Skipulag í kynningu

 

Eftirtalin skipulagsmál eru til kynningar hjá Sveitarfélaginu Ölfusi. 
Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin. Ábendingum og athugasemdum skal skila til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið skipulag@olfus.is. Þeir sem skila ekki inn athugasemdum við skipulög í kynningu teljast samþykkir því.

 

06.11.2023

Breyting á deiliskipulaginu Hjarðarból lóðir 1 og 2

Bætt er við lóð fyrir dæluhús við borholu settir byggingarskilmálar fyrir það. Einnig er skipulagsmörkum breytt lítillega svo lóðin verði innan skipulagssvæðisins.

Skipulagið er fyrir lóðir sem skráðar eru sem Hjarðarból lóðir eitt og tvö en á Skipulagsvefsjá er það kallað "Hjarðarból svæði 3 og 4"

Hjarðarból lóðir 1 og 2 - Deiliskipulagsbreyting

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðar deiliskipulagsgerðar fyrir Thor landeldi við Keflavík

Áform er um uppbyggingu á fiskeldisstöð fyrir lax, bleikju eða regnbogasilung. Í lýsingunni koma fram hvaða áherslur verða við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur í skipulagsferlinu, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Thor landeldi - Skipulagslýsing

 

Skipulagslýsing fyrir tvö ný deiliskipulög á lóðunum Laxabraut 15-27

Áform er um uppbyggingu á fiskeldisstöð fyrir lax, EFLA leggur fram skipulagslýsingu fyrir framtíðaruppbyggingu á lóðum First Water sem áður hét Landeldi að Laxabraut 15-27. Í gildi er deiliskipulag fyrir Laxabraut 21-25 sem verður fellt úr gildi þegar nýtt deiliskipulag sem lýsingin fjallar um tekur gildi.

First Water Laxabraut 15-27- Skipulagslýsing

 

31.10.2023

Deiliskipulag íbúðar- og frístundalóða ofan vegar í Riftúni

Skilgreint er frístundasvæði með 9 frístundalóðum á reit sem er í landinu Riftún og er í aðalskipulagi skilgreindur sem reitur F7. Einnig er skilgreindar lóðir og byggingarreitir fyrir 3 ný íbúðarhús í samræmi við heimildir aðalskipulags um uppbygginga á landbúnaðarlandi. Þar sem tvö íbúðar hús eru fyrir á svæðinu verða þar 5 íbúðarhús auk þeirra 9 frístundalóða sem skipulagið heimilar.

Deiliskipulag Riftún ofan vegar

 

25.10.2023

Deiliskipulagstilaga í landi Eimu i Selvogi

Tillagan markar lóðir fyrir tvö íbúðarhús og þrjú frístundahús í samræmi við heimildir aðalskipulags fyrir landbúnaðarsvæði. Skipulagshöfundurinn hefur leitast við að húsin verði "stakstæð" sem er í samræmi við byggðarmynstrið í Selvogi.

Eima í Selvogi - Deiliskipulagstillaga

 

Deiliskipulagstillaga fyrir lóðina Hafnarsandur 2 - spennistöð

Skipulagið fjallar um fyrir spennistöðvarlóðina Hafnarsandur 2 sem er rétt vestan við Þorlákshöfn. Á lóðinni stendur spennistöð í dag og er skilgreindur byggingarreitur og settir skilmálar fyrir viðbyggingu vegna aukinna flutning á raforku sem fyrirhuguð er til fiskeldistöðva First Water og Geo Salmo. Aðalskipulagsbreyting vegna jarðstrengja frá spennistöðinni að stöðvunum er í auglýsingaferli um þessar mundir.

Hafnarsandur 2 deiliskipulagstillaga

 

 

Breyting 18 á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar

Gerð er óveruleg breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Tilgangur breytingarinnar er að taka af öll tvímæli um heimildir Carbfix til að dæla koltvísýringi og brennisteinsvetni í jörðu. Þessi niðurdæling breytir efnunum í stein en þetta er ferli sem er nú þegar í gangi í berginu en segja má að niðurdælingin flýti því. Myndast bergtegundin silfurberg við þess aðgerð. Eingöngu er um staðbundið koldíoxíð að ræða.

Deiliskipulagsbreyting Hellisheiðarvirkjun

 

18.07.2023

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarráði Ölfuss þann 20. júlí, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar hafa verði samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Deiliskipulagsbreyting fyrir Háagljúfur í Ölfusi

Um er að ræða tillögu um deiliskipulag sem markar þrjár lóðir, þar af eina fyrir skemmu og tvær fyrir íbúðarhús og gestahús í samræmi við heimildir aðalskipulags. Lóðirnar verða stofnaðar úr landi Gljúfurárholts, landnúmer L171707 sem landbúnaðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi.

Háagljúfur deiliskipulagstillaga

 

DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis vegna landfyllingar

Lögð er til breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis þar sem mörkuð er tæplega eins hektara landfylling við milli nýju Suðurvararbryggju og útsýnispalls við Nesbraut. Lengd fyllingarinnar er um 145 metrar og breidd um 60 metrar. Efnið sem fyllingin er gerð úr kemur úr kemur úr "uppúrtekt" við nýju Suðurvararbryggju.

Hafnarsvæði - breyting á deiliskipulagi vegna landfyllingar

 

Breyting á deiliskipulagi Bakkahlíðar í Ölfusi

Gerð er tillaga um breytingu á deiliskipulagi fyrir landið Bakkahlíð sem er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi. Skilgreind er lóð fyrir frístundahús, settir skilmálar fyrir uppbyggingu og markaður byggingarreitur á henni í samræmi viðheimildir aðalskipulags.

Bakkahlíð deiliskipulagsuppdráttur

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 18. og 19. júlí 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 19. júlí 2023.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

18.07.2023

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar í bæjarstjórn Ölfuss þann 27. apríl, í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr.123/2010.

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Þóroddsstaði 2 - lóð d.

Tillagan gerir ráð fyrir að lóðinni verði skipt í tvo hluta, markaður byggingarreitur fyrir íbúðarhús og bílskúr á annarri en 9 ferðaþjónustuhús á hinni. Heimilt verður að byggja allt að 1450 fermetra af byggingum á báðum lóðunum. Þetta er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2020-2036.

Þóroddsstaðir 2 lóð D - deiliskipulagstillaga

 

Breyting á deiliskipulagi lóðanna Gljúfurárholt 13 og 14

Gerð er tillaga um breytingu á deiliskipulagi lóðanna Gljúfurárholt 13 og Gljúfurárholt 14 sem nú heita Gljúfurholt og  Bjarg. Uppbyggingarheimildir eru auknar í samræmi við það sem aðalskipulag Ölfuss heimilar.

Gljúfurárholt land 13 og 14 - deiliskipulagsbreyting

 

Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar Spóavegur 12a

Tillagan gerir ráð fyrir að byggja megi íbúðarhús, gestahús og bílskúr á lóðinni í samræmi við heimildir aðalskipulags Ölfuss 2020-2036.

Spóavegur 12a - deiliskipulagstillaga

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 20. júlí til 24. ágúst 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 24. ágúst 2023.

 

Eftirtaldar skipulagslýsingar voru samþykktar til auglýsingar í bæjarstjórn Ölfuss þann 29. júní, í samræmi við 1. og 2. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr.123/2010.

 

Skipulagslýsing vegna hótels og tengdrar starfsemi í Hafnarvík v. Leirur í Þorlákshöfn

Lýsingin fjallar um hótel og tengda starfsemi nærri golfvelli Þorlákshafnar. Hugmyndin er að byggja hótel á svæðinu auk minni gistihúsa í samræmi við heimildir í aðalskipulagi Ölfuss.

Skipulagslýsing vegna hótels í Hafnarvík

 

Skipulagslýsing vegna nýrra jarðstrengja að fiskeldi vestan Þorlákshafnar

Lýsingu fjallar um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi. Hugmyndin er að breyta bæði þéttbýlis- og dreifbýlisuppdrætti þannig að þeir sýni jarðstrengi frá tengistöð norðan Suðurstrandarvegar að lóðum fiskeldisfyrirtækjanna Landeldis og Geo Salmo.

Skipulagslýsing vegna jarðstrengja vestan Þorlákshafnar

 

Skipulagslýsing vegna aðal- og deiliskipulags Ölfusvirkjunar við Fjallið eina

Lýsingu fjallar um fyrirhugaða jarðvarmavirkjun við Fjallið eina í Ölfusafrétti en rannsóknir benda til þess að þar sé að finna nægan jarðhita.

Skipulagslýsing vegna Ölfusvirkjunar

 

Lýsingarnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 20. júlí til 3. ágúst 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 3. ágúst 2023.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

10.07.2023

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar í bæjarstjórn Ölfuss þann 29. júní, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar og 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

Breyting á deiliskipulaginu Gljúfurárholt land 10 - Staður

Breytingin er fyrirhuguð á deiliskipulagi fyrir Stað í Ölfusi, sem áður hét Gljúfurárholt land 10. Heimildir til uppbyggingar á landinu eru aðlagaðar breytingum í nýju aðalskipulagi. Hætt var við lóð fyrir samfélagsþjónustu sem gert var ráð fyrir í eldra skipulagi en í stað hennar settur reitur fyrir verslun og þjónustu. Hugmyndin er að byggja upp gistiaðstöðu í smáhýsum á reit, nyrst í landinu. Að auki eru heimildir til uppbyggingar á öðrum hlutum landsins skilgreindar nánar í samræmi við nýtt aðalskipulag.

Staður deiliskipulagsuppdráttur

 

Breyting á deiliskipulaginu Hjarðarból lóð 1

Lögð er fram breyting á deiliskipulaginu Hjarðarból lóð 1, þar sem byggingarheimildir á þremur af lóðunum sem skipulagið markar er breytt til samræmis við heimildir í nýju aðalskipulagi. Einnig er hámarks mænishæð aukin lítillega á lóðunum þremur, eða úr 6m í 6,6m.

Hjarðarból lóð 1 deiliskipulagsuppdráttur

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 13. júlí til 17. ágúst 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 17. ágúst 2023.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

22.06.2023

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 29. júní, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar hafa verði samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Aðal – og deiliskipulagsbreyting fyrir Móa miðbær í Þorlákshöfn - M1

Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulaginu "Deiliskipulag Móa - Miðbæjarkjarni Þorlákshöfn" á reit sem kallaður er M1 í aðalskipulagi.
Aðalskipulagsbreytingin snýst um að íbúðum í reitnum, M1 er fjölgað úr 80 í 200.
Deiliskipulagsbreytingin markar miðbæjartorg á reitnum, umkringt húsum sem hýsa ýmsa miðbæjarstarfsemi þar á meðal hótel. Íbúðir verða einnig á efri hæðum húsa sem geta orðið allt að 5 hæðir.

Miðbær aðalskipulagsbreyting

Miðbær deiliskipulagsuppdráttur

Miðbær deiliskipulagsgreinargerð

 

Breyting á deiliskipulaginu Gljúfurárholt land 10 - Staður

Breytingin er fyrirhuguð á deiliskipulagi fyrir Stað í Ölfusi, sem áður hét Gljúfurárholt land 10. Heimildir til uppbyggingar á landinu eru aðlagaðar breytingum í nýju aðalskipulagi. Hætt var við lóð fyrir samfélagsþjónustu sem gert var ráð fyrir í eldra skipulagi en í stað hennar settur reitur fyrir verslun og þjónustu. Hugmyndin er að byggja upp gistiaðstöðu í smáhýsum á reitnum, nyrst í landinu. Að auki eru heimildir til uppbyggingar á öðrum hlutum landsins skilgreindar nánar í samræmi við nýtt aðalskipulag.

Staður deiliskipulagsuppdráttur

 

Breyting á deiliskipulaginu Hjarðarból lóð 1

Lögð er fram breyting á deiliskipulaginu Hjarðarból lóð 1, þar sem byggingarheimildum á þremur af lóðunum sem skipulagið markar er breytt til samræmis við heimildir í nýju aðalskipulagi. Einnig er hámarks mænishæð aukin lítillega á lóðunum þremur, eða úr 6m í 6,6m.

Hjarðarból lóð 1 deiliskipulagsuppdráttur

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 22. til 28. júní 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 28. júní 2023.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

12.05.2023

Skipulagstillaga verður til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 25. maí, í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar

Deiliskipulagstillaga fyrir nýtt hverfi vestan byggðar og norðan Selvogsbrautar í Þorlákshöfn. Tillaga gerir ráð fyrir nýjum íbúðarlóðum fyrir rað-, par-, og einbýlishús á reitum sem merktir eru ÍB10 og ÍB11 í aðalskipulagi.

 

Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar – tillaga að deiliskipulagsuppdrætti

Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar – tillaga að deiliskipulagsgreinargerð

 

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 12. til 24. maí 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 24. maí 2023.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

24.04.2023

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 27. apríl 2023, í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar hafa verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Þóroddsstaði 2 - lóð d.

Tillagan gerir ráð fyrir að lóðinni verði skipt í tvo hluta, markaður byggingarreitur fyrir íbúðarhús og bílskúr á annarri en 9 ferðaþjónustuhús á hinni. Heimilt verður að byggja allt að 1450 fermetra af byggingum á báðum lóðunum. Þetta er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2020-2036.

Þóroddsstaðir 2 lóð D - deiliskipulagstillaga

 

Breyting á deiliskipulagi lóðanna Gljúfurárholt 13 og 14

Gerð er tillaga um breytingu á deiliskipulagi lóðanna Gljúfurárholt 13 og Gljúfurárholt 14 sem nú heita Gljúfurholt og Bjarg. Uppbyggingarheimildir eru auknar í samræmi við það sem aðalskipulag Ölfuss heimilar.

Gljúfurárholt land 13 og 14 - deiliskipulagsbreyting

 

Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar Spóavegur 12a

Tillagan gerir ráð fyrir að byggja megi íbúðarhús, gestahús og bílskúr á lóðinni í samræmi við heimildir aðalskipulags Ölfuss 2020-2036.

Spóavegur 12a - deiliskipulagstillaga

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 24. til 26. apríl 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 26. apríl 2023.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

11.04.2023

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti þann 30. mars 2023 eftirtaldar skipulagslýsingar til auglýsingar í samræmi við 30. og 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar fyrir byggð vestan Þorlákshafnar, norðan Selvogsbrautar

Fyrirhugað er að deiliskipuleggja reiti sem heita ÍB10 og ÍB11 í aðalskipulagi og skilgreina byggingarreiti og setja skilmála fyrir uppbyggingu íbúðabyggðar á svæðinu. Í lýsingunni kemur fram hvaða áherslur verða við deiliskipulagsgerðina og fram koma upplýsingar um forsendur og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar - skipulagslýsing

 

Skipulagslýsing á breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagsgerð vegna efnistökusvæðis við Litla-Sandfell

Gert er ráð fyrir að stækka námavinnslusvæðið í Litla-Sandfelli úr 24,2 ha í um 40 ha. Í lýsingunni kemur fram hvaða áherslur verða við deiliskipulagsgerðina og fram koma upplýsingar um forsendur og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum

Litla Sandfell - skipulagslýsing

 

Lýsingarnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 12. apríl til 3. maí 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is eða með bréfpósti á Skipulagsfulltrúi, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn fyrir lok vinnudags þann 3. maí 2023.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

11.04.2023

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti þann 30. mars 2023, eftirtaldar skipulagstillögur til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010

 

Deiliskipulagstillaga vegna fjögurra sumarhúsalóða í landi Kirkjuferjuhjáleigu

Tillagan markar fjórar 0,5 ha frístundalóðir í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2020-2036 og setur skilmála fyrir uppbyggingu á þeim.

Kirkjuferjuhjáleiga - deiliskipulagstillaga

 

Breyting á deiliskipulagi lóðarinnar Gljúfurárholt land 8

Breytingin er í samræmi við uppbyggingarheimildir á landbúnaðarlandi í nýju aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036. Byggingarheimildir á lóðunum aukast, útlínum einnar lóðar er breytt lítillega og heimilt er að gera íbúðarhús í stað frístundahúss á henni.

Gljúfurárholt land 8 - deiliskipulagsbreyting

 

Deiliskipulag lóðarinnar Suða í Selvogi

Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði gestahús og að heimilt verði að byggja nýtt sumarhús á lóðinni allt að 150 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,03. Tillagan hefur verið verið auglýst áður.

Suða í Selvogi - deiliskipulagstillaga

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 12. apríl til 24. maí 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is eða með bréfpósti á Skipulagsfulltrúi, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn fyrir lok vinnudags þann 24. maí 2023.

 

28.03.2023

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 30. mars, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar hafa verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

Breyting á deiliskipulagi lóðarinnar Gljúfurárholt land 8

Breytingin er í samræmi við uppbyggingarheimildir á landbúnaðarlandi í nýju aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036. Byggingarheimildir á lóðunum aukast og útlínur einnar lóðar er breytt lítillega og heimilt að gera íbúðarhús í stað frístundahúss á henni.

Gljúfurárholt land 8 - deiliskipulagsbreyting

Deiliskipulag lóðarinnar Suða í Selvogi

Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði gestahús og heimilt verði að byggja nýtt sumarhús á lóðinni allt að 150 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,03. Tillagan hefur verið verið auglýst áður.

Suða í Selvogi - deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagstillaga vegna fjögurra sumarhúsalóða í landi Kirkjuferjuhjáleigu

Tillagan markar fjórar 0,5 ha frístundalóðir í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2020-2036 og setur skilmála fyrir uppbygging á þeim.

Kirkjuferjuhjáleiga - deiliskipulagstillaga

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 27. til 29. mars 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 29. mars 2023.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

27.03.2023

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 23.02.2023 skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag í Meitlum í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Orka Náttúrunnar fyrirhugar að deiliskipuleggja svæðið vegna tilraunaborhola. Rannsóknin er liður í að afla orku til húshitunar miðað við spár um mannfjöldaþróun og viðhalda rafmagnsframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar.

Meitlar skipulags- og matslýsing

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 28. mars til 13. apríl 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, fyrir lok vinnudags þann 13. apríl.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

01.02.2023

Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóðina Lindarbæ landnúmer 171766

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 26. janúar deiliskipulagstillögu fyrir lóðina Lindarbær, landnúmer 171766 til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið auglýst áður en er nú auglýst aftur þar sem hún nýtir heimildir nýs aðalskipulags til uppbyggingar.

Tillagan markar og setur skilmála fyrir viðbyggingu við núverandi íbúðarhús, stakstæðan eða sambyggðan bílskúr og skilgreinir lóð umhverfis húsið/húsin.

Lindarbær 171766 deiliskipulagstillaga

 

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, dagana 9. febrúar til 23. mars 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 23. mars 2023 eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa, bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

31.01.2023

Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð við Skæruliðaskálann í Ólafsskarði

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 26. janúar deiliskipulagstillögu fyrir lóð við Skæruliðaskálann í Ólafsskarði til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið auglýst áður en er nú auglýst aftur þar sem ekki gafst tími til að ganga frá henni áður en ár var liðið frá lokum athugasemdafrests.

Tillagan markar og setur skilmála fyrir nýja lóð svo unnt verði að skilgreina og stofna hana umhverfis skálann sem kallaður hefur verið Skæruliðaskálinn. Skálinn á sér sögu frá því þegar skíðamennska var ennþá stunduð í Jósepsdal á árunum áður en skæruliðarnir voru hópur skíðaáhugamanna í Skíðadeild Ármanns sem byggðu skálann fyrir ofan eina skíðabrekkuna í dalnum.

Skæruliðaskálinn deiliskipulagstillaga

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, dagana 2. febrúar til 16. mars 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 16. mars 2023 eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa, bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

 

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðal- og deiliskipulagi

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 26. janúar skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðal- og deiliskipulagi Móa, miðbæjar í Þorlákshöfn. Aðalskipulagi er breytt þannig að fleiri íbúðir verði heimilaðar á svæðinu og deiliskipulagsbreytingin breytir byggingarreitum þannig að torg myndist miðsvæðis, sem hinar ýmsu byggingar sem hýsa miðbæjarstarfsemi, hótel og íbúðir munu standa við.

Mói miðbæjarsvæði - skipulagslýsing

Lýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, dagana 2. febrúar til 23. febrúar 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 23. febrúar 2023, eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa, bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

 

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 26. janúar óverulega breytingu á aðalskipulagi Ölfuss 2020 - 2036 í samræmi við 2. málsgr. 36 greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Við lokauppsetningu aðalskipulags fór rangur kafli inn í greinargerð skipulagsins. Kafli 4.1.3 sem fjallar um heimildir til uppbyggingar á landbúnaðarlandi féll út en almennu skilmálarnir fyrir frístundabyggð úr kafla 4.1.2 voru endurteknir í stað þeirra skilmála sem bæjarstjórn hafði samþykkt þegar tillagan var auglýst. Þetta er lagfært með þeirri breytingu sem nú er gerð og réttur kafli 4.1.3 settur inn í skipulagsgreinargerðina.

Tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

23.01.2023

Eftirtalin skipulagstillaga verður til forkynningar á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 26. janúar, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð Skæruliðaskálans í Ólafsskarði

 

Tillagan hefur verð auglýst áður en er nú auglýst aftur, þar sem ekki náðist að ganga frá henni áður en ár var liðið frá lokum athugasemdafrests.

Tillagan markar og setur skilmála fyrir nýja lóð svo unnt verði að skilgreina og stofna hana umhverfis skálann. Skálinn á sér sögu frá því þegar skíðamennska var ennþá stunduð í Jósepsdal á árum áður en skæruliðarnir voru hópur skíðaáhugamanna í Skíðadeild Ármanns sem byggðu skálann fyrir ofan eina skíðabrekkuna í dalnum.

