendur. Aðilar hjá Skema frá Háskólanum í Reykjavík sinna því að kenna kennurunum. Gerður var samningur til tveggja ára við Forritara framtíðarinnar um að forritun færi í skólanámskrá skólans. Auglýst var eftir kennurum úr starfsmannahópnum sem hafa sérstakan áhuga á því að læra forritun og kenna nemendum skólans. Ánægjulegt er að segja frá því að nú þegar er kominn átta manna öflugur starfshópur kennara sem fer á námskeið í grunnþjálfun í forritun og Ipad og forritun á vordögum. Þessir kennarar munu svo kenna forritun næsta haust í öllum árgöngum. Í dag er verið að kenna forritun í upplýsingatæknitímum í 5. og 6. bekk og sem valfag í 8. – 10. bekk.