Þjónusta fyrir aldraða

Yfirlitsmynd ÞorlákshöfnÞjónusta fyrir aldraða

Í Sveitarfélaginu Ölfusi er veitt fjölbreytt stuðningsþjónusta fyrir aldraða, bæði inni á heimilum og utan þeirra. Markmið stuðningsþjónustunnar er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar og gera þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Þjónustan miðar að því að fólk geti búið í sjálfstæðri búsetu sem lengst.  Reglur um stuðningsþjónustu hjá Sveitarfélaginu Ölfusi

Stuðningsþjónustan er veitt frá íbúðakjarna að Egilsbraut 9, íbúðum aldraðra. Í boði er aðstoð við heimilisþrif, félagslegur stuðningur og hvatning í formi innlits, innlit um kvöld og helgar og aðstoð við innkaup. Þar er rekið mötuneyti og hægt er að fá heimsendan mat.

Mötuneytið, Egilsbraut 9, er opið í hádeginu alla virka daga og um helgar frá kl. 11:15 – 13:00. Lokað er á stórhátíðardögum.
Við viljum leggja okkar að mörkum til draga úr matarsóun og óskum eftir að þjónustuþegar skrái sig fyrirfram ef óskað er eftir að koma í mat eða að þiggja matarbakka eða aðra aðstoð. Í dagdvöl er boðið uppá kaffi og meðlæti alla virka daga. Einnig er boðið uppá kaffi og meðlæti þegar eru sérstakir viðburðir t.d. á tónleikum o.fl. Þjónustuþegum er boðin aðstoð við innkaup ef óskað er vegna lokunardaga. Einnig er hægt að panta matarbakka (frá mötuneyti eða SS 1944) fyrir þá þjónustuþega sem þess óska.

Dagdvöl fyrir aldraða er rekin á Egilsbraut 9. Dagdvölin er stuðningsúrræði fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa aðstoð og aðhlynningu yfir daginn. Markmið dagdvalar stuðlar að því að þeir sem þangað koma geti búið lengur heima og jafnframt að rjúfa félagslega einangrun. Þjónustan er einstaklingsmiðuð og tekur tillit til þarfa hvers og eins. Dagdvölin er opin frá kl. 08:30-15:00 alla virka daga.

Eldri borgurum, 60+ og öryrkjum sveitarfélagsins er boðið uppá heilsueflingu í formi líkamsþjálfunar þar sem markmiðið er að virkja og hvetja fólk til að byggja upp og bæta líkamlega og andlega heilsu sína. Nánari upplýsingar veitir Hjörtur S. Ragnarsson sjúkraþjálfari, hjortur@faerni.is 

Félagsstarf aldraðra fer að miklu leyti fram á Egilsbraut 9. Félagsstarfið er skipulagt af Félagi eldri borgara í Ölfusi í samvinnu við forstöðumann. 

Fótaaðgerðarfræðingur kemur aðra hvora viku á Egilsbraut 9 og getur fólk bókað tíma.

Upplýsingar um þjónustu fyrir aldraða má nálgast í síma 483 3614 eða í tölvupósti á netfangið kolbrun@olfus.is 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?