Skæruliðaskálinn deiliskipulagstillaga

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 23. til 25. janúar 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 25. janúar 2023.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

19.12.2022

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi sínum þann 15. desember sl. eftirtalda skipulagstillögu til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt 13 og 14

Breytingin heimilar aukna útbyggingu, í samræmi við ákvæði nýs aðalskipulags. Stærð byggingar á reit fyrir íbúðarhús var að hámarki 400 fermetrar en verður allt að 800 fermetrar. Einnig er hámarks stærð frístundahúss aukin úr 150 fermetrum í 200 fermetra og hámarksstærð bygginga til landbúnaðarnota aukin úr 800 fermetrum í 1200 fermetra.

Gljúfurárholt 13 og 14, breyting á deiliskipulagi

 

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, dagana 21. desember 2022 til 2. febrúar 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is eða með bréfpósti á bæjarskrifstofurnar Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, fyrir lok vinnudags þann 2. febrúar 2023.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

07.12.2022

Eftirtalin skipulagstillaga verður til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 15. desember, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt 13 og 14

Breytingin heimilar aukna útbyggingu, í samræmi við ákvæði nýs aðalskipulags. Stærð byggingar á reit fyrir íbúðarhús var að hámarki allt að 400 fermetrar en verður allt að 800 fermetrar. Einnig er hámarks stærð frístundahúss aukin úr 150 fermetrum í 200 fermetra og hámarksstærð bygginga til landbúnaðarnota aukin úr 800 fermetrum í 1200 fermetra.

Gljúfurárholt 13 og 14, breyting á deiliskipulagi

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 7. til 14. desember 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 14. desember 2022.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

2.12.2022

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 24. nóvember eftirtalda skipulagstillögu til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

 

Deiliskipulagstillaga fyrir fiskeldisstöð Geo Salmo vestan Þorlákshafnar

VSÓ ráðgjöf hefur unnið deiliskipulagtillögu fyrir fiskeldisstöð Geo Salmo í Básum vestan Þorlákshafnar. Skilgreindur er byggingarreitur fyrir mannvirki og sýnd staðsetning útrásar og borhola og settir skilmálar fyrir uppbyggingu lóðarinnar.

 

Fiskeldisstöð Geo Salmo greinargerð deiliskipulags tillaga

Fiskeldisstöð Geo Salmo deiliskipulaguppdráttur tillaga

 

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, dagana 2. desember 2022 til 16. janúar 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 16. janúar 2023 eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa, bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

29.11.2022

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 24. nóvember eftirtaldar skipulagstillögur til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillögurnar eru:

Deiliskipulagstillaga fyrir Bakka 2 í Ölfusi

Tillagan skilgreinir lóð sem er hluti af landinu Bakka 2 vegna fyrirhugaðra landskipta í samræmi við fyrri samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar. Nýja lóðin fær nafnið Bæjarbrún.

Bakki 2 deiliskipulagstillaga

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Þórustaðanámu í Ölfusi

Deiliskipulagstillagan er í samræmi við nýsamþykkt aðalskipulag sveitarfélagsins og skipulagslýsingu sem var samþykkt til auglýsingar í mars á síðasta ári. Deiliskipulagið skilgreinir hámarksefnistökumagn, stækkun efnistökusvæðis og iðnaðarsvæði við námuna.

Þórustaðanáma greinargerð deiliskipulags tillaga

Þórustaðanáma deiliskipulaguppdráttur tillaga

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, dagana 30. nóvember 2022 til 12. janúar 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 12. janúar 2023 eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa, bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

 

Eftirtalin skipulags- og matslýsing var samþykkt til kynningar í bæjarstjórn Ölfuss þann 24. nóvember, í samræmi við 1. málsgrein 30. greinar og 1. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulags- og matslýsing fyrir aðal og deiliskipulagsbreytingu vegna Núpanámu

Umfangi skipulagssvæðisins er breytt og efnismagn aukið. Til stendur að nýta efni úr námunni við næsta áfanga Suðurlandsvegar framhjá Hveragerði.
Í gildi er deiliskipulag fyrir námuna sem einnig stendur til að breyta til samræmis við þá aðalskipulagsbreytingu sem fyrirhuguð er.

Núpanáma skipulags- og matslýsing

 

Lýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, dagana 30. nóvember til 14. desember 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 14. desember 2022 eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa, bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

21.11.2022

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 24. nóvember, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

 

Deiliskipulagstillaga fyrir fiskeldisstöð Geo Salmo í Básum vestan við Keflavík

Tillagan skilgreinir byggingarreit fyrir mannvirki, sýnir mögulega staðsetningu útrásar og borhola og settir skilmálar fyrir uppbyggingu lóðarinnar.

Gert er ráð fyrir að fullbyggð mun stöðin framleiða allt að 24.000 tonn af fiski á ári. Á lóðinni verður eldisstöð, fiskvinnsla, auk bygginga sem tengjast framleiðslunni og nýtingu úrgangs svo sem gróðurhús sem nýtir eldisvökva og uppleyst næringarefni í samræmi við markmið um hringrásarhagkerfi.

Geo Salmo - deiliskipulagsuppdráttur

Geo Salmo - greinargerð

 

Deiliskipulagstillaga fyrir land Bakka 2 í Ölfusi

Tillagan skilgreinir lóð sem er hluti af landinu Bakka 2 vegna fyrirhugaðra landskipta í samræmi við fyrri samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar. Nýja lóðin fær nafnið Bæjarbrún.

Bakki 2 deiliskipulagstillaga

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Þórustaðanámu í Ölfusi

Deiliskipulagstillagan er í samræmi við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins og skipulagslýsingu sem var samþykkt til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd í mars á síðasta ári. Vinnsla nýs aðalskipulags er á lokametrunum en tillagan tekur ekki gildi fyrr en það hefur verið staðfest.

 

Þórustaðanáma greinargerð deiliskipulags tillaga

Þórustaðanáma deiliskipulaguppdráttur tillaga

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 21. til 23. nóvember 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 22. nóvember 2022.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

01.11.2022

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 25. október sl. eftirtaldar skipulagstillögur til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting á deiliskipulagi við Raufarhólshelli

Breytingin gerir ráð að reist verði þjónustubygging í nýjum byggingarreit og að lóðin stækki. Í gildi er deiliskipulag þar sem gert er gert ráð fyrir aðkomu, bílastæðum, þjónustubyggingu fyrir móttöku gesta, aðstöðu fyrir starfsfólk og mannvirkjum í hellinum til að bæta aðgengi og öryggi.

Skipulagsgögn Raufarhólshellir

 

Breyting á deiliskipulagi - Lækur II lóð C

Breytingin gerir ráð að byggingarreit fyrir skemmu og íbúðarhús sé víxlað, þeir færðir nær lóðamörkum til norðvesturs. Einnig er gert ráð fyrir nýju vegsvæði innan lóðar. Á svæðinu er stofnæð vatnsveitu Hjallasóknar og er sett kvöð hana og aðkomu að henni til þjónustu.

Deiliskipulagsbreyting Lækur II lóð C

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 2. nóvember til 14. desember 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is eða í bréfi, merkt skipulagsfulltrúi, bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, fyrir lok dags þann 14. desember 2022

Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi

 

12.10.2022

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 22. september eftirtalda skipulagstillögu til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt land 7

Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina Gljúfurárholt land 7 í Ölfusi. Skipulagið gerir ráð fyrir að byggð verði ein hæð með nýrri íbúð ofan á húsið sem fyrir er á lóðinni. Deiliskipulagið er í samræmi við heimildir fyrir uppbyggingu sem nýtt aðalskipulag, sem er í vinnslu, gerir ráð fyrir í dreifbýli.

Deiliskipulagstillaga Gljúfurárholt land 7

Tillagan hefur verið auglýst áður en er nú auglýst að nýju vegna formgalla fyrri auglýsingar. Hún verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 13. október til 24. nóvember 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok dags þann 24. nóvember 2022 eða með bréfpósti á Skipulagsfulltrúi, bæjarskriftstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

28.09.2022

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 22. september eftirtalda skipulagstillögu til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt land 7

Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina Gljúfurárholt land 7 í Ölfusi. Skipulagið gerir ráð fyrir að byggð verði ein hæð með nýrri íbúð ofan á húsið sem fyrir er á lóðinni. Deiliskipulagið er í samræmi við heimildir fyrir uppbyggingu sem nýtt aðalskipulag, sem er í vinnslu, gerir ráð fyrir í dreifbýli.

Deiliskipulagstillaga Gljúfurárholt land 7

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 28. september til 9. október til 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok dags þann 9. október 2022.

Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Ölfuss

Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi var samþykkt eftir auglýsingu í bæjarstjórn Ölfuss þann 22. september og er hér niðurstaða sveitarstjórnar auglýst í samræmi við 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Gerðar hafa verið lagfæringar á tillögunni, eftir því sem við á, í samræmi við þær ábendingar/athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

21.02.2022

Eftirfarandi skipulagstillaga verður til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 22. september, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt land 7

Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina Gljúfurárholt land 7 í Ölfusi. Skipulagið gerir ráð fyrir að byggð verði ein hæð með nýrri íbúð ofan á húsið sem fyrir er á lóðinni. Deiliskipulagið er í samræmi við heimildir fyrir uppbyggingu sem nýtt aðalskipulag, sem er í vinnslu, gerir ráð fyrir í dreifbýli.

Deiliskipulagstillaga Gljúfurárholt land 7

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 21. og 22. september 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 22. september 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

08.08.2022

Bæjarráð Ölfuss samþykkti þann 4. ágúst 2022 eftirtaldar skipulagstillögur til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

Deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt 25 og 26

Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðirnar Gljúfurárholt 25 og 26. Þar er fyrir skemma á annarri lóðinni en markaðir eru tveir nýir byggingarreitir, einn á hvorri lóð fyrir íbúðarhús og bílskúr, allt að 500 fermetrar hvort

Deiliskipulagstillaga Gljúfurárholt 25 og 26

 

Deiliskipulag fyrir Hveradali

Tillagan markar reiti og setur skilmála fyrir baðlón og tengdar byggingar á svæðinu. Tillaga að skipulagi var upphaflega unnin á árunum 2014-2016 en hefur nú verið uppfærð miðið við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar þar um.

Uppdráttur deiliskipulag Hveradala

Greinargerð deiliskipulag Hveradala

Álit Skipulagsstofnunnar á umhverfismati

 

Deiliskipulagsbreyting deiliskipulag Sólbakka - fyrrum Hlíðartunga land

Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag þriggja lóða við Sólbakka sem áður hét Hlíðartunga land. Tillagan eykur byggingarheimildir í samræmi við það sem er heimilað í aðalskipulagstillögu sem nýlega var auglýst.

Breytingartillaga á deiliskipulag Sólbakka

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Þrastarveg 1 í Ölfusi

Í deiliskipulagstillögu sem fyrir lóðina Þrastarveg 1 í Þórustaðalandi í Ölfusi eru markaðir byggingarreitir og settir skilmálar fyrir íbúðarhús og bílskúr og aðrar byggingar í samræmi við nýtt aðalskipulag.

Tillaga um deiliskipulag Þrastarvegar 1

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 9. ágúst til og með 20. september 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok dags þann 20. september 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

22.07.2022

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, fyrir umfjöllun í bæjarráði Ölfuss þann 4. ágúst, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt 25 og 26

Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðirnar Gljúfurárholt 25 og 26. Þar er fyrir skemma á annarri lóðinni en markaðir eru tveir nýir byggingarreitir, einn á hvorri lóð fyrir íbúðarhús og bílskúr allt að 500 fermetrar hvort

Deiliskipulagstillaga Gljúfurárholt 25 og 26

 

Deiliskipulag fyrir Hveradali

Landmótun hefur unnið tillögu að deiliskipulagi fyrir Hveradali. Tillagan markar reiti og setur skilmála fyrir baðlón og tengdar byggingar á svæðinu. Tillaga að skipulagi var upphaflega unnin á árunum 2014-2016 en hefur nú verið uppfærð miðað við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar þar um.

Uppdráttur deiliskipulags í Hveradölum

Greinargerð deiliskipulags í Hveradölum

Álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati

 

Deiliskipulagsbreyting deiliskipulag Sólbakka - fyrrum Hlíðartunga land

Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag þriggja lóða við Sólbakka sem áður hét Hlíðartunga land. Um er að ræða aukningu á byggingarheimildum í samræmi við það sem er heimilað í nýju aðalskipulagi.

Breytingartillaga á deiliskipulag Sólbakka

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Þrastarveg 1 í Ölfusi

Teiknistofan Úti og inni hefur unnið deiliskipulagstillögu sem fyrir lóðina Þrastarveg 1 í Þórustaðalandi í Ölfusi. Markaðir eru byggingarreitir og settir skilmálar fyrir íbúðarhús og bílskúr í samræmi við nýtt aðalskipulag.

Tillaga um deiliskipulag Þrastarvegur 1

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 22. júlí til og með 3. ágúst 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok dags þann 3. ágúst 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

30.06.2022

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar af bæjarráði Ölfuss þann 30. júní, í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulag fyrir Akurholt II í Ölfusi

Í tillögunni eru markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús, gestahús og hús til landbúnaðarnota. Hún hefur hefur verið auglýst áður en fjarlægð íbúðarhúsa frá fyrrverandi Suðurlandsvegi náði ekki tilskyldum 100 metrum. Þetta hefur verð lagfært í þeirri tillögu sem hér er auglýst.

Deiliskipulagstillaga Akurholt II

 

Breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar

Með tillögunni er lóðum í jarðhitagarði fækkað úr 46 í 14. Borteigur vestan tengivirkis og austan lóða við Bolavelli stækkar úr 2,8 ha í 4,3 ha þar sem lóðir næst borteignum falla út úr deiliskipulagi. Eftir stækkun borteigsins er afmörkun hans sú sama og hún var, áður en borteigurinn var minnkaður í breytingu á deiliskipulagi vegna nýrra lóða í jarðhitagarðinum, sem nú falla út úr deiliskipulaginu.

Breytingartillaga á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 6. júlí til 18. ágúst 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok dags þann 18. ágúst 2022 eða með pósti á skipulagfulltrúi, Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

 

Skipulags- og matslýsing fyrir fiskeldisstöð í Básum austan við Keflavík

Lögð er áhersla á að rekstur eldisstöðvarinnar verði sem mest í samræmi við hugmyndir um hringrásarhagkerfið og eru áætlanir um endurnýtingu eldisvökva og næringarefna til að viðhalda verðmætum auðlinda meðal annars í ylrækt á staðnum.

Áformað er að innan svæðisins rísi mannvirki eins og raf- og spennistöð, varaflastöðvar, gróðurhús, ker, vatnsmiðlunartankar, fóðursíló og súrefnistankar auk vatns- og frárennslislagna ásamt viðeigandi innviðum svo sem vegum, vegslóðum, bílastæðum, stígum og þess háttar. Vatnsöflun til rekstursins verður frá borholum innan lóðar og frárennsli verður síað og hreinsað áður en það er leitt til sjávar.

Skipulags-og matslýsing fiskeldisstöð í Básum

 

Lýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 6. júlí til 4. ágúst 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok dags þann 4. ágúst 2022 eða með pósti á skipulagfulltrúi, Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi Ölfuss

 

28.06.2022

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, fyrir umfjöllun í bæjarráði Ölfuss þann 30. júní 2022, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulag fyrir Akurholt II í Ölfusi

Í tillögunni eru markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús, gestahús og hús til landbúnaðarnota. Hún hefur hefur verið auglýst áður en fjarlægð íbúðarhúsa frá fyrrverandi Suðurlandsvegi náði ekki tilskyldum 100 metrum. Þetta hefur nú verð lagfært.

Deiliskipulagstillaga Akurholt II

 

Breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar

Með tillögunni er heildarfjöldi lóða í jarðhitagarði minnkaður, þær voru 46 en verða 14 við breytinguna.

Borteigur vestan tengivirkis og austan lóða við Bolavelli stækkar úr 2,8 ha í 4,3 ha þar sem lóðir næst borteignum falla út úr deiliskipulagi. Eftir stækkun borteigsins er afmörkun hans sú sama og hún var, áður en borteigurinn var minnkaður í breytingu á deiliskipulagi vegna nýrra lóða í Jarðhitagarðinum, sem nú falla út úr deiliskipulaginu.

Breytingartillaga á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 28. og 29. júní 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok dags þann 29. júní 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

29.04.2022

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 28. apríl eftirtaldar skipulagstillögur til auglýsingar í samræmi við 40. grein og 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Deiliskipulagstillaga um íbúðarlóðir við Ingólfshvol

Tillagan markar og setur skilmála fyrir 4 íbúðarhúsalóðir og frístundahús, ásamt skemmu og aðstöðu fyrir hesta og hestamenn. Í gildi er eldra deiliskipulag fyrir svæðið sem fellur úr gildi við endanlega gildistöku tillögunnar.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 4. maí - 9. júní 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is eða með pósti á heimilisfangið: Skipulagsfulltrúi Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Ölfus, fyrir lok dags 9. júní 2022.

Deiliskipulagstillaga Ingólfshvoll

 

Skipulagslýsing fyrir Ölfusvirkjun

Reykjavik Geothermal hefur látið vinna skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag vegna Ölfusvirkjunar. Ölfusvirkjun er allt að 10 MW jarðhitavirkjun austan við Fjallið eina, suðvestan við við Bolöldu.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 4. – 18. maí 2022. Hægt er að senda ábendingar á netfangið skipulag@olfus.is eða með pósti á heimilisfangið: Skipulagsfulltrúi Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Ölfus, fyrir lok dags 18. maí 2022.

Skipulagslýsing Ölfusvirkjun

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

25.04.2022

Deiliskipulagstillaga verður til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 28. apríl í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan markar heimildir og setur skilmála fyrir 4 fyrir íbúðarhúsalóðir og frístundahús, ásamt skemmu og aðstöðu fyrir hesta og hestamenn, í samræmi við heimildir aðalskipulags.

Í gildi er eldra deiliskipulag fyrir svæðið sem fellur úr gildi við gildistöku tillögunnar.

Deiliskipulagstillaga Ingólfshvoll

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 25. – 27. apríl 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir 28. apríl 2022.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

05.04.2022

Deiliskipulag fyrir Skæruliðaskálann í Ólafsskarði

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 25. nóvember síðastliðinn deiliskipulag fyrir skæruliðaskálann í Ólafsskarði við Jósepsdal til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Mörkuð er lóð fyrir fjallaskála sem staðið hefur við Ólafsskarð í tugi ára og var byggður á sínum tíma af skíðaáhugamönnum í skíðadeild Ármanns.

Tillaga að deiliskipulagi Ólafsskarð

 

Breyting á deiliskipulagi Mánastaða í Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 24. febrúar síðastliðinn breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin gerir ráð fyrir að íbúðarlóðum innan skipulagsreitsins fjölgi í úr fjórum í ellefu og að parhús verði á fjórum þeirra. Heimilt verði að byggja eitt gestahús við hvert einbýlishús og eitt við hverja parhúsaíbúð, allt í samræmi við heimildir sem liggja fyrir í endurskoðuðu aðalskipulagi sem auglýst er samtímis.

Deiliskipulag Mánastaðir

 

Breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar – Vesturberg íbúðarsvæði vestan byggðar

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 4. febrúar síðastliðinn breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Vesturbergs sem er nýtt hverfi vestan byggðar í Þorlákshöfn. Tillagan gerir ráð fyrir að bætt verði 41 íbúð við hverfið og verða 127 íbúðir í hverfinu eftir breytinguna í samræmi við heimildir sem liggja fyrir í endurskoðuðu aðalskipulagi sem auglýst er samtímis.

Greinargerð Vesturbyggð-Vesturberg

Uppdráttur Vesturbyggð-Vesturberg

 

Endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036

Bæjarstjórn Ölfuss þann 31. mars síðastliðinn nýtt aðalskipulag til auglýsingar í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið tekur við af aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022.

Skipulagstillagan samanstendur af forsenduhefti, umhverfisskýrslu, greinargerð, sveitarfélagsuppdrætti og skipulagsuppdráttum fyrir þéttbýlin Þorlákshöfn og Árbæ auk fylgigagna. Hægt er að skoða heimasíðu þar sem hægt er að nálgast skipulagsgögn á slóðinni:

https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/MapSeries/index.html?appid=b5ec5f4666134913af213ea27a872d76

Þar er meðal annars að finna kortasjá skipulagsins, greinargerð og ýmsar gagnlegar upplýsingar, á stafrænu formi. Hægt að sjá kynningarmyndband um notkun síðunnar á slóðinni:

https://efla.sharepoint.com/:v:/s/EFLASkipulagsggn/EVXKWDyaxKBBt0vMCvyKZhkB1SETkgCi29C6tVKtwagGRw?e=KhYeJf

 

 

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar í bæjarstjórn Ölfuss þann 31. mars síðastliðinn, í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar eru:

 

Deiliskipulag fyrir Hjarðarból í Ölfusi

Tillagan markar 8 nýjar íbúðarlóðir og byggingarreiti við íbúðahverfið hjá Hjarðarbóli í Ölfusi. Einnig er mörkuð lóð fyrir hótel austan til á svæðinu og byggingarreitur fyrir skemmu á upprunalega landbúnaðarlandinu þar fyrir norðaustan. Skipulagið er í samræmi við þær heimildir sem eru fyrirhugaðar í nýju aðalskipulagi sem auglýst er samtímis.

