Nemendur í dreifbýli Ölfuss

Upplýsingar fyrir nemendur í dreifbýli Ölfuss

Nemendur sem búa í dreifbýli nálægt Hveragerði sækja skóla þangað.  
Sveitarfélagið Ölfus á 9% eignarhald í leikskólum í Hveragerði og 14% eignarhald í grunnskólum.
Í Hveragerði eru starfræktir tveir leikskólar, Undraland og Óskaland og einn grunnskóli, Grunnskólinn í Hveragerði. Skólastarf hefur verið blómlegt og sífellt er leitað nýrra leiða til að koma til móts við auknar kröfur samfélagsins. Áhersla hefur verið lögð á að efla samskipti milli skólanna þriggja, þannig að skólahald myndi eina samfellda heild, allt frá barni til unglings. Þessi tilhögun er liður í því að veita barninu þann stuðning sem líklegur er til að efla sjálfsöryggi og námsárangur.
Sjá upplýsingar um leik-  og  grunnskólann í Hveragerði.

Börn sem búa í Árbæjarhverfinu sækja skóla á Selfossi.
Sveitarfélagið Ölfus er með samstarfssamning við bæði leikskóla og grunnskóla á Selfossi.
Sjá upplýsingar um leik- og grunnskóla á Selfossi. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?