Þjónusta fyrir fatlaða einstaklinga

Málefni fatlaðs fólks

  • Þjónusta við fullorðna með fötlun
  • Atvinnu- og búsetumál fatlaðra
  • Þjónusta við börn með fötlun og fjölskyldur þeirra
  • Félagsleg liðveisla
  • Félagsleg ráðgjöf 
  • Akstursþjónusta

Umsókn um þjónustu.
Þjónusta við fólk með fötlun 18 ára og eldri     

Búsetuúrræði

  • Búsetuúrræði fyrir einstaklinga með þjónustuþörf.
  • Sjálfstæð búseta þar sem einstaklingar búa einir eða með öðrum í eigin/leiguhúsnæði en fá þjónustu í formi heimaþjónustu, liðveislu, heimahjúkrunar og frekari liðveislu.
  • Þjónustuíbúðir.

Ferðaþjónusta fatlaðra

Skv. 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga skal fatlað fólk eiga kost á akstursþjónustu sem miðar að því að það geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs gegn viðráðanlegu gjaldi.  Markmið akstursþjónustunnar er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda fatlaðra.  Sveitarfélög setja reglur um rekstur ferðaþjónstu fatlaðra.  

Sækja þarf um akstur á sérstökum eyðublöðum sem hægt er að finna á heimasíðunni undir eyðublöð

Liðveisla

Er veitt fötluðum einstaklingum 6 ára og eldri.  Með liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs.

Umsóknum skal skila til ráðgjafa í fötlunarmálum.

Umsókn um liðveislu má finna hér

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?