Deiliskipulag Hjarðarból

 

Breyting á deiliskipulagi Móa – miðsvæðis í Þorlákshöfn vegna Hnjúkamóa 2 og 4

Tillagan gerir ráð fyrir að að lóðirnar Hnjúkamói 2 og 4 stækki lítillega, íbúðum verði fjölgað úr 24 í 36. Fjöldi hæða er aukinn í 6 hæðir með inndreginni 6. hæð, auk mögulegs bílakjallara. Skipulagið er í samræmi við þær heimildir sem eru fyrirhugaðar í nýju aðalskipulagi sem auglýst er samtímis.

Deiliskipulagstillaga Mói-miðsvæði

 

Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Þorlákshöfn vegna Hafnarskeiðs 6

Tillagan gerir ráð fyrir að á lóðinni Hafnarskeiði 6, sem áður hýsti Meitilinn, verði íbúðir á efri hæðum en ýmis verslun og þjónusta á neðri hæðum í formi veitingastaða, skrifstofa, verslana og fleira. Hún gerir ráð fyrir að byggt verði ofan á hluta hússins þannig að það verði allt að 5 hæðir. Hámarks byggingarmagn er aukið úr 3.205 m2 í allt að 8.973 m2 og hámarksmænishæð á lóðinni hækkar úr 12 metrum í allt að 18 metra. Nýtingarhlutfall verður allt að 1,4. Skipulagið er í samræmi við þær heimildir sem eru fyrirhugaðar í nýju aðalskipulagi sem auglýst er samtímis.

Deiliskipulagsbreyting Hafnarskeið 6

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 6. apríl til 18. maí 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 18. maí 2022. eða í pósti á: Skipulagsfulltrúi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

25.02.2022

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar í bæjarstjórn Ölfuss þann 24. febrúar síðastliðinn, í samræmi við 1. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar eru:

 

Breyting á deiliskipulagi fyrir Móa – miðsvæði í Þorlákshöfn.

Efla hefur gert tillögu að breytingu á deiliskipulagi Móa þar sem byggingarreitum og lóðum er breytt. Þetta er meðal annars gert til að einfalda fyrirkomulag bílastæða svo einfaldara verði að koma fyrir hleðslustöðum íbúðareiganda.

Deiliskipulag Mói-miðsvæði

 

Breyting á deiliskipulagi Norðurhrauns í Þorlákshöfn.

Tillagan hefur verið auglýst áður en er nú auglýst aftur vegna galla í gögnum. Hefur töflu sem sýnir helstu tölur fyrir breytingu verið bætt við á síðu 5 í greinargerð, töflum hefur verið skipt út á deiliskipulagsuppdrætti auk annarra smáleiðréttinga.

Tillaga að deiliskipulagi Norðurhraun

Greinargerð Norðurhraun

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 1. mars til 13. apríl 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 13. apríl 2022.

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Auðsholt í Ölfusi.

Deiliskipulagstillaga fyrir Auðsholt í Ölfusi var til umfjöllunar eftir auglýsingu á fundi bæjarstjórnar Ölfuss þann 4. febrúar síðastliðinn. Samþykkt var að ganga frá málinu með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 3. málsgrein 41. greinar og 1. málsgrein 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

18.02.2022

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 24. febrúar í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar eru:

 

Breyting á deiliskipulagi fyrir Móa – miðsvæði í Þorlákshöfn.

Efla hefur gert tillögu að breytingu á deiliskipulagi Móa þar sem byggingarreitum og lóðum er breytt. Þetta er meðal annars gert til að einfalda fyrirkomulag bílastæða svo einfaldara verði að koma fyrir hleðslustöðum íbúðareiganda.

Deiliskipulag Mói-miðsvæði

 

Breyting á deiliskipulaginu Mánastaðir 1 og 2 / Kambastaðir

Verkfræðistofan Efla hefur unnið deiliskipulagbreytingu og er óskað eftir að tillagan verði auglýst samhliða nýju aðalskipulagi Ölfuss. Sótt er um að breyta deiliskipulaginu þannig að lóðum innan Mánastaða 4 fjölgi í átta og parhús verði á fjórum lóðanna. Heimilt verði að byggja eitt gestahús við hvert einbýlishús og eitt við hverja parhúsaíbúð, allt í samræmi við heimildir sem liggja fyrir í endurskoðuðu aðalskipulagi.

Deiliskipulagsbreyting Mánastaðir/Kambastaðir

 

Breyting á deiliskipulagi Norðurhrauns í Þorlákshöfn.

Tillagan hefur verið auglýst áður en vegna galla í gögnum þarf að auglýsa hana aftur. Gögnin hafa verið leiðrétt og hefur töflu sem sýnir helstu tölur fyrir breytingu verið bætt við á síðu 5 í greinargerð, töflum hefur verið skipt út á deiliskipulagsuppdrætti auk annarra smáleiðréttinga.

Deiliskipulagstillaga Norðurhraun

Greinargerð Norðurhraun

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 18. – 23. febrúar 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 23. febrúar 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

02.02.2022

Eftirfarandi skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 af bæjarstjórn Ölfuss á 298. fundi hennar þann 27. jan. síðastliðinn.

Deiliskipulagstillaga fyrir Lindarbæ í Árbæ

Tillagan nær yfir lóðina Lindarbæ í Árbænum, landnúmer 171766. Hún markar heimildir og setur skilmála svo unnt sé að gera bílskúr á lóðinni og byggja við núverandi íbúðarhús.

Deiliskipulagstillaga Lindarbær

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Laxabraut 17

Tillagan nær yfir fiskeldi á lóðinni Laxabraut 17 og markar heimildir fyrir mannvirkjum í formi húsa, kerja, fóðursílóa, súrefnistanka, vatns- og frárennslislagna, ásamt lagningu gatna, plana og bílastæða og annað er fiskeldi á landi krefst. Vatnsöflun til rekstursins verður frá borholum innan lóðar. Frárennsli verður síað og hreinsað áður en það verður leitt til sjávar. Í greinagerð er ákvæði um að ljósmengun skuli lágmörkuð og tryggt verði að frárennsli loki ekki gönguleið meðfram ströndinni.

Uppdráttur Laxabraut 17

Greinargerð Laxabraut 17

 

Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Þorlákshöfn

Breytingin heimilar stækkun lóðarinnar Hafnarskeið 22 um tæpa 1700 fermetra. Lóðamörk færast örlítið til og ólagða gatan Boðaskeið verður blindgata. Þetta er gert svo hægt sé að koma fyrir nýju vöruhúsi með hleðsludyrum báðu megin og vöruflutningabílar geti athafnað sig innan lóðar.

Uppdráttur Hafnarskeið 22

 

Deiliskipulagstillaga fyrir lóðina Suðu í Selvogi

Deiliskipulagstillögan nær yfir sumarhúsalóð í Selvogi sem ber nafnið Suða. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús verði gestahús og heimilt verði að byggja nýtt sumarhús á lóðinni allt að 150 m2.

Uppdráttur Suða í Selvogi

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 2. febrúar 2022 til 16. mars 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 16. mars 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

21.01.2022

Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar eru:

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Lindarbæ landnúmer 171766.

Deiliskipulagstillagan markar heimildir og setur skilmála svo unnt sé að gera bílskúr á lóðinni og byggja við núverandi íbúðarhús.

Deiliskipulag Lindarbæ

 

Deiliskipulag fyrir Laxabraut 17

Deiliskipulagstillagan fjallar um fiskeldi á lóðinni. Áform eru um að reisa mannvirki í formi húsa, kerja, fóðursílóa, súrefnistanka, vatns- og frárennslislagna, ásamt lagningu gatna, plana og bílastæða og annað sem fiskeldi á landi krefst. Í greinagerð tillögunnar er ákvæði um að ljósmengun skuli lágmörkuð og tryggt verði að frárennsli loki ekki gönguleið meðfram ströndinni.

Deiliskipulagstillaga Laxabraut 17

Greinargerð deiliskipulagstillögu Laxabraut 17

 

Breyting á deiliskipulagi vegna Hafnarskeiðs 22

Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að lóðin stækki um tæpa 3000 fermetra. Lóðamörk færast örlítið til og ólagða gatan Boðaskeið verður blindgata. Þetta er gert svo hægt sé að koma fyrir nýju vöruhúsi fyrirtækisins með hleðsludyrum báðum megin og vöruflutningabílar geti athafnað sig innan lóðar.

Deiliskipulagstillaga Hafnarskeið 22

Eldri greinargerð Hafnarskeið 22

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Suðu

Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús verði gestahús og heimilt verði að byggja nýtt sumarhús á lóðinni allt að 150 m2.

Deiliskipulag Suða

 

Breyting á aðal- og deiliskipulagi vegna íbúðahverfis vestan byggðar í Þorlákshöfn - Vesturberg

Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir 2. áfanga hverfisins sem heimilar allt að 41 íbúðum til viðbótar við þær 86 sem áður hafa verið samþykktar. Tillagan er auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi.

Deiliskipulagsbreyting Vesturbyggð

Uppdráttur Vesturbyggð

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 21. – 26. janúar 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir 26. janúar 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

20.12.2021

Eftirfarandi skipulagstillaga var samþykkt til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 af bæjarstjórn Ölfuss á 297. fundi hennar þann 16.12. síðastliðinn.

 

Deiliskipulag fyrir Laxabraut 11 í Þorlákshöfn

Verkfræðistofan Efla ehf. hefur unnið deiliskipulagstillöguna sem markar ramma um stækkun á núverandi fiskeldi á aðliggjandi lóð. Fyrirhugað er seiðaeldi og mögulega þauleldi á laxi eða öðrum fiskitegundum. Hugmyndin er að reisa mannvirki í form húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns og frárennslislagna, ásamt lagningu vegslóða, vinnuplana og bílastæða. Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunnar í samræmi við lög um umhverfismat áætlana nr. 111/2021.

 

Uppdráttur Laxabraut 11

Greinargerð Laxabraut 11

 

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 22. desember 2021 til 3. febrúar 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 3. febrúar 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

14.12.2021

Eftirfarandi skipulagstillaga verður til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Deiliskipulag fyrir Laxabraut 11 í Þorlákshöfn

Efla ehf. hefur unnið deiliskipulagstillögu fyrir Laxabraut 11. Tillagan markar ramma um stækkun á núverandi fiskeldi á aðliggjandi lóð. Fyrirhugað er seiðaeldi og mögulega þauleldi á laxi eða öðrum fiskitegundum. Fyrirhugað er að reisa mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns- og frárennslislagna, ásamt lagningu vegslóða, vinnuplana og bílastæða. Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunnar í samræmi við lög um umhverfismat áætlana nr. 111/2021.

Deiliskipulagstillaga Laxabraut 11

Uppdráttur Laxabraut 11

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 14. – 16. desember 2021. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 16. desember 2021.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

01.11.2021

Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið Ölfus verður til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss frá frá 1. til 15. desember fyrir meðhöndlun í bæjarstjórn í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga.

Einnig verður haldinn opinn kynningarfundur í Versölum, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, fimmtudaginn 9. desember klukkan 18:00 þar sem tillagan verður kynnt.

 

Hægt er að skoða gagnvirka heimasíðu þar sem hægt er að nálgast skipulagsgögn á slóðinni:

https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/MapSeries/index.html?appid=b5ec5f4666134913af213ea27a872d76

Þar er meðal annars að finna kortasjá skipulagsins, greinargerð og ýmsar gagnlegar upplýsingar, á stafrænu formi.

 

Hér er hægt að sjá kynningarmyndband um notkun síðunnar á slóðinni:

https://efla.sharepoint.com/:v:/s/EFLASkipulagsggn/EVXKWDyaxKBBt0vMCvyKZhkB1SETkgCi29C6tVKtwagGRw?e=KhYeJf

 

Að þessu sinni er um er að ræða kynningu á tillögunni áður en bæjarstjórn samþykkir hana til auglýsingar. Gert er ráð fyrir að tillagan verði auglýst með almennum athugasemdafresti í upphafi nýs árs.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 30. nóvember til 15. desember 2021. Hægt er að senda ábendingar á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 15. desember 2021.

 

Greinargerð skipulagsins á PDF formi

Dreifbýlisuppdráttur skipulagsins á PDF formi

Þéttbýlisuppdráttur fyrir Þorlákshöfn á PDF formi

Þéttbýlisuppdráttur fyrir Árbæ á PDF formi

 

Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi

 

01.12.2021

Aðal- og deiliskipulagstillaga fyrir Riftún var samþykkt til auglýsingar í samræmi við 31. grein og 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 af bæjarstjórn Ölfuss.

Deiliskipulag fyrir Riftún í Ölfusi

Deiliskipulagstillagan fjallar um verslun og þjónustu á um 9,3 hektara svæði við Þorlákshafnarveg. Á svæðinu er gert ráð fyrir uppbyggingu tengdri ferðaþjónustu, m.a. veitingarekstur, hestaleigu, ylrækt og baðlón.

Deiliskipulag Riftún

 

Breyting á aðalskipulagi í landi Riftúns í Ölfusi

Tillagan skilgreinir breytingu á landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði á um 9,3 hektara svæði við Þorlákshafnarveg og gerir ráð fyrir uppbyggingu tengdri ferðaþjónustu, m.a. uppbyggingu veitingareksturs, hestaleigu, ylræktar og baðlóns.

Aðalskipulag í landi Riftúns

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 1. desember 2021 með athugasemdafresti til 13. janúar 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir 13. janúar 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

30.11.2021

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 á 295. fundi bæjarstjórnar Ölfuss. Tillögurnar eru:

Breyting á deiliskipulagi Unu- og Vesturbakki.

Efla ehf. leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulaginu „Athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar Unu- og Vesturbakki". Deiliskipulagssvæðið er stækkað lítillega og hefur tveimur lóðum verið bætt við það að Hraunbakka 3 og 5.

Deiliskipulagstilla Unu-og Vesturbakki

 

Deiliskipulag fyrir Skæruliðaskálann Ólafsskarði

Haukur Benediktsson hefur unnið deiliskipulagstillögu fyrir Skæruliðaskálann í Ólafsskarði við Jósepsdal sem gerir meðal annars ráð fyrir endurbyggingu skálans og lóð umhverfis hann.

Deiliskipulag Skæruliðaskálinn

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 1. desember 2021 með athugasemdafresti til 13. janúar 2021. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir 13. janúar 2022.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

18.11.2021

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar eru:

 

Breyting á deiliskipulagi Unu- og Vesturbakki.

Efla ehf. leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulaginu „Athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar Unu- og Vesturbakki". Deiliskipulagssvæðið er stækkað lítillega og hefur tveimur lóðum verið bætt við Hraunbakka 3 og 5.

Deiliskipulagstillaga Unu- og Vesturbakki

 

Deiliskipulag fyrir Skæruliðaskálann Ólafsskarði

Efla ehf. hefur unnið deiliskipulagstillögu fyrir Akurgerði við Hvammsveg sem gerir m.a. ráð fyrir 4 nýjum smáhýsum fyrir gistingu og nýju íbúðarhúsi.

Deiliskipulagstillaga Ólafsskarð

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 19. – 24. nóvember 2021. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir 24. nóvember 2021.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

 

25.10.2021

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar á 295. fundi bæjastjórnar Ölfuss í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Tillögurnar eru:

Deiliskipulag fyrir Árbæ 3 land, lnr.171652

Efla ehf. hefur unnið deiliskipulagstillögu sem heimilar að byggt verði allt að 360 fermetra parhús á lóðinni á einni til tveimur hæðum.

Deiliskipulagstillaga Árbær 3

 

Deiliskipulag fyrir ferðaþjónustuhús og íbúðarhús í Akurgerði

Efla ehf. hefur unnið deiliskipulagstillögu fyrir Akurgerði við Hvammsveg sem gerir m.a. ráð fyrir 4 nýjum smáhýsum fyrir gistingu og nýju íbúðarhúsi.

Deiliskipulagsuppdráttur Akurgerði

Greinargerð Akurgerði

 

Deiliskipulag fyrir Fiskeldi á Bakka 1

Efla ehf. fyrir hönd eiganda laxeldisstöðvarinnar að Bakka 1, hefur unnið tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina sem mótar umgjörð utan um núverandi starfsemi og framtíðaruppbyggingu á hennar. Leyfð eru mannvirki allt að 12 m há, á einni til tveimur hæðum. Leitast verður við að mannvirki falli sem best að svipmóti lands.

Deiliskipulagsuppdráttur Bakki 1

Greinargerð Bakki 1

 

Árbær 4 - breyting á deiliskipulagi

Efla ehf. hefur unnið breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbæ 4. Helstu breytingar eru að afmarkaðar verða lóðir um húsin á deiliskipulagssvæðinu. Þá er byggingarmagn aukið á reit B2 þannig að hægt verði að reisa heilsárshús/íbúðarhús í stað frístundahúss, sett inn skjólmön og skipulagsmörkum breytt lítillega, því önnur lóðin fer aðeins út fyrir mörkin eins og þau voru fyrir.

Deiliskipulagsbreyting Árbær 4

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 27. október til 8. desember 2021. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 8. desember 2021.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

 

19.október 2021

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar og 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillögurnar eru:

Deiliskipulag fyrir Árbæ 3 land, lnr.171652.

Efla ehf. hefur unnið deiliskipulagstillögu sem heimilar að byggt verði allt að 360 fermetra parhús á lóðinni á einni til tveimur hæðum.

Deiliskipulagstillaga Árbær 3

 

Deiliskipulag fyrir ferðaþjónustuhús og íbúðarhús í Akurgerði

Efla ehf. hefur unnið deiliskipulagstillögu fyrir Akurgerði við Hvammsveg sem gerir m.a. ráð fyrir 4 nýjum smáhýsum fyrir gistingu og nýju íbúðarhúsi.

Deiliskipulagsuppdráttur Akurgerði

Greinargerð með deiliskipulagstillögu

 

Deiliskipulag fyrir Fiskeldi á Bakka 1

Efla ehf. fyrir hönd eiganda laxeldisstöðvarinnar að Bakka 1, hefur unnið tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina sem mótar umgjörð utan um núverandi starfsemi og framtíðaruppbyggingu án hennar. Leyfð eru mannvirki allt að 12 m há, á einni til tveimur hæðum. Leitast verður við að mannvirki falli sem best að svipmóti lands.

Deiliskipulagsuppdráttur Bakki 1

Greinargerð Bakki 1

 

Árbær 4 - breyting á deiliskipulagi.

Efla ehf. hefur unnið breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbæ 4. Helstu breytingar eru að afmarkaðar verða lóðir um húsin á deiliskipulagssvæðinu. Þá er byggingarmagn aukið á reit B2 þannig að hægt verði að reisa heilsárshús/íbúðarhús í stað frístundahúss, sett inn skjólmön og skipulagsmörkum breytt lítillega, því önnur lóðin fer aðeins út fyrir mörkin eins og þau voru fyrir.

Deiliskipulagstillaga Árbær 4

 

Deiliskipulag fyrir Akurholt II

Minjastofnun gerði athugasemd við deiliskipulagið og bað um að hesthúsatóft á svæðinu væri færð inn á uppdráttinn. Vegagerðin bað um að eldri vegtengingu á móts við heimreið að Kotströnd yrði lokað og að þess yrði gætt að ný vegtenging væri hornrétt á þjóðveg a.m.k. 20 metra inn á lóðina. Komið hefur verið til móts við þetta í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir.

Deiliskipulag Akurholt II

 

Aðalskipulagsbreyting vegna nýs hverfis vestan byggðar í Þorlákshöfn

Skipulagið kemur nú til umfjöllunar eftir auglýsingu. Skipulagsstofnun benti á nokkur atriði sem þurfti að lagfæra í aðalskipulagsbreytingunni.

Aðalskipulagsbreyting nýtt hverfi

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 19. – 21. október 2021. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir 21. október 2021.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

 

12.október 2021

Tillaga um deiliskipulag nýs íbúðahverfis vestan Þorlákshafnar.

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á 291. fundi sínum þann 27. maí 2021 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag samkvæmt 31. grein og 1. málsgrein 41. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir íbúðasvæði með fjölbreyttu búsetuformi í einbýli, fjölbýli, par- og raðhúsum. Hverfið er vestan byggðar í Þorlákshöfn en sunnan við framlengingu Selvogsbrautar til vesturs. Auk íbúðasvæðis er markaður reitur fyrir samfélagsþjónustu.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, frá 13. október til 24. nóvember 2021.

Þeir sem vilja gera athugasemdir er bent á að senda tölvupóst á skipulag@olfus.is eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa Ölfuss, bæjarrskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn fyrir lok vinnudags þann 24. nóvember 2021.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi Ölfuss

Skipulagsuppdráttur , Greinargerð

 

6.október 2021

Bæjarstjórn samþykkti tvær skipulagstillögur til auglýsingar á fundi sínum þann 30.9.2021 í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar og 1. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulag hafnarsvæðis.

Bætt er við lóð fyrir tengihús Farice ehf vegna nýs sæstrengs milli Írlands og Íslands. Lóðin er 900 fermetrar og er staðsett um 600 metra norðvestan hafnarinnar í Þorlákshöfn. Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulag Bakka 2

Skilgreind er lóð fyrir frístundabyggð í samræmi við heimildir aðalskipulags. Um er að ræða 6,2 hektara spildu norðan Þorlákshafnarvegar í landi Bakka 2. Nýja lóðin sem þarna er skilgreind mun fá nafnið Bakkahlíð.

Deiliskipulagstillaga Bakka 2

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 6. október til 18. nóvember 2021. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is eða senda þær í pósti á bæjarskrifstofu Ölfuss fyrir 18. nóvember 2021.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

 

06.07.2021

Aðalskipulagsbreyting vegna nýs íbúðahverfis vestan Þorlákshafnar.

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á 291. fundi sínum þann 27. maí 2021 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir breytingum á reit Í11 í aðalskipulagi. Þar er nú gert ráð fyrir íbúðasvæði með fjölbreyttu búsetuformi í einbýli, fjölbýli, par- og raðhúsum. Hverfið er vestan byggðar í Þorlákshöfn en sunnan við framlengingu Selvogsbrautar til vesturs. Afmarkað er íbúðasvæði, auk svæðis fyrir samfélagsþjónustu.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, frá 7. júlí til 19. ágúst 2021

Þeir sem vilja gera athugasemdir er bent á að senda tölvupóst á skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 19. ágúst 2021.

Skipulagstillaga

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi Ölfuss

 

30.06.2021

Eftirtaldar skipulagstillögur voru nýlega samþykktar til auglýsingar af bæjarstjórn Ölfuss í samræmi við 2. málsgrein 36. greinar og 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010

Tillaga um breytingu á deiliskipulagi hafnar í Þorlákshöfn

Tillaga um breytingu á deiliskipulagi hafnar í Þorlákshöfn var samþykkt til auglýsingar skv. 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr.123/2010 á 292. fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss þann 24.6.2021.

Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að Suðurvararbryggju verði snúið um 35° við endurnýjun hennar, Suðurvarargarður verði lengdur til austurs um 200m og einnig eru gerðar breytingar á lóðum og lóðarmörkum innan skipulagssvæðisins.

Skipulagstillaga Þorlákshafnarhöfn

Deiliskipulagstillaga fyrir Hellu- og Holtagljúfur,

Deiliskipulagstillaga fyrir Hellu- og Holtagljúfur, í Gljúfurárholti, reit Í10 í dreifbýli Ölfuss var samþykkt til auglýsingar skv. 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 á 288. fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss þann 25.2.2021.

Tillagan gerir ráð fyrir 60 íbúðum á 40 lóðum í einbýlis- og parhúsum. Samhliða auglýsingu á deiliskipulagi er auglýst óveruleg breyting á aðalskipulagi.

Skipulagstillaga fyrir Hellu- og Holtagljúfur

Tillögurnar verða til kynningar á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss frá 30. júní til 12.ágúst 2021. Frestur til að gera athugasemdir er frá 30. júní til 12.ágúst 2021. Athugasemdir má senda í tölvupósti á netfangið skipulag@olfus.is eða skriflega á Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Óveruleg aðalskipulagsbreyting fyrir Hellu- og Holtagljúfur

Óveruleg aðalskipulagsbreyting í reit Í9 í Gljúfurárholti í dreifbýli Ölfuss var samþykkt á 292. fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss þann 24.6.2021 í samræmi við 2. málsgr. 36 greinar skipulagslaga.

Fjölda íbúða er breytt úr 40 í 60 vegna ósamræmis í skipulaginu sem er leiðrétt með breytingunni. Fjöldi lóða og nýtingarhlutfall breytist ekki.

Samhliða auglýsingu um óverulega breytingu á aðalskipulagi er auglýst deiliskipulagstillaga þar sem gert er ráð fyrir 60 íbúðum í einbýlis- og parhúsum.

Aðalskipulagsbreyting

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

21.06.2021

Deiliskipulagsbreyting fyrir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn verður til kynningar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1. Tillagan verður til sýns frá 19. til 21. júní 2021 áður en hún verður til umfjöllunar á 288. fundi bæjarstjórnar þann 25. júní 2021.

Tillagan gerir ráð fyrir að Suðurvararbryggju verði snúið um 35° við endurnýjun hennar, Suðurvarargarður verði lengdur til austurs um 200m og breytingar gerðar á lóðum og lóðarmörkum.

Skipulagstillaga - Eldri skipulagsgreinargerð

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

1.júní 2021

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á 291. fundi sínum þann 27. maí 2021 að auglýsa eftirtaldar skipulagstillögur samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. málsgrein 41. greinar sömu laga.  

Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðarhverfi vestan Þorlákshafnar.

Tillagan gerir ráð fyrir íbúðasvæði með fjölbreyttu búsetuformi í einbýli, fjölbýli, par- og raðhúsum. Hverfið er vestan byggðar í Þorlákshöfn en sunnan við framlengingu Selvogsbrautar til vesturs. Leitast hefur verið við að skapa nánd við náttúru svæðisins og vernda hraunmyndanir sem þar eru að finna.

Deiliskipulagstillaga - Greinargerð

 

Breyting á deiliskipulagi Norðurhrauns.

Gerð er lítilsháttar breyting á samþykktu skipulagi hverfisins.

-Hámarks stærð raðhúsa með bílskúr má ekki vera meiri en 120m2 en verður allt að 150 m2 við breytinguna.

-Kvöð er um a.m.k. 1 metra skörun á milli veggflata en hún verður nú 0,3 metrar.

-Bindandi byggingarlínur eru gerðar leiðbeinandi.

-Hámarks nýtingarhlutfall á lóðum er 0,30 og ekki er samræmi milli þess og hámarks byggingarmagns og er þetta ósamræmi leiðrétt.

Deiliskipulagstillaga Norðurhraun - Greinargerð Norðurhraun

 

Deiliskipulag Lækur II, lóð 3.

Lóðin er 5,1 ha rétt ofan við Þorlákshafnarveg. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir íbúðarhúsi, vinnustofu, geymslu, hlöðu, gripahúsi, gestahúsi, leikhúsi barna og hænsnakofa, allt í samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Deiliskipulagstillaga Lækur II

 

Deiliskipulag fyrir Auðsholt

Deiliskipulagstillagan markar 4 nýjar lóðir í landinu, þar af tvær fyrir íbúðarhús, lóð fyrir hesthús og 30 ha lóð þar sem hugmyndin er að stofna nýtt lögbýli á. Skipulagið er unnið í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins hvað varðar uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum.

Deiliskipulagstillaga Auðsholt

 

Deiliskipulag Grímslækjarheiði – Sögusteinn.

Gert er ráð fyrir íbúðarlóðum á svæði sem er íbúðasvæði skv. aðalskipulagi.

Eldra deiliskipulag svæðisins sýndi allar byggingarlóðir á svæðinu sem frístundalóðir. Tvö íbúðarhús standa á svæðinu, Sögusteinn og Hlíðarás, húsin eru skráð íbúðarhús, þó þau standi á lóðum sem eru skipulagðar sem frístundalóðir skv. gildandi deiliskipulagi. Þetta misræmi er lagfært í nýju skipulagi þar sem allar lóðir á svæðinu eru skilgreindar sem íbúðarlóðir í samræmi við aðalskipulag.

Deiliskipulagstillaga Grímslækjarheiði

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, frá 2. júní til 15. júlí 2021

Þeir sem vilja gera athugasemdir er bent á að senda tölvupóst á skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 15. júlí 2021.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

25.maí 2021

Deiliskipulag Lækur II, lóð 3.

Lóðin er 5,1 ha rétt ofan við Þorlákshafnarveg. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir íbúðarhúsi, vinnustofu, geymslu, hlöðu, gripahúsi, gestahúsi, leikhúsi barna og hænsnakofa, allt í samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Deiliskipulagstillaga Lækur II lóð 3

 

Deiliskipulag Grímslækjarheiði – Sögusteinn.

Gert er ráð fyrir íbúðarlóðum á svæði sem er íbúðasvæði skv. aðalskipulagi.

Eldra deiliskipulag svæðisins sýndi allar byggingarlóðir á svæðinu sem frístundalóðir. Tvö íbúðarhús standa á svæðinu, Sögusteinn og Hlíðarás, húsin eru skráð íbúðarhús, þó þau standi á lóðum sem eru skipulagðar sem frístundalóðir skv. gildandi deiliskipulagi. Þetta misræmi er lagfært í nýju skipulagi.

Deiliskipulagstillaga Grímslækjarheiði - Sögusteinn

 

Aðalskipulagsbreyting vegna nýs íbúðarhverfis vestan Þorlákshafnar.

Tillagan gerir ráð fyrir breytingum á reit Í11 í aðalskipulagi. Þar er nú gert ráð fyrir íbúðasvæði með fjölbreyttu búsetuformi í einbýli, fjölbýli, par- og raðhúsum. Hverfið er vestan byggðar í Þorlákshöfn en sunnan við framlengingu Selvogsbrautar til vesturs. 

Aðalskipulagsbreytingartillaga nýtt hverfi

 

Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðarhverfi vestan Þorlákshafnar.

Tillagan gerir ráð fyrir íbúðasvæði með fjölbreyttu búsetuformi í einbýli, fjölbýli, par- og raðhúsum. Hverfið er vestan byggðar í Þorlákshöfn en sunnan við framlengingu Selvogsbrautar til vesturs. Þar hefur verið leitast við að skapa nánd við náttúru svæðisins og vernda hraunmyndanir sem þar er að finna.

Deiliskipulagstillaga uppdráttur nýtt hverfi    Deiliskipulagstillaga greinargerð nýtt hverfi

 

Breyting á deiliskipulagi Norðurhrauns.

-Hámarks stærð raðhúsa með bílskúr má ekki vera meiri en 120 m2 en verður 150 m2 við breytinguna.

-Kvöð er um a.m.k. 1 metra skörun á milli veggflata en hún verður nú 0,3 metrar.

-Bindandi byggingarlínur eru gerðar leiðbeinandi.

-Hámarks nýtingarhlutfall á lóðum er 0,30 og ekki er samræmi milli þess og hámarks byggingarmagns. Nýtingarhlutfall er fellt út því nægjanlegt er að tilgreina hámarks byggingarmagn.

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, frá 25.-27.maí 2021

Þeir sem vilja gera athugasemdir er bent á að senda tölvupóst á skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 27. maí 2021.

 

18.maí 2021

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss hefur samþykkt umsókn frá Björgun ehf. um leyfi til efnistöku úr Lambafelli í Ölfusi sem bæjarstjórn Ölfuss hefur svo staðfest. Framkvæmdaleyfið byggir á samþykktu deiliskipulagi og matsgögnum fyrir efnistökuna og tekur til námu merkta E2 í aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Framkvæmdaleyfið er samþykkt með fyrirvara um að framkvæmdaðilinn kosti úttekt óháðs aðila á umfangi efnistöku einu sinni á ári í samráði við sveitarfélagið.

Framkvæmdaleyfið og önnur gögn má sjá hér fyrir neðan:

FramkvæmdaleyfiLambafell álit Skipulagsstofnunar Fylgiskjöl 3-9Lambafell vestur-umhverfisskýrsla fyrri hluti, Lambafell vestur-umhverfisskýrsla seinni hluti, 

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss hefur samþykkt umsókn frá Fossvélum ehf. um leyfi til efnistöku úr Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli í Ölfusi sem bæjarstjórn Ölfuss hefur svo staðfest. Framkvæmdaleyfið byggir á samþykktum matsgögnum fyrir efnistökuna og tekur til námu merkta E5 í aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Framkvæmdaleyfið er samþykkt með fyrirvara um að framkvæmdaðilinn kosti úttekt óháðs aðila á umfangi efnistöku einu sinni á ári í samráði við sveitarfélagið.

Framkvæmdaleyfin með fylgigögnum má sjá hér fyrir neðan.

Framkvæmdaleyfi, Þórustaðanáma-álit Skipulagsstofnunar, Þórustaðanáma-matsskýrsla,  Þórustaðanáma-starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits,  Þórustaðanáma-viðbragðs-og öryggisáætlun, Þórustaðanáma-vinnslu-, frágangs- og landmótunaráætlun, Þórustaðanáma yfirlitsmynd

Hægt er að kæra þau til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Skipulagsfulltrúi Ölfuss

 

27.apríl 2021

Deiliskipulag Auðsholts í Ölfusi.

Landeigandi leggur fram deiliskipulag þar sem landinu er skipt í þrennt og markaðar 4 lóðir fyrir íbúðarhús.

Tillagan verður til umfjöllunar á 290. fund bæjarstjórnar þann 29. apríl 2021.

Þeir sem vilja gera athugasemdir er bent á að senda tölvupóst á skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 29. apríl 2021.

26.mars 2021

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar í samræmi við 1. og 2.  málsgrein 40. greinar og 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 á 289. fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss.

Tvær deiliskipulagsbreytingartillögur:

Um er að ræða skipulag Mána- Vetrar- og Sunnubrautar

Breyting á deiliskipulaginu „Deiliskipulagsbreyting við Egilsbraut 9“

Bæjarstjórn samþykkti á 288. fundi sínum þann 25. febrúar síðastliðinn að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu samkvæmt 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.  Þetta er gert til að tryggja aðkomu sem flestra að málinu og svo að auglýsa megi lóðir sem deiliskipulagið markar eftir úthlutunarreglum sveitarfélagsins. 

Skipulagstillaga      Upprunalegt skipulag sem verið er að breyta

 

Breyting á deiliskipulaginu „Deiliskipulag fyrir Lindarbæ í Ölfusi“ vegna lóðarinnar Lindarbær B.

Byggingarreitur á lóðinni er stækkaður til vesturs svo koma megi fyrir aðstöðuhúsi innan hennar. Við þetta hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar í allt að 0,16. Breytingin er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2010 - 2022.

Skipulagstillaga

Tillögurnar verða til kynningar á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss frá 31. mars til  12. maí 2021. Frestur til að gera athugasemdir er frá 31.mars til 12.maí 2021. Athugasemdir sendist í tölvupósti á netfangið skipulag@olfus.is eða skriflega á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn.

 

Tvær skipulagslýsingar:

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar við Ingólfshvol í Ölfusi.

Hugmyndir eru meðal annars um að marka lóðir fyrir 4 einbýlishús og 4 frístundahús á landinu í samræmi við heimildir aðalskipulags. Einnig er reitur á svæðinu skilgreindur sem verslunar og þjónustusvæði. 

Skipulagslýsing

 

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulagsgerðar fyrir Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli í Ölfusi.

Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi sem felur í sér nýja skilgreiningu á hámarks efnistökumagni, stækkun efnistökusvæðis og skilgreiningu á iðnaðarsvæði í námunni. Í deiliskipulagi sem mun ná yfir um 57 ha verður gert grein fyrir núverandi ástandi og fyrirhuguðum framkvæmdum. Settir verða fram skilmálar um landnotkun, aðstöðubyggingu, aðkomu og vernd náttúru- og menningarminja.

Skipulagslýsing

Skipulagslýsingarnar verða til kynningar á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss frá 31. mars til  28. apríl 2021. Frestur til að gera athugasemdir er til  31. mars til 28. apríl 2021. Athugasemdir sendist í tölvupósti á netfangið skipulag@olfus.is eða skriflega á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn. 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

19.mars 2021

Skipulagstillaga verður til kynningar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010, í afgreiðslu skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1. Hún verður til sýnis frá 19. til 24. mars 2021 áður en hún verður til umfjöllunar á 289. fundi bæjarstjórnar þann 25. mars 2021.

Tillagan er fyrir deiliskipulagsbreytingu á skipulaginu „Deiliskipulag fyrir Lindarbæ í Ölfusi“ vegna lóðarinnar Lindarbær B.

Byggingarreitur á lóðinni er stækkaður til vesturs svo koma megi fyrir aðstöðuhúsi innan hennar. Við þetta hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar í allt að 0,16. Breytingin er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2010 - 2022.  Skipulagstillaga 

Þeir sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir er bent á að senda tölvupóst á skipulag@olfus.is eða bréflega á: Skipulagsfulltrúi, Bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

26.febrúar 2021

Grenndarkynning vegna breytingar á deiliskipulaginu „Deiliskipulagsbreyting við Egilsbraut 9“

Bæjarstjórn samþykkti á 288. fundi sínum þann 25. febrúar síðastliðinn að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.  Þetta er gert til að auglýsa megi lóðir sem deiliskipulagið markar eftir almennum úthlutunarreglum sveitarfélagsins.

Skipulagstillaga

Upprunalegt skipulag sem verið er að breyta

Tillagan verður til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins Ölfuss frá 3. mars til  31. mars  2021. Frestur til að gera athugasemdir er til  31. mars  2021. Athugasemdir sendist með tölvupósti á netfangið skipulag@olfus.is eða skriflega á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn.

 

Óveruleg aðalskipulagsbreyting í landi Árbæjar 4  var samþykkt á 287. fundi bæjarstjórnar þann 28. janúar 2021. Landnotkun á lóðinni Árbær 4 er breytt með óverulegri aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 .  Breytingin felst í því að reit í landinu er breytt  úr opnu svæði til sérstakra nota í landbúnaðarsvæði, í samræmi við 2. málsgr. 36. greinar skipulagslaga.

Aðalskipulagsbreyting 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

26.febrúar 2021

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar skv. 1. málsgrein 41. greinar og 31. grein skipulagslaga nr.123/2010, á 287. fundi bæjarstjórnar þann 28. janúar 2021 og 288. fundi bæjarstjórnar þann  25. febrúar 2021:

Tillaga að deiliskipulagi vegna fjarskiptamasturs við Selvog

Mörkuð er lóð undir fjarskiptamastur norðan við Suðurstrandarveg í landi Bjarnarstaða við Selvog. Skipulagið er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem einnig er í auglýsingu um þessar mundir. 

Skipulagstillaga fjarskiptamastur við Selvog

 

Deiliskipulagsbreyting fyrir hafnarsvæði í Þorlákshöfn

Tillagan gerir ráð fyrir að Suðurvarargarður verði lengdur til austurs og breytingar á lóðum og lóðarmörkum. Ekki er gert ráð fyrir snúningi Suðurvararbryggju og landfyllingar við hana sem áður hefur verið auglýst.

Skipulagstillaga og skipulagslýsing 

Eldri skipulagsgreinargerð

 

Deiliskipulagsbreyting Víkursandur – iðnaðarsvæði á Sandi vestan Þorlákshafnar

Breytingin tekur til stækkunar á lóðunum Víkursandur 3 og 5 og breyttrar aðkomu að lóðunum Víkursandi 2, 4 og 6.

Skipulagstillöguna Víkursandur

 

Deiliskipulag fyrir Akurholt II í Ölfusi

Akurholt II er 4,8 ha land sunnan við Suðurlandsveg. Deiliskipulagið samræmist heimildum aðalskipulags fyrir 2-10 ha landspildur. Með því eru markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús, gestahús og hús til landbúnaðarnota í samræmi við heimildir aðalskipulags.

Skipulagstillaga Akurholt II

 

Deiliskipulag Árbær 4

Deiliskipulagstillagan markar reiti fyrir útbyggingu íbúðarhúss og frístundahúss í samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Skipulagstillaga Árbær 4 

 

Aðalskipulagsbreyting í landi Bjarnarstaða og fyrir Stóra-Saurbæjarsvæðið var samþykkt á 287. fundi bæjarstjórnar þann 28. janúar 2021. Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 er breytt í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.  Í landi Bjarnarstaða er skilgreindur reitur sem  athafnasvæði þar sem áður var landbúnaðarland. Á Stóra-Saurbæjar svæðinu er landnotkun breytt úr landbúnaðarlandi í íbúðarsvæði.

Skipulagstillaga Bjarnarstaðir og Stóra-Saurbæjarsvæðið

 

Tillögurnar verða til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins Ölfuss frá 3. mars til  14. apríl  2021. Frestur til að gera athugasemdir er til  14. apríl  2021 á netfangið skipulag@olfus.is

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

23.febrúar 2021

Tillaga að breytingu á deiliskipulaginu „Deiliskipulagsbreyting Egilsbraut 9“ verður til kynningar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010, á skrifstofu Sveitarfélagsins að Hafnarbergi 1. Hún verður til sýnis dagana 24. og 25. febrúar 2021 áður en hún verður til umfjöllunar á 288. fundi bæjarstjórnar síðdegis þann 25. febrúar 2021. Um er að ræða orðalagsbreytingu á greinargerð hvað varðar markmið skipulagsins.

Hér má sjá skipulagstillöguna og upprunalega skipulagið.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til kynningar skv. 2.mgr. 30. gr. og 3.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss að  Hafnarbergi 1. Þær verða til sýnis frá 19. til 24. febrúar 2021 áður en þær verða til umfjöllunar á 288. fundi bæjarstjórnar þann 25. febrúar 2021.

Tillaga að deiliskipulagi vegna fjarskiptamasturs við Selvog

Mörkuð er lóð undir fjarskiptamastur norðan við Suðurstrandaveg í landi Bjarnarstaða við Selvog. Skipulagið er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem er í auglýsingu um þessar mundir.

Skipulagstillaga

Deiliskipulagsbreyting fyrir hafnarsvæði í Þorlákshöfn

Tillagan gerir ráð fyrir að Suðurvarargarður verði lengdur til austurs og breytingar verði á lóðum og lóðarmörkum. Ekki er gert ráð fyrir snúningi Suðurvararbryggju og landfyllingu við hana sem áður hefur verið auglýst.

Skipulagstillaga og lýsing - Eldri skipulagsgreinargerð

Deiliskipulagsbreyting Víkursandur – iðnaðarsvæði á Sandi vestan Þorlákshafnar

Breytingin tekur til stækkunar á lóðunum Víkursandur 3 og 5 og breyttrar aðkomu að lóðunum Víkursandur 2, 4 og 6.

Skipulagstillaga  

Deiliskipulag fyrir Akurholt II í Ölfusi

Akurholt II er 4,8 ha land sunnan við Suðurlandsveg. Deiliskipulagið samræmist heimildum aðalskipulags fyrir 2-10 ha landspildur. Með því eru markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús, gestahús og hús til landbúnaðarnota í samræmi við heimildir aðalskipulags.

Skipulagstillaga

Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt 2. áfangi

Landeigandi óskar eftir að aðal- og deiliskipulagsbreyting vegna 2. áfanga í Gljúfurárholti verði samþykkt til auglýsingar. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilaðar verði 60 íbúðir á 40 lóðum, þar af 40 íbúðir í parhúsum á 20 lóðum. Eigandinn gerir ráð fyrir að uppbyggingin verði áfangaskipt.

Skipulagstillaga 

Deiliskipulag Árbær 4

Deiliskipulagstillagan markar reiti fyrir útbyggingu íbúðarhúss og frístundahúss í samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Skipulagstillaga greinargerð  

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

Auglýsing á skipulagstillögum 02.02.2021

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar skv. 1. málsgrein 41 grein skipulagslaga nr.123/2010, á 287. fundi bæjarstjórnar þann 28. janúar 2021:

Tillaga að deiliskipulagi í landi Kirkjuferjuhjáleigu

Tillagan fjallar um 3 nýjar lóðir til uppbyggingar í landi Kirkjuferjuhjáleigu sem eru á bilinu 2 til 4 ha. Skipulagstillöguna má sjá hér og greinargerð hér

Deiliskipulag fyrir Þóroddsstaði 2 lóð H

Deiliskipulagið markar byggingarreiti fyrir íbúðarhús og bílskúr samtals allt að 280 fermetra. Auk þess gestahús allt að 50 fermetra og stakstæðan bílskúr allt að 130 fermetra. Gert er ráð fyrir trjá- og garðarækt á svæðinu.  Skipulagstillöguna má sjá hér

Breytingartillaga á deiliskipulagi fyrir Kinn í Ölfusi

Með deiliskipulagsbreytingunni er skipan byggingarreita breytt. Heimilt verður að reisa ný gróðurhús. Byggingarreitur fyrir skemmu, véla- og tækjageymslu sem er á gildandi skipulagi er felldur niður.  Skipulagstillöguna má sjá hér

Breyting á deiliskipulagi í landi Ferjukots

Breytt deiliskipulag fyrir Ferjukot gerir ráð fyrir að byggja megi 6 lítil ferðaþjónustuhús og eitt aðstöðuhús á lóðinni.  Skipulagstillöguna má sjá hér

Tillögurnar verða til kynningar á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss frá 3. febrúar til  18. mars  2021. Frestur til að gera athugasemdir er til  18. mars  2021 á netfangið skipulag@olfus.is

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

Forkynning á skipulagstillögum 22.01.2021

Aðalskipulagsbreyting fyrir Stóra-Saurbæjarsvæðið og Götu í Selvogi

Við Stóra-Saurbæ er tillaga um að breyta landbúnaðarlandi í íbúðarsvæði á 15 ha svæði. Einnig er markaður reitur fyrir fjarskiptamastur norðan við Suðurstrandaveg við Götu og landnotkun fyrir hann breytt úr landbúnaðarlandi í athafnasvæði. Skipulagstillöguna má sjá hér

Aðal- og deiliskipulagsbreyting fyrir Árbæ 4

Landnotkun fyrir 4,8 ha reit í landi Árbæjar 4a í Ölfusi breytt úr „opnu svæði til sérstakra nota“ í landbúnaðarsvæði. Gert var ráð fyrir hesthúsum á reitnum en skv. tillögunni munu ákvæði um landbúnaðarsvæði gilda þar framvegis.

Jafnframt er lögð fram skipulagslýsing um deiliskipulag sem heimilar  að byggja íbúðarhús og frístundahús á reitnum, til viðbótar við þær byggingar sem þar eru fyrir.  Skipulagstillöguna og lýsinguna má sjá hér og hér

Aðal- og deiliskipulagsbreyting í landi Riftúns

Breytingin gildir fyrir reit í landi Riftúns sem liggur suðaustan við þjóðveginn. Lagt er til að aðalskipulag breytist  þannig að landnotkun á reitnum sem var landbúnaðarsvæði verði verslunar- og þjónustusvæði.

Með tillögu að deiliskipulagi fyrir reitinn er gert ráð fyrir að þar verði ýmis ferðaþjónustutengd starfsemi.  Skipulagstillögurnar má sjá hér og hér

Tillaga að deiliskipulagi í landi Kirkjuferjuhjáleigu

Tillagan fjallar um 3 nýjar lóðir til uppbyggingar í landi Kirkjuferjuhjáleigu sem eru á bilinu 2 til 4 ha.  Skipulagstillöguna má sjá hér og hér

Breytingartillaga á deiliskipulagi fyrir Kinn í Ölfusi

Með deiliskipulagsbreytingunni er skipan byggingarreita breytt. Heimilt verður að reisa ný gróðurhús. Byggingarreitur fyrir skemmu, véla- og tækjageymslu sem er á gildandi skipulagi er felldur niður.  Skipulagstillöguna má sjá hér

Deiliskipulag fyrir Þóroddsstaði 2 lóð H

Deiliskipulagið markar byggingarreiti fyrir íbúðarhús, bílskúr, og gestahús.  Skipulagstillöguna má sjá hér

Grímslækjarheiði – Sögusteinn - skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar

Lýst er fyrirhuguðu deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir að sumarhúsalóðir og útivistarsvæði innan reitsins verði að íbúðarhúsalóðum í samræmi við gildandi aðalskipulag.  Skipulagstillöguna má sjá hér

Breyting á deiliskipulagi í landi Ferjukots

Breytt deiliskipulag fyrir Ferjukot gerir ráð fyrir að byggja megi 6 lítil ferðaþjónustuhús og eitt aðstöðuhús á lóðinni.  Skipulagstillöguna má sjá hér

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

Auglýsing um þrjár skipulagstillögur 21.12.2020

Skipulag hafnarsvæðis:

Auglýst er breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Þorlákshafnar vegna fyrirhugaðs snúnings og breikkunar Suðurvararbryggju. Við breytinguna munu stærri skip eiga auðveldara með að sigla inn í norðurhöfnina. Skv. spálíkönum munu þessar breytingar bæta öldulag innan hafnarinnar.

Skipulagstillöguna má sjá hér

Tillagan verður til kynningar skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1 frá 22. desember 2020 til 3. febrúar 2021.

Breyting á deiliskipulagi í landi Ferjukots:

Skipulagið er nú auglýst að nýju. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem var samþykkt í bæjarstjórn Ölfuss 25. júní 2009. Markaður er byggingarreitur fyrir 6 lítil ferðaþjónustuhús, allt að 80 fermetrar hvert og aðstöðuhús, allt að 80 fermetrar, norðaustan við þá byggð sem áður var ráðgerð á svæðinu.

Skipulagstillöguna má sjá hér

Tillagan verður til kynningar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1 frá 22. desember 2020 til 3. febrúar 2021.

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi:

Skipulagslýsing á breytingu á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 vegna breyttrar landnotkunar á tveimur stöðum í Ölfusi. Fyrirhugað er að breyta landnotkun fyrir 400 fermetra reit í landi Götu í Selvogi þar sem hugmyndin er að reisa 30 m hátt fjarskiptamastur.

Einnig er fyrirhugað að breyta landnotkun á 15 ha svæði við Stóra-Saurbæ 3 úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði. Þegar hafa verið samþykktar fjórar skipulagsáætlanir í bæjarstjórn sem gera ráð fyrir íbúðarhúsum á svæðinu.

Skipulagslýsinguna má sjá hér

Lýsingin verður til kynningar skv. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss í Hafnarbergi 1 frá 22. desember 2020 til 20. janúar 2021.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis verður til kynningar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss á Hafnarbergi 1 frá 14. til 15. desember 2020 áður en málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar nr. 286 þann 15. desember. 

Auglýst er breytingu á deiliskipulagi hafnarinnar vegna fyrirhugaðs snúnings og lengingar Suðurvararbryggju. Að auki er endi Austurgarðs styttur um 40 metra og færður lítillega, til að stærri skip geti snúið innan hafnarinnar. Skv. spálíkönum mun þessi breyting bæta öldulag innan hafnarinnar.

Skipulagstillöguna má sjá hér

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 285, þann 30. nóvember 2020 að auglýsa eftirfarandi skipulagstillögur að deiliskipulagi, skv. 40. og  41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

-Skipulagslýsing fyrir nýtt íbúðasvæði vestan Þorlákshafnar. Svæðið er á 9 hektara reit vestan við núverandi byggð í Þorlákshöfn. Staðsetningin tekur mið af samlegðaráhrifum vegna innviða, hagkvæmari nýtingu lands og tengingu byggðarinnar við Selvogsbraut. Verkefninu er ætlað að svara mikilli eftirspurn sem er eftir byggingarlóðum í þéttbýli Þorlákshafnar. Milli svæðisins og núverandi byggðar verður 70 metra breitt „hraunbelti“ þar sem núverandi útivistarstígur mun áfram liggja.  Lýsinguna má sjá hér.

Lýsingin verður til sýnis í afgreiðslu bæjarskrifstofu Ölfuss frá 8. desember 2020 til 6. janúar 2021. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemd við það. Skila skal skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða á skipulag@olfus.is, fyrir 6. janúar 2021.

 -Deiliskipulag fyrir Fiskalón í Ölfusi. Skipulagið er nú auglýst að nýju. Byggingarmagn, hæð húsa og nýtingarhlutfall er skilgreint fyrir svæðið. Markmiðið er að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu seiðaeldis sem hefur verið á svæðinu í áratugi, í samræmi við auknar kröfur sem gerðar eru til þess konar starfsemi.

Skipulagið má sjá hér og greinargerð hér

Skipulagið verður til sýnis í afgreiðslu bæjarskrifstofu Ölfuss frá 8. desember 2020 til 20. janúar 2021. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemd við lýsinguna. Skila skal skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða á skipulag@olfus.is, fyrir 20. janúar 2021.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi.

 
Forkynning á tveimur skipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til kynningar skv. 3.mgr. 40 gr. skipulagslaga og 2.mgr. 30.gr. nr.123/2010, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1 frá 26. nóvember til hádegis þann 30. nóvember. 

-Skipulaglýsing fyrir nýtt íbúðasvæði vestan Þorlákshafnar. Svæðið er á 9 hektara reit vestan við núverandi byggð í Þorlákshöfn. Staðsetningin tekur mið af samlegðaráhrifum vegna innviða, hagkvæmari nýtingu lands og tengingu byggðarinnar við Selvogsbraut. Verkefninu er ætlað að svara mikilli eftirspurn sem er eftir byggingarlóðum í þéttbýli Þorlákshafnar. Milli svæðisins og núverandi byggðar verður um 70 metra breitt „hraunbelti“ þar sem núverandi útivistarstígur, heilsustígurinn mun áfram liggja. Lýsinguna má sjá hér

-Deiliskipulag fyrir Fiskalón í Ölfusi. Skipulagið er nú auglýst að nýju. Byggingarmagn, hæð húsa og nýtingarhlutfall er skilgreint fyrir svæðið. Markmiðið er að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu seiðaeldis sem hefur verið á svæðinu í áratugi, í samræmi við auknar kröfur sem gerðar eru til svona starfsemi.

Deiliskipulagið má sjá hér og greinargerð hér

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

Auglýsing um fjórar deiliskipulagstillögur

Deiliskipulag fyrir Vesturgljúfur:

EFLA hefur unnið deiliskipulag af lóðum á athafnasvæði sunnan við Klettagljúfur. Afmarkaðir eru byggingareitir þar sem byggja má atvinnuhúsnæði. Búið er að taka hluta lóðanna undir vegsvæði fyrir nýjan Ölfusveg. Uppdrátt má nálgast HÉR

Deiliskipulagsbreyting Gljúfurárholt 14:

Landeigandi óskar eftir að breyta nýsamþykktu deiliskipulagi þannig að byggja megi hús til landbúnaðarnota (skemmu) til viðbótar við þær heimildir sem gildandi deiliskipulag inniheldur. Bætt er við einum byggingarreit, U2 en að öðru leyti er skipulagið óbreytt. Útbyggingarheimildir eftir breytinguna eru vel innan heimilda aðalskipulags fyrir lóðir á landbúnaðarsvæðum. Uppdrátt má nálgast HÉR

Deiliskipulag fyrir Setberg 20:

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir allt að 89 m2 viðbyggingu við húsið Setberg 20 í horni fyrir framan núverandi bílskúrshurð. Skipulagið gerir ráð fyrir að viðbygging falli sem best að núverandi húsi á lóðinni. Uppdrátt má nálgast HÉR

Deiliskipulag fyrir Kvíarhól í Ölfusi:

Um er að ræða skipulag sem heimilar allt að 800 m2 6,5 metra háa reiðskemmu sem verður norðan við núverandi hesthús á lóðinni og tengist því. Tillagan samræmist aðalskipulagi Ölfuss. Uppdrátt má nálgast HÉR

Tillögurnar liggja frammi til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss að Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn frá 4. nóvember til 17. desember 2020.

Frestur til að gera athugasemdir er frá 4. nóvember til 17. desember 2020. Skila má athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1 eða rafrænt á skipulag@olfus.is.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

Forkynning á fjórum deiliskipulagstillögum fyrir afgreiðslu í bæjarstjórn Ölfuss

Deiliskipulag fyrir Vesturgljúfur:

EFLA hefur unnið deiliskipulag af lóðum á athafnasvæði sunnan við Klettagljúfur. Afmarkaðir eru byggingarreitir þar sem byggja má atvinnuhúsnæði. Búið er að taka hluta lóðanna undir vegsvæði fyrir nýjan Ölfusveg. Deiliskipulagið má sjá HÉR

Deiliskipulagsbreyting Gljúfurárholt 14

Landeigandi óskar eftir að breyta nýsamþykktu deiliskipulagi þannig að byggja megi hús til landbúnaðarnota (skemmu) til viðbótar við þær heimildir sem gildandi deiliskipulag inniheldur. Bætt er við einum byggingarreit, U2 en að öðru leyti er skipulagið óbreytt. Útbyggingarheimildir eftir breytinguna eru vel innan heimildar aðalskipulags fyrir lóðir á landbúnaðarsvæðum. Deiliskipulagsbreytinguna má sjá HÉR

Deiliskipulag fyrir Setberg 20

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir allt að 89 m2 viðbyggingu við húsið Setberg 20 í horni fyrir framan núverandi bílskúrshurð. Deiliskipulagstillöguna má sjá HÉR

Deiliskipulag fyrir Kvíarhól í Ölfusi

Um er að ræða skipulag sem heimilar allt að 800 fermetra 6,5 metra háa reiðskemmu. Tillagan samræmist aðalskipulagi Ölfuss. Deiliskipulagið má sjá HÉR

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss, Hafnarbergi 1, frá 26. – 29. október 2020

 

 

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Ölfuss á norðursvæði

Á 280. fundi bæjarstjórnar Ölfuss 25.6.2020 sl., var samþykkt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi í reit Í-6 í samræmi við 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting aðalskipulags felst í því að íbúðum í reit Í-6 í Þorlákshöfn er fjölgað úr 51 í 75 og þéttleiki byggðar eykst úr 9,4 íb/HA í 13,8 íb/HA.

Tillagan liggur frammi til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss að Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn frá 2. september til 16. október. 

Frestur til að gera athugasemdir er frá 2. september til 16. október 2020. Skila má athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is. Tillöguna má nálgast HÉR 

Auglýsing um fjórar deiliskipulagstillögur

Deiliskipulagsbreyting á norðursvæði í Þorkákshöfn – reitur Í-6

Á 280. fundi bæjarstjórnar Ölfuss 25.6.2020 sl., var samþykkt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi í reit Í-6 í samræmi við 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting deiliskipulagsins tekur að mestu til húsagerðar og lóðaskiptingar en aðrir þættir eru einnig endurskoðaðir svo sem lóðamörk, bílastæðafjöldi og gönguleiðir.  Uppdrátt má nálgast HÉR og greinargerð HÉR

Deiliskipulagsbreyting Mánastaðir 2 - 4 / Kambastaðir

Á 282. fundi bæjarstjórnar Ölfuss 27.8.2020 sl., var samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi vegna Mánastaða 1 og 2 í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að Mánastöðum 2, sem er stærsta lóðin, er skipt upp í 4 lóðir, þrjár fyrir íbúðarhús og gestahús og eina fyrir sorpflokkun.

Tillögurna má nálgast HÉR

Deiliskipulag fyrir Dimmustaði í Ölfusi

Á 282. fundi bæjarstjórnar Ölfuss 27.8.2020 sl., var samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Dimmustaða 2 í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gert er ráð fyrir 4 lóðum á landinu og markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús, bílskúr og gestahús. . Samtals er hámarks byggingamagn 300 fermetrar á hverri lóð. Uppdrátt má nálgast HÉR og greinargerð HÉR.

Deiliskipulag fyrir Stóra Saurbæ 3

Á 282. fundi bæjarstjórnar Ölfuss 27.8.2020 sl., var samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Stóra Saurbæjar 3 í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Landeigandi leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Stóra Saurbæ 3. Landið er 4 HA að stærð og er því skipt í 3 lóðir í tillögunni. Á því er eldra íbúðarhús og nokkur úthús. Markaðir eru byggingarreitir fyrir ný íbúðarhús, frístundahús, bílskúra, skemmur og útihús.  

Tillögurnar liggja frammi til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss að Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn frá 2. september til 16. október.

Frestur til að gera athugasemdir er frá 2. september til 16. október 2020. Skila má athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

Forkynning á þremur deiliskipulagstillögum fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss fer fram frá 25. til 27. ágúst 2020. Upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi á bæjarskrifstofu Ölfuss á skrifstofutíma.

Deiliskipulagsbreyting - Mánastaðir 2 - 4

Um er að ræða breytingu sem skiptir stærstu lóðinni á gildandi deiliskipulagi í þrennt. Skilgreindir eru byggingarreitir fyrir íbúðarhús, bílskúr og gestahús. Nýju lóðirnar eru 5.332,8, 5.974,5 og 22.031,5 fermetrar að stærð. Hægt er að nálgast  deiliskipulagsuppdrátt hér.

Deiliskipulag – Dimmustaðir fjórar lóðir

Deiliskipulagstillagan fjallar um 4 nýjar lóðir á landinu Dimmustaðir í Ölfusi. Áður hefur verið kynnt skipulagslýsing fyrir tillöguna. Landið er um 2,5 HA að mestu leyti gróið landbúnaðarland. Skilgreindir eru byggingarreitir fyrir íbúðarhús, bílskúr og gestahús. Hægt er að nálgast skipulagsuppdrátt hér og greinargerð hér.

Deiliskipulag - Stóri Saurbær 3

Deiliskipulagstillagan fjallar um nýjar lóðir í landi Stóra Saurbæjar 3. Landið er 4,6 HA að stærð og er því skipt í 3 lóðir samkvæmt tillögunni. Nýju lóðirnar verða 0,5, 2 og 2,1 HA að stærð. Á landinu er eldra íbúðarhús og nokkur úthús og skilgreindir eru byggingarreitir fyrir íbúðarhús, bílskúr, viðbyggingu, skemmu, frístundahús og gestahús. Hægt er að nálgast skipulagsuppdrátt hér og greinargerð hér.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

Á 333. fundi bæjarráðs Ölfuss þann 20.8.2020 sl., var samþykkt að auglýsa eftirtaldar deiliskipulagstillögur í samræmi við 1. málsgrein 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulag vegna fiskeldisstöðvar við Laxabraut 21-25 í Þorlákshöfn

Reist verða mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns- og frárennslislagna, ásamt lagningu gatna, plana og bílastæða. Vatnsöflun til rekstursins verður frá borholum innan lóðar. Frárennsli verður síað og hreinsað áður en það verður leitt til sjávar. Afurðir verða fluttar að stærstum hluta á erlenda markaði. Þegar fiskeldið verður komið í fullan rekstur er gert ráð fyrir allt að 20.000 tonna ársframleiðslu. Skipulagsgögn má sjá hér og hér.

Deiliskipulag fyrir Lind í Ölfusi

Fyrirhugað er að reisa skemmu á landinu en markaðir eru byggingarreitir fyrir 3 hús og 3 frístundahús auk tveggja bygginga til landbúnaðarnota í samræmi við aðalskipulag. Skipulagsgögn má sjá hér.

Deiliskipulag fyrir Lindarbæ í Ölfusi

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að skipta landinu í tvær lóðir. Lóðirnar verða um 0,5 HA og 2 HA. Markaður er byggingarreitur fyrir íbúðarhús á báðum lóðum en á þeirri minni stendur nú þegar eldra hús innan reitsins sem þar er markaður. Skipulagsgögn má sjá hér.

Tillögurnar liggja frammi til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss að Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn frá 26. ágúst – 9. október.

Frestur til að gera athugasemdir er frá 26. ágúst – 9. október 2020. Skila má athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is.

Gunnlaugur Jónasson 

skipulagsfulltrúi

Kynning á skipulagstillögum 27. júlí 2020

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til kynningar skv. 3.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss í Hafnarbergi 1 frá 27. júlí til hádegis þann 30. júlí.

- Deiliskipulag fyrir Laxabraut 21-25. Áformað er að reisa fiskeldisstöð. Reist verða mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns- og frárennslislagna, ásamt lagningu gatna, plana og bílastæða.

 - Deiliskipulag Lind í Ölfusi. Stefnt er að því að byggja skemmu á landinu en markaðir eru byggingarreitir fyrir 3 hús og 3 frístundahús auk tveggja bygginga til landbúnaðarnota í samræmi við aðalskipulag.

 - Deiliskipulag Lindabær í Árbæ. Tillagan gerir ráð fyrir að skipta landinu í tvær lóðir. Landið er íbúðarsvæði skv. aðalskipulagi. Húsið Lindabær sem er 201,4 m2 stendur eftir á upprunalandinu sem verður 4167,5 m2 en skipt verður út 20167 m2 lóð. Markaður er byggingarreitur fyrir íbúðarhús á báðum lóðum.

 

Skipulagslýsing vegna breyting á aðal- og deiliskipulagi Norðurhrauns í Þorlákshöfn

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 280, þann 25.júní 2020 að auglýsa skipulagslýsingu og  tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi, skv. 30.grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Breyting aðalskipulags felst í því að íbúðum í reit Í-6 í Þorlákshöfn er fjölgað úr 51 í 75 og þéttleiki byggðar eykst úr 9,4 íb/HA í 13,8 íb/HA.

Gögn vegna málsins má sjá hér: Norðurhraun - skipulagslýsing

 

Skipulagslýsing fyrir fjórar lóðir í landi Dimmustaða í Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 280, þann 25. júní 2020 að auglýsa skipulagslýsingu í landi Dimmustaða í Ölfusi. skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Stefnt er að því að deiliskipuleggja landið Dimmustaði í Ölfusi sem er 2,5 ha. að stærð. Dimmustaðir eru stofnaðir úr landi Litla-Saurbæjar 1 (L171771).  Svæðið er sunnan Hveragerðis,  um 1 km austan við Þorlákshafnarveg (nr. 38). Lóðin er á skilgreindu landbúnaðarlandi, landið er flatt og grasi gróið. Engin mannvirki eru á landinu.

Gögn vegna málsins má sjá hér: Dimmustaðir - skipulagslýsing 

Skipulagslýsingarnar  verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 1. júlí til 31. júlí 2020. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 31. júlí 2020.

Skipulagsfulltrúi Ölfuss

Gunnlaugur Jónasson

 

Aðalskipulagsbreyting „Miðbæjarkjarni í Þorlákshöfn“ - Mói

Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss 25. júní 2020 var lögð fram og samþykkt greinargerð aðalskipulagsbreytingar vegna miðbæjarkjarna í Þorlákshöfn. Gögn eru unnin af Trípólí arkitektum, dagsett 15.06.2020.

Helstu breytingar eru að gerðar eru breytingar á landnotkunarflokkum; afmörkun núverandi Miðsvæðis (M1) norðan Selvogsbrautar er breytt með þeim hætti að svæðið minnkar nyrst og vestast en stækkar þess í stað til austurs á kostnað Athafnasvæðis (A1) og Verslunar- og þjónustusvæðis (V1). Nýtt Íbúðasvæði (Í12) er skilgreint á milli Í9 og M1 og minnkar Í9 lítillega við það. Athafnasvæði (A1) minnkar sömuleiðis lítillega á kostnað hins nýja Íbúðasvæðis (Í12).

Tillagan verður til sýnis hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b og á Bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn og á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is undir „skipulag í kynningu“, frá 1. júlí til 14. ágúst 2020 og er frestur til að skila umsögnum þangað til. Umsögnum má skila í tölvupósti á skipulag@olfus.is eða á bæjarskrifstofur sveitarfélagsins.

Gögn vegna málsins má sjá hér: Miðbæjarkjarni í Þorlákshöfn - aðalskipulagsbreyting

 

Deiliskipulagsbreyting „Miðbæjarkjarni í Þorlákshöfn“ - Mói

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 280, þann 25.júní 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi, skv. 1. málsgr. 36. gr. og 1. málsgr. 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Í gildandi deiliskipulagi er m.a. gert ráð fyrir tveggja hæða verslunarkjarna norðan og austan við heilsugæslu og þremur þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum næst Ölfusbraut. Svæðið norðan Selvogsbrautar er enn óbyggt að frátöldu heilsugæsluhúsi. Tillagan gerir ráð fyrir að hætt verði við verslunarkjarnann á reitnum og þess í stað er gert ráð fyrir uppbyggingu í formi eins til þriggja hæða íbúðarhúsnæðis nyrst á reitnum, þriggja hæða fjölbýlishúsum vestast á reitnum og eins til þriggja hæða verslunar-, þjónustu og menningarhúsum meðfram Selvogsbraut.

Gögn vegna málsins má sjá hér: Miðbæjarkjarni -deiliskipulagsuppdráttur  og Miðbæjarkjarni - deiliskipulagsgreinargerð

 

Deiliskipulag  hafnarsvæðis Þorlákshafnar

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 280, þann 25. júní 2020 að auglýsa deiliskipulag hafnarsvæðis Þorlákshafnar. skv. 1. málsgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Á svæðinu er í gildi eldra deiliskipulag sem var auglýst í B-deild stjórnartíðinda 28.11.2008 og mun það falla úr gildi við gildistöku þess skipulags sem nú er auglýst. Deiliskipulag hafnarsvæðis Þorlákshafnar er nú auglýst að nýju en það var áður auglýst fyrir rúmu ári síðan. Á því hafa verið gerðar nokkrar breytingar og er sú veigamesta sú að stór nýr suðurgarður sem fjallað er um í gildandi aðalskipulagi er nú tekinn út úr deiliskipulagsinu og fjallar það ekki lengur um hann. Því þarf ekki að gera grein fyrir umhverfisáhrifum sem bygging hans gæti valdið að þessu sinni.

Deiliskipulagið er í samræmi við breytingu á gildandi aðalskipulagi Ölfuss sem nýlega var breytt á svæðinu.

Gögn vegna málsins má sjá hér: Hafnarsvæði deiliskipulagsuppdráttur og Hafnarsvæði deiliskipulag greinargerð

 

Deiliskipulagsbreyting „Mánastaðir 1 og 2 – Kambastaðir“ vegna Kambastaða í Ölfusi.

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 280, þann 25. júní 2020 að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu  „Mánastaðir 1 og 2 – Kambastaðir“.  skv. 1. málsgr. 41. gr. og 1. málsgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Breytingin er vegna Kambastaða í Ölfusi. Á landinu má, skv. nýsamþykktu deiliskipulagi, byggja 5 metra hátt íbúðarhús og 8 metra háa skemmu. Sótt er um að hámarks hæð íbúðarhúss verði 9 metrar og eins er byggingarmagn aukið lítillega. Skv. deiliskipulagi má byggja ca 600 m2 í allt á landinu en þeir óska eftir að þar megi byggja 850 m2 sem er vel innan við 0,05 nýtingarhlutfall skv. gildandi aðalskipulagi. 

Tillögurnar verða  til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 1. júlí til 14. ágúst 2020. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 14.ágúst 2020.

Gögn vegna málsins má sjá hér: Mánastaðir 1 og 2 - Kambastaðir deiliskipulagsbreyting

 Skipulagsfulltrúi Ölfuss

Gunnlaugur Jónasson

 

Deiliskipulagstillaga Akurholt, Sveitarfélaginu Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 277, 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Akurholt í Ölfusi, skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss. Deiliskipulagstillagan fjallar um jörðina Akurholt sem liggur innan Hvammshringsins  í Ölfusi. Jörðin er 117 hektarar, að mestu framræst mýrlendi.

Skipulagið gerir ráð fyrir fjórum nýjum lóðum á bilinu 2-4 hektarar, fimm íbúðarhúsum, nýrri vélageymslu, byggingarreiti fyrir frístundahús og húsi til landbúnaðarnota. Svæðið er merkt sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Miðað við tillöguna gæti fjöldi húsa á svæðinu orðið 14 hús auk bílskúra. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022. 

Deiliskipulag þetta verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn en uppdrátt og greinagerð má einnig nálgast hér.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir er frá og með 4. júní til 17. júlí 2020. Þeim skal skila á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is

Skipulagsfulltrúi Ölfuss

 

Athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar - Unu- og Vesturbakki

 Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 277, 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar - Unu- og Vesturbakki, skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

 Deiliskipulagið fjallar um athafnasvæði í Þorlákshöfn sem liggur vestan megin við Óseyrarbraut. Skipulagssvæðið er að hluta byggt upp nú þegar og er starfsemin á svæðinu af ýmsum toga eins og verkstæði, vinnsla fiskafurða o.fl. Landnotkun á svæðinu er skv. gildandi aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 og er athafnasvæði, iðnaðarsvæði og að litlum hluta verslunarsvæði. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2010-2022. 

 Á svæðinu eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem munu falla úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags. Þær heita „Unu og Vesturbakki“ samþykkt í bæjarstjórn 22. mars 2018 og „Iðnaðarsvæði í Þorlákshöfn“ samþykkt í bæjarstjórn 26. nóvember 2009.

 Uppdráttur athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar - Unu- og Vesturbakki

 Greinargerð athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar - Unu- og Vesturbakki

 Deiliskipulag þetta verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 7. maí til 18. júní 2020.

 Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 18. júní 2020.

 

Deiliskipulag Borgargerðis í Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 278, þann 30. apríl 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Borgargerði í Ölfusi, skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Skipulagið gerir ráð fyrir þremur nýjum íbúðarhúsum á svæðinu, nýju húsi til landbúnaðarnota og byggingarreit fyrir frístundahús, auk þess sem eldri hús eru sýnd, en þau eru 5 talsins. Svæðið er merkt sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Því er skipt í fjórar lóðir á bilinu 7.224 m2 upp í 23.667 m2. Miðað við tillöguna gæti fjöldi húsa á svæðinu mest orðið 9 hús auk 3 bílskúra/skemma.

Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022. 

Deiliskipulagið verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 7. maí til 18. júní 2020. Hér má sjá deiliskipulagið.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 18. júní 2020.

 

Skipulagslýsing fyrir Riftún í Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 278, þann 30. apríl 2020 að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir Riftún í Ölfusi, skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

 Gert ráð fyrir uppbyggingu Riftúnslauga og þjónustuhúss neðan vegar auk hestaleigu. Óskað er eftir því að skipulagslýsingin verði tekin til formlegrar meðferðar hjá skipulagsnefnd. Fyrirhugað er að Hermann Ólafsson hjá Landhönnun á Selfossi annist deiliskipulagsvinnu/breytingu á aðalskipulagi.

 Skipulagslýsing þessi verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 7. maí til 4. júní 2020.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma með ábendingar eða gera athugasemdir við lýsinguna. Skila skal athugasemdum/ábendingum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 4. júní 2020.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frest, teljast samþykkir tillögunum.

Skipulagsfulltrúi Ölfuss

Grenndarkynning vegna byggingaráforma við Hjarðarbólsveg 3

Á 277. fundi Bæjarstjórnar Ölfuss 26.3.2020 sl., var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið hafði hlotið umræðu og afgreiðslu á 5. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss þann 19.3.2020. Sótt er um leyfi til að hækka hús um 40 cm umfram það sem kemur fram í deiliskipulagi fyrir lóðina Hjarðarbólsvegur lóð 3 og auka heildar byggingarmagn á lóð um 11,6 fermetra, úr 150 fermetrum í 161,6 fermetra.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði: 
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu skv. grein 43. og 44. í skipulagslögum.

Uppdráttur af áformunum er hér, þar sem má sjá áformin í afstöðumynd, sneiðmynd og útlitsteikningum. Að lokinni kynningu er umsækjanda heimilt að senda inn byggingarteikningar og fær byggingarleyfi standist þær reglugerð. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Frestur til að senda athugasemdir er frá 8. apríl – 6. maí 2020. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is, merkt „Hjarðarbólsvegur“.

Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar hljótist undirritað samþykki íbúa fyrir áformunum,
skv. 3. mgr., 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Kynningarbréf fengu lóðarrétthafar Hjarðarbólsvegi 1 og 5 og Hrókabólsvegi 2 og 4.

Skipulagsfulltrúi Ölfus

 

Deiliskipulag fyrir Nesbraut 23-27.

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 277, þann 26. mars 2020 að auglýsa eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi, skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Ísþór ehf. áformar að stækka eldisstöð sína að Nesbraut 23-27, úr 600 í 1800 tonna ársframleiðslu, á lóðum nr. 23, 25 og 27 við Nesbraut. Deiliskipulagið er í samræmi við áherslur í aðalskipulagi og er til þess fallið að renna styrkari stoðum undir atvinnu og byggð á svæðinu. Reist verða mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns og frárennslislagna, ásamt lagningu vegaslóða og plana og bílastæða.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 1. apríl til 13. maí 2020. 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 13. maí 2020.  

Sjá má deiliskipulagsuppdrátt hér og greinargerð 

 

Skipulags- og matslýsing vegna 5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. við Laxabraut 21-25.

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 277, þann 26. mars 2020 að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna 5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. við Laxabraut 21-25. skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Stefnt er að því að reisa mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns og frárennslislagna, ásamt lagningu vegaslóða og plana og bílastæða. Vatnsöflun til rekstursins verður frá borholum innan lóðar. Frárennsli verður síað og hreinsað

Skipulags- og matslýsing þessi verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 1. apríl til 27. apríl 2020. 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 15. apríl 2020.

Sjá má skipulags- og matslýsinguna hér

 

Skipulagslýsing fyrir fjórar lóðir í landi Akurholts í Ölfusi.

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 277, þann 26. mars 2020 að auglýsa skipulagslýsingu í landi Akurholts í Ölfusi skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Stefnt er að því að deiliskipuleggja landið Akurholt í Ölfusi sem er 126 ha. að stærð. Landið er innan Hofshringsins, norðaustur af Kotströnd skammt ofan við Hringveg 1. Svæðið er ekki deiliskipulagt. Engin mannvirki eru á landinu. Landið er framræst mýrlendi og melar. Aðkoma verður frá nýjum innansveitarvegi vestanvert skv. útfærslu Vegagerðarinnar.

Skipulagðar eru fjórar lóðir úr landi Akurholts sem er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss, 2010-2022. Leyft verður að byggja eitt einbýlishús, 1-2 hæðir, bílskúr og eitt frístundahús á hverri lóð, auk annarra bygginga m.a. til landbúnaðarnota. Aðkoma verður frá nýjum innansveitarvegi.

Skipulagslýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 1. apríl til 15. apríl 2020. 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 15. apríl 2020.

Sjá má skipulagslýsinguna hér

 Skipulagsfulltrúi Ölfuss

 

Skipulagsauglýsingar fyrir Sveitarfélagið Ölfus

Deiliskipulag í kynningu

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir kirkju og kirkjugarð Þorlákskirkju, skv. 41. gr. skiplagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Deiliskipulagið fjallar um Þorlákskirkju og kirkjugarð, heildarsvæði og stækkun garðsins.

Markaður er reitur fyrir inngrafið safnaðarheimili sunnan við kirkjuna og stækkun kirkjugarðs til suðurs og vesturs frá núverandi garði. Gert er ráð fyrir 344 nýjum gröfum, bæði hefðbundnum- og duftgröfum. Deiliskipulagið og stækkunin er í samræmi við aðalskipulag og verður garðurinn innan U8, opin svæði til sérnota á aðalskipulagi 2010-2022.  

Deiliskipulag þetta verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 11. mars til 27. apríl 2020. Uppdráttur eru einnig aðgengilegur á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is, undir skipulag í kynningu.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með undirritun á skipulag@olfus.is, merkt „Kirkjugarður“ fyrir 27. apríl 2020.

Hægt er að nálgast skipulagsuppdráttinn hér

Skipulagsfulltrúi Ölfuss

 

Skipulags- og matslýsing til kynningar

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt að kynna skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingar í þéttbýli Þorlákshafnar skv. 1. mgr. 30 gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsreiturinn er um 7,5 ha að stærð og afmarkast af Ölfusbraut í vestri, Selvogsbraut í suðri, lóðamörk Selvogsbrautar 12 í austri og fyrirhugaðri götu í norðri er tengist út frá Ölfusbraut.

Breytingar á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 miða við að breyta nyrsta hluta deiliskipulagsreitsins úr því að vera Miðsvæði (M1) yfir í að vera Íbúðarsvæði (Í9) og stækka núverandi Í9-svæði til austurs og minnka á móti A1- og V1-svæði þar fyrir austan sem því nemur. Á hluta svæðisins er gildandi deiliskipulag „Miðbærinn í Þorlákshöfn“, staðfest 27.03.2008.

Gert er ráð fyrir nýrri uppbygging norðan Selvogsbrautar sem verður að mestu í formi eins til þriggja hæða íbúðabyggðar auk þess sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum næst Ölfusbraut og að verslun/þjónusta/stofnanir verði á jarðhæðum nýbygginga við Selvogsbraut austan heilsugæslu. Fornleifaskráning hefur átt sér stað á svæðinu.

Skipulagslýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, og á heimasíðu frá og með 4. mars til og með 18. mars 2020. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir innan þess tíma. Athugasemdum má skila á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins eða á skipulag@olfus.is.

Skipulags- og matslýsing M1 og Í9
Fornleifaskráning

Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss.

 

GRENNDARKYNNING
Vegna Grímsækjarheiði

Á 275. fundi Bæjarstjórnar Ölfuss 30.1.2020 sl., var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu skipulags í samræmi við 44. gr. skipulagslag nr. 123/2010. Erindið hafið hlotið umræðu og afgreiðslu á 3. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss þann 23.1.2020.
Afgreiðsla máls er í takt við 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga.

Magnús Gunnarsson sendir inn uppfærðan deiliskipulagsuppdrátt fyrir Grímslækjarheiði en hann á húsið Sögustein í Ölfusi L172269, sem tekur til stærsta hluta skipulagsins. Magnús óskar eftir viðurkenningu á lóðaskiptingu og vegtengingu skv. samþykktu deiliskipulagi frá 1995. Um óverulega breytingu deiliskipulags er að ræða.

Deiliskipulag hefur verið uppfært og lóðir hnitsettar. Skipulagið er 4 ha að stærð og skiptist í 6 lóðir, útivistarsvæði og vegtengingu. Byggingarreitir syðst á landinu færast í 100 m línu frá Þorlákshafnarvegi 38. Nýtingarhlutfall lóða er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2010-2022. Byggingarskilmálar eru annars óbreyttir.

Meðfylgjandi er uppdráttur. Að lokinni kynningu verður skipulagið skv. skipulagslögum. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Þau hanga til sýnis á bæjarskrifstofum og á heimasíðu. Frestur til að senda athugasemdir er frá 7. febrúar – 13. mars 2020.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is, merkt „Sögusteinn“.

Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar hljótist undirritað samþykki íbúa fyrir áformunum,
skv. 3. mgr., 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningarbréf hljóta íbúar í Klettagljúfri 5, 6 og 9.

Þeir sem hljóta sérstakt kynningarbréf og uppdrátt í pósti eru: Reynir Sveinsson (L172267), Magnús Gunnarsson (L172269), Ólafur Sigurðsson (L172270), Jörgen Eric Guðmundsson og Elías Theódórsson (L195678).
Brynjar Ólafsson (L172271) hefur ekki skráð heimilisfang og getur því ekki fengið bréf.

Verkefnastjóri skipulagsmála

 

Deiliskipulagsbreyting fyrir Kinn L212149

Á 275. fundi Bæjarstjórnar Ölfuss 30.1.2020 sl., var samþykkt að auglýsa deiliskipulagsbreytingu skv. 43. gr. Skipulagslag nr. 123/2010. Erindið hafði hlotið umræðu og afgreiðslu á 3. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss þann 23.1.2020.

Með breytingunni er skipan reita breytt og þeir stækkaðir. Reitur 1 verður fyrir íbúðarhús og færist til. Reitir 2 og 3 eru stækkaðir og færast til vesturs. Þar verða gróðurskýli reist, annarsvegar varanlegt gróðurhús og hins vegar plastdúkur á stálgrind. Greinargerð uppfærð. Með samþykkt bæjarstjórnar gefst undanþága vegna nýtingarhlutfalls aðalskipulags Ölfuss frá 0.05 í 0.15, er það sökum eðli bygginga og byggingarefna.

Deiliskipulagbreytingin verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, og á heimasíðu frá og með 5. febrúar til og með 20. mars 2020. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir innan þess tíma. Athugasemdum má skila á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins eða á skipulag@olfus.is merkt „Kinn“. Þeir sem ekki gera athugasemdir teljast samþykkir.

Deiliskipulagsuppdráttur fyrir Kinn

Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

GRENNDARKYNNING
Vegna Klettagljúfurs 7

Á 275. fundi Bæjarstjórnar Ölfuss 30.1.2020 sl., var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu skipulags í samræmi við 44. gr. Skipulagslag nr. 123/2010. Erindið hafið hlotið umræðu og afgreiðslu á 3. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss þann 23.1.2020.

Örn Karlsson, f.h. Bjargar Ólafsdóttur, óskar eftir að byggingarreitur í Klettagljúfri 7 verði stækkaður til að koma fyrir hesthúsi, sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar: Samþykkt. Grenndarkynna þarf áformin í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í skipulagi stendur að hesthús þurfi að standa 10 metra frá lóðarmörkum og 40 metra frá hesthúsi nágranna. Hesthús má rúma 10 hesta.

Meðfylgjandi eru kynningargögn og stutt lýsing þar sem stækkunin er sýnileg á afstöðumynd. Að lokinni kynningu verður skipulagið afgreitt er umsækjanda er þá heimilt að senda inn byggingarteikningar og fær byggingarleyfi standist gögn reglugerð. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Þau hanga til sýnis á bæjarskrifstofum og á heimasíðu. Frestur til að senda athugasemdir er frá 3. febrúar – 6. mars 2020.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is, merkt „Klettagljúfur 7“.

Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar hljótist undirritað samþykki íbúa fyrir áformunum,
skv. 3. mgr., 44. gr. Skipulagslaga nr. 123
/2010. Kynningarbréf hljóta íbúar í Klettagljúfri 5, 6 og 9.

Verkefnastjóri skipulagsmála.

 

Endurskoðun aðalskipulags – Skipulagslýsing

Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss 30. janúar 2020 var lögð fram og samþykkt til kynningar skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Ölfuss 2010-2022. Í skipulagslýsingunni er m.a. gerð grein fyrir ástæðum endurskoðunar aðalskipulagsáætlunarinnar, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.

Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hún kynnt fyrir hagsmunaaðilum og tækifæri gefið á að skila inn umsögnum eða athugasemdum. Skipulagslýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, og á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is, frá 31. janúar til 17. febrúar 2020 og gefst athugasemdafrestur þangað til. Athugasemdum má skila á bæjarskrifstofur sveitarfélagsins eða á skipulag@olfus.is merkt „Aðalskipulag“.

Skipulags- og matslýsing nýs aðalskipulags

Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

GRENNDARKYNNING
Vegna byggingaráforma í Haukabergi

Á 275. fundi Bæjarstjórnar Ölfuss 30.1.2020 sl., var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. Skipulagslag nr. 123/2010. Erindið hafið hlotið umræð og afgreiðslu á 3. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss þann 23.1.2020. Byggja á neðri hæð húss að Haukabergi 4 fram, bílskúr og geymsla, um 3 m í átt að götu. Á efri hæð verður útgangur á nýbyggingu/svalir, samanber innsend gögn og lýsingu umsækjanda sem barst sveitarfélaginu.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði: 
Þar sem ekki er til samþykkt deiliskipulag fyrir hverfið þarf að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin verða kynnt aðliggjandi lóðum með bréfi og birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar sem að Haukabergið er lítill botnlangi með miklum gróðri er útbygging neðri hæðar ekki talin hafa afgerandi áhrif á ásýnd götu, götumynd eða húsalínu. Mest áberandi hluti hússins heldur sér; stofugluggar og þakskyggni.

Meðfylgjandi eru kynningargögn og stutt lýsing þar sem áformin má sjá á afstöðumynd og útlitsteikningum. Að lokinni kynningu er umsækjanda heimilt að senda inn byggingarteikningar og fær byggingarleyfi standist gögn reglugerð. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Frestur til að senda athugasemdir er frá 31. janúar – 28. febrúar 2020. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is, merkt „Haukaberg“.

Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar hljótist undirritað samþykki íbúa fyrir áformunum,
skv. 3. mgr., 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Kynningarbréf fengu íbúar í Haukabergi 2, 3, 4, 5 og 6.

Verkefnastjóri skipulagsmála

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 8 og land 9, 816 Ölfus.

Tvær deiliskipulagstillögur í Gljúfurárholti
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 8 og land 9, 816 Ölfus. Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss, þann 30.01.2020, samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir lönd 8 og 9 Gljúfurárholti. Málsmeðferð er skv 41. gr. skipulagslaga.

Gljúfurárholt land 8 (199502)
Deiliskipulagt er landbúnaðarlandið Gljúfurárholt land 8 Í Gljúfurárholti Ölfusi ásamt hluta úr jörð Gljúfurárholt 171707. Landið hefur ekki verið deiliskipulagt áður. Svæðið er 4,4 ha að stærð. Á því skal byggja eitt íbúðarhús Í1, 250 m2 á einni eða tveimur hæðum. Hámarkshæðir eru 10 m. Hesthús og skemmu L1, 1.800 m2 að stærð. Tækjaskemmu L2, allt að 450 m2. Byggingar skulu rúmast innan byggingareits og fylgja nýtingarhlutfalli aðalskipulags.

Gljúfurárholt land 9 (199503)
Deiliskipulagt er landbúnaðarlandið Gljúfurárholt land 9 Í Gljúfurárholti Ölfusi.
Landið hefur ekki verið deiliskipulagt áður. Landið er 17,4 ha að stærð. Á því skal byggja þrjú íbúðarhús Í1, Í2, og Í3, bílskúr og skemmu allt að 262 m2 og eitt frístundahús F1 allt að 162 m2 á einni eða tveimur hæðum. Hámarkshæðir eru 10 m. Byggingar skulu rúmast innan byggingareits og fylgja nýtingarhlutfalli aðalskipulags.

Deiliskipulögin tvö eru í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2010-2022. Fjarlægð húsa frá Hvammsvegi hefur hlotið undanþágu hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Lagning frárennslislagna og rotþróar er á ábyrgð landeiganda. Staðið skal að framkvæmdum eins og lýst er í leiðbeiningariti nr. 03/01 frá Umhverfisstofnun og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Svæðið er innan þjónustusvæðis slökkviliðs Hveragerðis.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, og á heimasíðu frá og með 3. febrúar til og með 20. mars 2020. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir innan þess tíma. Athugasemdum má skila á bæjarskrifstofum sveitarfélagsins eða á skipulag@olfus.is merkt „Gljúfurárholt 8 og 9“. Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

Deiliskipulagsuppdráttur fyrir Gljúfurárholt land 8 og 9

Skipulag er auglýst í Dagskrá Suðurland og Lögbirtingi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Tillaga deiliskipulags fyrir Götu í Selvogi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 273, 28.11.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss frá 1. fundi 21.11.2019.

Deiliskipulagið nær til tjaldsvæðis innan jarðarinnar Götu Litlu og Stóru, Selvogi í sveitarfélaginu Ölfusi. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir tjaldsvæði ásamt þjónustuhúsi, sjoppu og salernisaðstöðu. Innan svæðisins er að auki gert ráð fyrir byggingarreit fyrir smáhýsi sem verða tengd starfsemi tjaldsvæðisins. Skipulagssvæðið er um 4,4 ha. Deiliskipulagið er í samræmi við heimildir aðalskipulags er varðar uppbyggingu ferðaþjónustutengdar starfsemi á landbúnaðarsvæðum.

Deiliskipulag þetta verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 20. janúar til 4. mars 2019. Uppdráttur eru einnig aðgengilegur á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is, undir skipulag í kynningu.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með undirritun á skipulag@olfus.is, merkt „Gata“.

Deiliskipulagsuppdráttur Götu
Greinargerð deiliskipulags í Götu

Bæjarstjóri Ölfuss.

 

Grenndarkynning - Virkjun á Hellisheiði I1
Breyting á deiliskipulagi Jarðhitagarðs í Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 28.11.2019 að auglýsa deiliskipulagstillögu skv. málsmeðferð 2. mgr. 43. gr. og 3. mrg. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eftir umræður og afgreiðslu 1. fundar Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Um er að ræða grenndarkynningu á breyttu skipulagi fyrir jarðhitagarðinn á Hellisheiði Ölfusi. Óveruleg breyting þessi er 15. breyting skipulags Hellisheiðarvirkjunar.  Breytingin felst í skilmálum klæðningarefna, lita og útlits bygginga í jarðhitagarðinum. Markmiðið er að hönnun bygginga falli betur að landslagi og beri minna á sér í umhverfinu. Hliðar lengri en 30 m þarf að klæða með ólíkum efnum í jarðarlitum eða náttúrulegum tónum. Landslag ehf vinnur gögnin, dagsett 11.11.2019. Gildandi deiliskipulag öðlaðist gildi 09.07 2018.

 Með kynningu þessari er hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir skv. málsmeðferð. Uppdráttur er til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss, Þorlákshöfn, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is, hann er einnig sendur helstu hagsmunaaðilum. Athugasemdafrestur er frá 20. desember 2019 til 20. janúar 2020. Ábendingum má skila skriflega á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is, merkt „Jarðhitagarður“, annað telst samþykki skipulags.

 Bréf berst sérstaklega í pósti á Orku Náttúrunnar og Algaennovation Iceland ehf.

 Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss.

Skipulagsuppdráttur og skilmálabreytingar fyrir jarðhitagarðinn

 

Deiliskipulagsbreyting fyrir Egilsbraut 9 og Í8 íbúðareit

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 28.11.2019 að auglýsa deiliskipulagstillögu skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir umræður og afgreiðslu 1. fundar Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Um er að ræða stækkun á núverandi deiliskipulagssvæði. Svæðið eru rúmir 4,8 ha að stærð. Markmið deiliskipulagsins er að fjölga íbúðum fyrir eldri borgara og móta ramma utan um stækkun dvalarheimilisins. Byggð er á Í8 reit skv. aðalskipulag Ölfuss 2010-2022.

Um er að ræða 10 nýjar lóðir fyrir rað‐ og parhús, samtals 20‐24 íbúðir ásamt iðbyggingu við dvalarheimilið, 2 lóðir við Sunnubraut og 8 lóðir við Vetrarbraut, sem er nýr botnlangi. Á lóð dvalarheimilisins er byggingarreitnum breytt frá gildandi deiliskipulagi og hámarkshæð húss breytt. Ásýnd, útlit og einkenni fylgja þeirri byggð sem fyrir er. Allar byggingar verða á einni hæð.

Með auglýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum nýs deiliskipulags. Uppdráttur er til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss, Þorlákshöfn, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is. Athugasemdafrestur er frá 20. desember 2019 til 3. febrúar 2020. Ábendingum má skila skriflega á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is, merkt „Egilsbraut“.

Skipulagsuppdráttur með greinargerð
Skipulagslýsing fyrir Egilsbraut 9
Fornleifaskráning

Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss.

 

Aðal- og deiliskipulagsbreyting fyrir skíðasvæði Bláfjalla í Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 12.12.2019 sl. að auglýsa deiliskipulagstillögu skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir umræður og afgreiðslu 2. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Auglýst er tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á skíðasvæði Bláfjalla. Breyting á aðalskipulagi fellst í því að um 100 ha svæði í Sveitarfélaginu Ölfusi verður skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota í stað þess að vera óbyggt svæði. Innan deiliskipulagsins verða nýjar stólalyftur sem að mestu eru innan Kópavogsbæjar, en diskalyfta í Ölfusi. Nýjar skíðaleiðir innan Ölfuss í austurhlíðum Bláfjalla. Þá liggur hluti núverandi gönguskíðahrings skíðasvæðisins innan skipulagssvæðisins í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Gögnin vann Landslag, dagsett 4.12.2019.

Með auglýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum nýs deiliskipulags. Uppdráttur er til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss, Þorlákshöfn, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is og í anddyri Skipulagsstofnunar að Borgartúni 7b. Athugasemdafrestur er frá 20. desember 2019 til 7. febrúar 2020. Ábendingum má skila skriflega á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is, merkt „Bláfjöll“.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss.

Uppdráttur aðalskipulagsbreytingar
Uppdráttur deiliskipulags
Greinargerð deiliskipulagstillögu

 

Skipulagslýsing fyrir athafnarsvæði í Þorlákshöfn

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa skipulagslýsingu skv. 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir umræður og afgreiðslu 1. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss þann. 21.11.2019 sl.

Skipulagslýsing var lögð fram í skipulagsnefnd skv. 1. mgr. 40. skipulagslaga nr. 123/2010. Hún snýr að iðnaðar og athafnarsvæði í Þorlákshöfn. Verkfræðistofan Efla vann lýsinguna fyrir sveitarfélagið vegna áforma um nýtt deiliskipulag fyrir athafnarsvæði í Þorlákshöfn við Unu- og Vesturbakka.

Skipulagssvæðið er 16 ha. að stærð og er staðsett í miðju þéttbýli Þorlákshafnar. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir atvinnusvæði sem liggur vestan megin við Óseyrarbraut. Skipulagssvæðið er að stórum hluta þegar byggt og er starfsemin á svæðinu. Landnotkun skv. gildandi aðalskipulagi Ölfuss er athafna- og iðnaðarsvæði. Á svæðinu eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem munu falla úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags, annað frá 26.11.09 en hitt 22.03.18.

Tækifæri eru innan svæðisins til að auka við byggingarheimildir á þegar byggðum lóðum ásamt því að skilgreina nýjar lóðir og með þeim hætti að nýta betur landsvæðið og þétta atvinnubygg. Óbyggði hlutinn er hálfgróið hraun þar sem einhver uppgræðsla hefur átt sér stað, m.a. með melgresi og lúpínu.

Með skipulagslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum nýs deiliskipulags og komandi skipulagsvinnu. Lýsing deiliskipulagsins verður send til umsagnaraðila. Athugasemdafrestur er frá 2. til 18. desember. Ábendingum má skila skriflega á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi.

Skipulagslýsing athafnarsvæðis
Fornleifaskráning

 

Skipulagslýsing fyrir skíðasvæði í Bláfjöllum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss hefur samþykkt að auglýsa tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á 107. fundi Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar Ölfuss þann 24.9.2019 sl. og á 271. fundi Bæjarstjórnar Ölfuss þann 26.9.2019 var auglýsingarferli samþykkt.

Lýsingin er vegna stækkunar á skíðasvæðis Bláfjalla til austurs þar sem brekkur, göngubraut og ný diskalyfta verður í landi Ölfuss. Skipulagssvæðið er um 100 ha og er suðaustan núverandi skíðasvæðis og í austurhlíðum Bláfjalla og niður í hluta Kerlingardals. Fyrirhuguð uppbygging innan sveitarfélagsins Ölfuss er ekki í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022 þar sem svæðið er skilgreint sem óbyggð svæði auk þess að vera fjarsvæði vatnsverndar og undir hverfisvernd. Lýsingin er unnin af Landslagi, dagsett september 2019.

Skipulagslýsing þessi verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 1. nóvember til 2. desember 2019. Uppdrættir eru einnig aðgengilegir á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is, undir skipulag í kynningu.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 2. desember 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is, merkt „Bláfjöll“.

Skipulagslýsing Bláfjalla

 

Ferjukot í Ölfusi - Deiliskipulag

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 268, 4. 6. 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. skv. afgreiðslu Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss frá 104. fundi 27. 5. 2019.

Deiliskipulagsbreytingu fyrir Ferjukot í Sveitarfélaginu Ölfusi (L 212150) snýr að viðbótarreit fyrir lítil ferðaþjónustuhús norðan aðkomuvegar. Fyrir eru tveir reitir innan skipulags sem og núverandi hús sem er 1.160 m2. Ferjukot er 5 ha. að stærð og mun byggingarmagn fylgja reglu um nýtingarhlutfall 0.05 skv. aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Heildar magn bygginga á svæðinu öllu er því mest 2.500 m2 í samræmi við uppdrátt. Á nýjum reit er gert ráð fyrir sex litlum, tvískiptum húsum ásamt einu þjónustuhúsi. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Deiliskipulög þessi verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 4. október til 15. nóvember 2019. Uppdrættir eru einnig aðgengilegir á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is, skipulag í kynningu.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 8. nóvember 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða með undirritun á skipulag@olfus.is, merkt „Ferjukot“

Deiliskipulagsuppdráttur Ferjukot

Vötn Lóð í Ölfusi - Deiliskipulag

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 269, 27. 6. 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. skv. afgreiðslu Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss frá 105. fundi 21. 6. 2019.

Deiliskipulagstillaga fyrir Vötn Lóð í Sveitarfélaginu Ölfusi (L 195051) Skipuleggja á landbúnaðarland fyrir eitt íbúðarhús, eitt frístundahús og hús til búrekstrar. Mesta hæð húsa er 6.5 m og nýtingarhlutfall 0.05 skv. aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Lóðin er 3 ha og liggur austan við Þorlákshafnarveg 38. Svæðið er óskipulagt og án mannvirkja. Kaldavatnsheimæð kemur frá einkaveitu Bæjarþorps. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Deiliskipulög þessi verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 4. október til 15. nóvember 2019. Uppdrættir eru einnig aðgengilegir á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is, skipulag í kynningu.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 8. nóvember 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða með undirritun á skipulag@olfus.is, merkt „Vötn Lóð“

Deiliskipulagsuppdráttur Vötn

Bæjarstjóri Ölfuss.

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Skyggni Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 269, 27. 6. 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skv. afgreiðslu Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss frá 105. fundi 21. júní 2019. sl.

Deiliskipulag fyrir Skyggni í Sveitarfélaginu Ölfusi (landnr. 226002) tekur til byggingar frístundahúss, hesthúss og gestahúsa. Lóðin Skyggnir er 10,7 ha að stærð, stofnuð árið 2017 úr landi Kirkjuferjuhjáleigu (landnr. 171749). Í aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Skv. skipulagi er heimilt er að byggja íbúðarhús og frístundahús þó þau tengist ekki búrekstri. Aðkoma að lóðinni er af Kirkjuferjuvegi nr. 3915.

Skipulag tekur til 1,5 ha svæðis. Vatnslögn Bakkarárholtsveitu/Berglindar liggur um land Skyggnis. Skipulagssvæðið flokkast ekki sem svæði undir sérstaka vernd náttúrufyrirbæra. Aðalskráning fornminja er lokið í Sveitarfélaginu Ölfusi. Engar þekktar fornminjar eru innan skipulagssvæðisins.

Á skipulagssvæðinu eru skilgreindir tveir byggingarreitir, B1: allt að 150 m2 frístundahús og tvö gestahús sem hvert um sig getur verið allt að 40 m2 að stærð, B2: allt að 300 m2 hesthús. Mænishæð er allt að 6,0 m.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 11. september til 25. október 2019. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 25. október 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða með undirritun á skipulag@olfus.is, merkt „Skyggnir“

Skipulagsuppdráttur
Greinargerð

Bæjarstjóri Ölfuss

 

Grenndarkynning á deiliskipulagsbreytingu fyrir Selvogsbraut 41 Þorlákshöfn

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 268, 4. 6. 2019 að uppdráttur fari í ferli og kynningu skv. 5.9.1. gr. Skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Í samræmi við afgreiðslu Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss frá 104. fundi 27. 5. 2019.

Grenndarkynnt er deiliskipulagsbreyting sem felur í sér breytingu á lóð Selvogsbraut 41 í Þorlákshöfn. Svæðið er hluti af miðbæjarreit M1 skv. aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Í aðalskipulagi segir: M1 - Miðbær, blanda menningar-, þjónustu- og athafnastarfsemi ásamt íbúðum á efri hæðum. Breytingin byggir á deiliskipulagi fyrir Miðbæ Þorlákshafnar frá 27. 3. 2008.

Deiliskipulagsbreyting fyrir Selvogsbraut 41 (landnr. 172163) byggir á að stækka núverandi hús um 150 m2 til austurs sem nýtist veitingahúsi og er uppgangur fyrir íbúðir á annarri hæð. Húsið verður svo hækkað um eina hæð sem hýsa á skrifstofur og 5 íbúðir. Eitt bílastæði verður fyrir hverja íbúð innan lóðar.

Gögn verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 9. september til 7. október 2019, einnig eru öll gögn á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 7. október 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða með undirritun á skipulag@olfus.is, merkt „Selvogsbraut 41

Skipulagsuppdráttur með greinargerð
Skuggavarp

 

Tillaga að deiliskipulagi í Hjarðarbóli Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 270, 27. 8. 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Á Hjarðarbóli og Hjarðarbóli 1 er í aðalskipulagi skilgreindur reitur Í8 þar sem 15 hús mega rísa. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir 8 íbúðarhúsum og 1 hesthúsi að Hjarðarbóli 1. Skipulagssvæði eru 4 ha.

Nýtt deiliskipulag innan Hjarðarbóls liggur að gildandi deiliskipulagi. Sjö nýjar lóðir 0,3-0,7 ha að stærð auk 0,8 ha samnotasvæði. Fjöldi er í takt við aðalskipulag. Nýtingarhlutfall lóða er skv. aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 0,05. Húsin verða á einni hæð og mest 6 m á hæð.

Aðkoma að lóðum er frá Hvammsvegi frá þjóðvegi 1 um Hjarðarbólsveg. Gert er ráð fyrir að byggingarreitir séu minnst 50 m frá Hvammsvegi skv. samþykki Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Deiliskipulagstillögur verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 3. september til 16. október 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 16. október 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða undirritað á skipulag@olfus.is.

Bæjarstjóri Ölfuss.

Uppdráttur af skipulagi í Hjarðarbóli

 

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022

Breyting á reit F11 sem er úr jörðinni Gljúfurárholt.

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi 268 þann 04.06.2019 að auglýsa hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í að breyta notkun á F11 úr frístundabyggð í landbúnaðarland og einnig svæði fyrir þjónustustofnanir á um 2 ha landi. Aðkoma að landinu er frá Hvammsvegi (374) í samræmi við samþykkt Vegagerðarinnar um aðkomu að svæðinu.

Svæðið tekur til lóða innan F11 sem eru Gljúfurárholt 23, landnr. 199505, 5,56 ha, Gljúfurárholt land 14, landnúmer 225762, 3,06 ha, Gljúfurárholt land 10, landnr. 199504, 11,26 ha, Gljúfurárholt land 13, landnúmer 225761, 3,08 ha.

Nýtingarhlutfall á svæðinu er 0,05. Á landbúnaðarlandi er heimilt að byggja í samræmi við aðalskipulag íbúðarhús fyrir fasta búsetu auk landbúnaðarbyggingar.

Breytingartillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 7. ágúst 2019 til 20. september 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til föstudagsins 20. september 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is.

Aðalskipulagsbreyting

Bæjarstjóri Ölfuss.

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóðir úr landi Gljúfurárholts

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi 268 þann 04.06.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 10, 13, 14, 23 og 24, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðkoma að landinu er frá Hvammsvegi (374) í samræmi við samþykkt Vegagerðarinnar. Ein tenging er frá Hvammsvegi (374) inn á land 10 og liggur tengivegur að lóðum nr. 13 og 14 frá þeirri tengingu. Ein tenging er frá Hvammsvegi (374) inn á Gljúfurárhot 23 og liggur tengivegur þaðan að lóð nr. 24.

Gljúfurárholts land 10, sem er 11,26 ha, er skipt upp í þrjá hluta. Nýtingarhlutfall er 0,05 og heildarbyggingarmagn, gólffletir, á landinu er 5.630 m2. Um landið liggur síma-/ljósleiðarastrengur sem gæta skal að við framkvæmdir.

S1, sem er um 4,7 ha, er er skipulag fyrir þjónustukjarna fyrir fatlaða eða aldraða ásamt geymslu- og áhaldahúsi. Byggingarreitur fyrir þjónustukjarna og heimili með íbúðum eða stökum húsum, samtals 1.500 m2 á einni hæð. Einnig reitur fyrir 700 m2 áhaldahús er tengist rekstrinum. Mesta hæð húsa má vera allt að 8 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Húsform frjálst en mænissefna samkvæmt deiliskipulagi.

S2, sem er um 3,3 ha, eru gert ráð fyrir íbúðum starfsmanna, áhaldahúsi og gróðurhúsi tengt rekstrinum. Byggingarreitur fyrir allt að fjögur starfsmannaíbúðir/hús, allt að 600 m2 í heildina sem geta verið á 1-2 hæðum. Einnig gróðurhús allt að 400 m2 og áhaldahús allt að 200 m2 á einni hæð. Mesta hæð húsa má vera allt að 8 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Húsform frjálst en mænissefna samkvæmt deiliskipulagi.

S3, sem er um 3,3 ha, er ekki með byggingarreitum og verður svæðið tekið síðar fyrir með deiliskipulagi.

Gljúfurárholt land 13 er 3,08 ha, nýtingarhlutfall 0,05 og heildar byggingarmagn 1.540 m2, gólfflötur. Innan landsins eru þrír byggingarreitir, Í1 54x50 m fyrir eitt íbúðahús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu og eitt frístundahús. Tveir byggingarreitir eru merktir U1, annar 40x85 m og hinn 40x100 m. Þar innan verði heimilt að byggja hús til landbúnaðarnota eða aðra þá starfsemi sem heimil er samkvæmt skilmálum aðalskipulags. Mesta hæð húsa er 7 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Þakform er frjálst en mænisstefna skal vera í samræmi við það sem sýnt er í deiliskipulagi. Byggingarreitir skulu vera minnst í 50 m fjarlægð frá Gljúfurá og minnst í 10 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Með umsóknum um byggingarleyfi skal hönnun fráveitu fylgja þeim gögnum.

Gljúfurárholt land 14 er 3,06 ha, nýtingarhlutfall 0,05 og heildarbyggingarmagn 1.530 m2. Innan landsins eru tveir byggingarreitir, Í2 80x50 m fyrir eitt íbúðahús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu og eitt frístundahús og U2, 60x70 m. Þar innan verði heimilt að byggja hús til landbúnaðarnota eða aðra þá starfsemi sem heimil er samkvæmt skilmálum aðalskipulags. Mesta hæð húsa er 7 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Þakform er frjálst en mænisstefna skal vera í samræmi við það sem sýnt er í deiliskipulagi. Byggingarreitir skulu vera minnst í 50 m fjarlægð frá Gljúfurá og minnst í 10 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Með umsóknum um byggingarleyfi skal hönnun fráveitu fylgja þeim gögnum.

Það sem áður var Gljúfurárholt land 11, áður 5,6 ha, hefur nú verið skipt upp í tvær nýjar lóðir Gljúfurárholt 23, 4,56 ha. landnr: 199505 og Gljúfurárholt 24, 1 ha. landnr: 225878. Um er að ræða deiliskipulag tveggja lóða, fyrir íbúðarhús, frístundarhús, gestahús og fjölnota skemmu. Engin mannvirki eru fyrir innan deiliskipulagsmarka. Nýtingarhlutfall er 0,05 og heildarbyggingarmagn, gólffletir, á landinu er 1.400 m2. Um landið liggur síma-/ljósleiðarastrengur sem gæta skal að við framkvæmdir.

Gljúfurárholt 23, sem er um 4,56 ha, er skipulag fyrir eitt íbúðarhús, eitt frístundahús og fjölnota skemmu til atvinnunota. Samtals 900 m2 á einni hæð. Mesta hæð húsa má vera allt að 10 m yfir gólfplötu jarðhæðar, miðast við tegund húss. Húsform frjálst en mænissefna samkvæmt deiliskipulagi.

Gljúfurárholt 24, sem er um 1 ha, er gert ráð fyrir einu íbúðarhúsi og gestahúsi, allt að 500 m2 á einni hæð. Mesta hæð húsa má vera allt að 10 m yfir gólfplötu jarðhæðar, miðast við tegund húss. Húsform frjálst en mænissefna samkvæmt deiliskipulagi.

Deiliskipulagstillögur verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 7. ágúst 2019 til 20. september 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til föstudagsins 20. september 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is.

Uppdráttur Gljúfurárholt land 10
Uppdráttur Gljúfurárholt land 13 og 14
Uppdráttur Gljúfurárholt 23 og 24

Bæjarstjórn Ölfuss.

 

Tillaga að friðlýsingu háhitasvæði Brennisteinsfjalla: 68 Brennisteinsfjöll í verndarflokki rammaáætlunar – frestur til athugasemda

Umhverfisstofnun hefur nú lagt fram til kynningar tillögu að friðlýsingu háhitasvæðis Brennisteinsfjalla á Reykjanesi: 68 Brennisteinsfjöll á grundvelli flokkunar svæðisins í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar), sbr. ályktun Alþingis nr. 13/141, frá 14. janúar 2013.

Kynningartími er þrír mánuðir eða til 30. október 2019.

Nánari upplýsingar á umhverfisstofnun.is. Athugasemdum skal skilað inn á vefsíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með bréfpósti; Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. 

Uppdráttur af friðlýsingu Brennisteinsfjalla.

 

Skipulagslýsing fyrir Reykjabraut 2

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa lýsingu að aðalskipulagi fyrir Reykjabraut 2 innan V1 í Þorlákshöfn, skv. 30. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Stefnt er að því að breyta flokki notkunar úr verslun og þjónustu í íbúðasvæði. Gerð verður breyting á gildandi aðalskipulagi, Aðalskipulagi Ölfuss 2010- 2022, og samhliða unnið nýtt deiliskipulag fyrir reitinn. Skipulagslýsing þessi er gerð í samræmi við 2. mrg. 30. og 2 mrg. 40 gr. skipulagslaga nr. 123. 22. september 2010. Með gerð og kynningu lýsingar í upphafi verks er almenningi og umsagnaraðilum gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar, sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins. Skipulagssvæðið er 2337,6 m² að stærð og afmarkast af Selvogsbraut til norðurs og Reykjabraut til austurs og suðurs. Lóðin liggur því á mörkum verslunar-og þjónustusvæðið og rótgróinnar íbúabyggðar.

Í dag er lóðin skilgreind sem viðskipta og þjónustulóð V1 samkvæmt gildandi Aðalskipulagi. Þar stendur eitt hús ásamt aðliggjandi bílastæði. Húsið er á tveimur hæðum  og hýsti áður pósthús 124,2 m2 og 78,7 m2. Á efri hæð hússins er skráð íbúðareign 135,1m2.

Aðalskipulagsbreyting

Til þess að mögulegt sé að byggja íbúðir á lóðinni og breyta núverandi húsi í íbúðir þarf að breyta notkunarflokki lóðarinnar. Eins og áður sagði er lóðin nú V1 en óskað er eftir að breyta nýtingarflokk í Í4. Eftir breytingu verður nýtingarflokkur lóðarinnar í samræmi við umlykjandi íbúðarsvæði.

Deiliskipulag

Í þegarbyggðu húsi er óskað eftir því að breyta neðri hæð í þrjár íbúðareiningar og efri hæðum í 4 íbúðareiningar, á bilinu 25-33 m2. Gert er ráð fyrir að tvær tveggjahæða nýbyggingar rísi á lóðinni um 580 m2 að grunnfleti 24x12m.  Viðmiðunarstærðir nýrra íbúða yrðu 55-60m2. Óskað er eftir að byggja tvær tveggjahæða byggingar með átta íbúðum í hvoru húsi. Samtals 16 íbúðir. Íbúafjöldi í hverri íbúð er áætlaður tveir einstaklingar  og mun því íbúafjöldi nýbygginga verða um 38 einstaklingar, nýtingarhlutfall lóðar úr 0,15 í 1,6.

Skipulagslýsing verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 17. júlí 2019 til 14. ágúst 2019. Lýsinguna má einnig lesa á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til miðvikudagsins 14. ágúst 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is merkt “Reykjabraut 2”.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss

Skipulagslýsing Reykjabraut

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 8 og land 9, 816 Ölfus.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir lönd 8 og 9 Gljúfurárholti. Málsmeðferð er skv. 40. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Gljúfurárholt land 8.

Deiliskipulagt er landbúnaðarlandið Gljúfurárholt land 8 Í Gljúfurárholti Ölfusi.

Landið hefur ekki verið deiliskipulagt áður. Landið er 4.1 ha að stærð. Á því skal byggja eitt íbúðarhús Í1, 150 m2 á einni eða tveimur hæðum. Hámarkshæðir eru 10 m. Hesthús og skemmu L1, 1.600 m2 að stærð. Tækjaskemmu L2, allt að 300 m2. Byggingar skulu rúmast innan byggingareits.

Gljúfurárholt land 9.

Deiliskipulagt er landbúnaðarlandið Gljúfurárholt land 9 Í Gljúfurárholti Ölfusi.

Landið hefur ekki verið deiliskipulagt áður. Landið er 17.4 ha að stærð. Á því skal byggja þrjú íbúðarhús Í1, Í2, og Í3, bílskúr og skemmu allt að 500 m2 á einni eða tveimur hæðum. Hámarkshæðir eru 10 m. Byggingar skulu rúmast innan byggingareits.

Deiliskipulögin tvö eru í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2010-2022. Sérstaklega er tekið tillit til forsendna í töflu 2 í kafla 3.2.1, meðal annars um byggingarmagn og nýtingarhlutfall. Lagning frárennslislagna og rotþróar er á ábyrgð landeiganda. Staðið skal að framkvæmdum eins og lýst er í leiðbeiningariti nr. 03/01 frá Umhverfisstofnun og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Staðsetning rotþróa á uppdrætti er leiðbeinandi. Rafmagns- og vatnslögnum skal komið fyrir með vegi eins og hægt er og í samráði við viðkomandi veitur, sem liggja við Hvammsveg. Svæðið er innan þjónustusvæðis slökkviliðs Hveragerðis.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, frá og með 3. júlí 2019 til og með 31. júlí 2019 á skrifstofutíma. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur er til og með 31. júlí. Athugasemdum má skila á bæjarskrifstofur sveitarfélagsins eða á olfus@olfus.is merkt „Gljúfurárholt 8 og 9“. Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

Uppdrættir af Landi 8 og 9

Auglýsingin mun birtast í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni Suðurlandi.

 

Deiliskipulag fyrir Kambastaði

Deiliskipulagið tekur til tæplega 6 ha svæðis, Mánastaða 1, Mánastaða 2 og Kambsstaða. Skipulagið tekur til þriggja lóða þar sem heimilað verður að byggja íbúðarhús og eftir atvikum aðrar byggingar. Aðkoma að svæðinu er frá Þorlákshafnarvegi (38) og um Bæjarhverfisveg (3740).

Afmörkun lóða er sýnd á uppdrætti. Kambastaðir eru um 2 ha að stærð, Mánastaðir 1 um 0,5 ha og Mánastaðir 2 rúmir 3 ha. Skilgreindir eru byggingareitir á uppdrætti, B1 og B2 á Kambastöðum, B3 á Mánastöðum 2 og B4 á Mánastöðum 1.

Skipulagið í samræmi við skilmála til uppbyggingar á landbúnaðarlandi sbr. Aðalskipulagi Ölfus 2010-2022.

Deiliskipulagstillögur verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 22. júní 2019 til 6. ágúst 2019. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is. 
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Bæjarstjóri Ölfuss.

Uppdráttur fyrir Kambastaði
Greinargerð fyrir Kambastaði

Tillaga að deiliskipulagi fyrir land úr jörðinni Litli Saurbær.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkt tillögu að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu fyrir land lóðirnar Kambastaðir og Mánastaði 1 og Mánastaði 2 úr landi Litla Saurbæ.  Málsmeðferð er skv. 40. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Kambastaðir er 2 ha land með tveimur byggingarreitum. B1 fyrir skemmu/útihús, allt að 400 m2. B2 fyrir allt að 220 m2 íbúðarhús ásamt bílgeymslu og einnig gestahús allt að 80 m2. Heildarmagn 300 m2.
Mánastaðir 2, sem er 3.3 ha. Þar er einn byggingarreitur, B3 fyrir allt að 220 m2 íbúðarhús ásamt bílgeymslu og einnig gestahús allt að 80 m2. Heildarmagn 300 m2.
Mánastaðir 1, sem er 51511 m2. Þar er einn byggingarreitur B4 fyrir allt að 200 m2 íbúðarhús ásamt bílgeymslu og einnig gestahús allt að 60 m2. Heildarmagn 260 m2.
Mænishæð íbúðahúsa geta verið allt að 5 m frá gólfkóta jarðhæðar og gestahús allt að 4 m. Mænishæð skemmu/útihúsa getur verið allt að 8 m frá gólfhæð jarðhæðar. Mænisstefna frjáls.
Kambastaðir tengjast Bæjarþorpsveginum nr. 3740. Mánastaðir tengjast veginum sem liggur að Stóra Saurbæ.
Neysluvatn kemur úr einkaveitu fyrir Bæjarþorpið og er brunnsvæðið sýnt í aðalskipulagi.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, frá og með 22. júní 2019 til og með 3. ágúst 2019, á skrifstofutíma. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við deiliskipulagtillöguna. Frestur til þess að skila þeim inn er til 3. ágúst 2019. Skila skal athugasemdum inn á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

18. júní 2019,
F. h. Sveitarfélagsins Ölfuss, 
Sigurður Ósmann Jónsson.

Deiliskipulagslýsing fyrir Egilsbraut 9 og nágrenni

Kynnt er skipulagslýsing fyrir deiliskipulag samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Á fundi Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd, 104, þann 27.05.2019 samþykkti nefndin skipulagslýsingu fyrir Egilsbraut 9 og nágrenni. Afgreiðslan var staðfest í bæjarstjórn, 4.6.2019.

Lýsing þessi er hluti vinnu við gerð deiliskipulags á reit sem afmarkast af Skálholtsbraut, Egilsbraut og Mánabraut. Deiliskipulagsreiturinn er í útjaðri bæjarins norðan við Þorlákskirkju. Austast á svæðinu er íbúðasvæði eldri borgara við Sunnubraut og Mánabraut. Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið flokkað sem íbúðarsvæði og lóð dvalarheimilisins flokkast undir stofnanasvæði.

Helstu markmið deiliskipulagsins er að fjölga íbúðum fyrir eldri borgara og móta ramma utan um stækkun dvalarheimilisins. Í Aðalskipulagi er byggðinni lýst sem lágreistri byggð með rað- og parhúsum og mun nýja byggðin falla undir þá lýsingu. Húsin eiga að vera í anda þess sem er nú þegar á svæðinu bæði í stærð og yfirbragði. Stuðlað verði að stækkun núverandi íbúðabyggðar með góðum tengslum við miðlæga þjónustu-og útivistarsvæði. Að nýta land betur þannig að ný byggð myndi samfellu við núverandi byggð.

Lagt er upp með að bæra 10 nýjum rað/parhúsaeiningum á svæðið og stækka dvalarheimilið með nýjum íbúðum.

Ofangreind lýsing liggur frammi á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn á skrifstofutíma frá 9-12 og 13-16 virka daga. Lýsingin er til kynningar frá 5. júní 2019 til 3. júlí 2019.

Deiliskipulagslýsing fyrir Egilsbraut 9

 

Auglýsing á deiliskipulagi fyrir Sveitarfélagið Ölfus.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022

Breyting á reit F11 sem er úr jörðinni Gljúfurárholt.
Bæjarstjórn Ölfuss auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að breyta notkun á F11 úr frístundabyggð í landbúnaðarland og einnig svæði fyrir þjónustustofnanir á um 2 ha landi.
Aðkoma að landinu er frá Hvammsvegi (374) í samræmi við samþykkt Vegagerðarinnar um aðkomu að svæðinu.
Svæðið tekur til lóða innan F11 sem eru Gljúfurárholt 23, landnr. 199505, 5,56 ha, Gljúfurárholt land 14, landnúmer 225762, 3,06 ha, Gljúfurárholt land 10, landnr. 199504, 11,26 ha, Gljúfurárholt land 13, landnúmer 225761, 3,08 ha. Nýtingarhlutfall á svæðinu er 0,05.

Á landbúnaðarlandi er heimilt að byggja í samræmi við aðalskipulag íbúðarhús fyrir fasta búsetu auk landbúnaðarbyggingar.
Breytingartillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 3. maí 2019 til 14. júní 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til föstudagsins 14. júní 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Bæjarstjóri Ölfuss.

Greinargerð aðalskipulagsbreytingar

Tillaga að deiliskipulagstillögu fyrir lóðir úr landi Gljúfurárholts.

1. Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 10, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu.

Aðkoma að landinu er frá Hvammsvegi (374) í samræmi við samþykkt Vegagerðarinnar. Ein tenging er frá Hvammsvegi (374) inn á land 10 og liggur tengivegur að lóðum nr. 13 og 14 frá þeirri tengingu.

Gljúfurárholts land 10, sem er 11,26 ha, er skipt upp í þrjá hluta. Nýtingarhlutfall er 0,05 og heildarbyggingarmagn, gólffletir, á landinu er 5630 m2. Um landið liggur síma-/ljósleiðarastrengur sem gæta skal að við framkvæmdir.

S1, sem er um 4,7 ha, er er skipulag fyrir þjónustukjarna fyrir fatlaða eða aldraða ásamt geymslu- og áhaldahúsi. Byggingarreitur fyrir þjónustukjarna og heimili með íbúðum eða stökum húsum, samtals 1500 m2 á einni hæð. Einnig reitur fyrir 700 m2 áhaldahús er tengist rekstrinum. Mesta hæð húsa má vera allt að 8 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Húsform frjálst en mænissefna samkvæmt deiliskipulagi.

S2, sem er um 3,3 ha, eru gert ráð fyrir íbúðum starfsmanna, áhaldahúsi og gróðurhúsi tengt rekstrinum. Byggingarreitur fyrir allt að fjögur starfsmannaíbúðir/hús, allt að 600 m2 í heildina sem geta verið á 1-2 hæðum. Einnig gróðurhús allt að 400 m2 og áhaldahús allt að 200 m2 á einni hæð. Mesta hæð húsa má vera allt að 8 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Húsform frjálst en mænissefna samkvæmt deiliskipulagi.

 S3, sem er um 3,3 ha, er ekki með byggingarreitum og verður svæðið tekið síðar fyrir með deiliskipulagi.

2. Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 13 og 14 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu.

Aðkoma að landinu er frá Hvammsvegi (374) í samræmi við samþykkt Vegagerðarinnar. Ein tenging er frá Hvammsvegi (374) inn á land 10 og liggur tengivegur að lóðum nr. 13 og 14 frá þeirri tengingu um land nr. 10. Um landið liggur síma-/ljósleiðarastrengur sem gæta skal að við framkvæmdir.

Gljúfurárholt land 13 er 3,08 ha, nýtingarhlutfall 0,05 og heildar byggingarmagn 1540 m2, gólfflötur. Innan landsins eru þrír byggingarreitir, Í1 54x50 m fyrir eitt íbúðahús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu og eitt frístundahús. Tveir byggingarreitir eru merktir U1, annar 40x85m og hinn 40x100 m. Þar innan verði heimilt að byggja hús til landbúnaðarnota eða aðra þá starfsemi sem heimil er samkvæmt skilmálum aðalskipulags. Mesta hæð húsa er 7 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Þakform er frjálst en mænisstefna skal vera í samræmi við það sem sýnt er í deiliskipulagi. Byggingarreitir skulu vera minnst í 50 m fjarlægð frá Gljúfurá og minnst í 10 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Með umsóknum um byggingarleyfi skal hönnun fráveitu fylgja þeim gögnum.

Gljúfurárholt land 14 er 3,06 ha, nýtingarhlutfall 0,05 og heildarbyggingarmagn 1530 m2. Innan landsins eru tveir byggingarreitir, Í2 80x50 m fyrir eitt íbúðahús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu og eitt frístundahús og U2, 60x70 m. Þar innan verði heimilt að byggja hús til landbúnaðarnota eða aðra þá starfsemi sem heimil er samkvæmt skilmálum aðalskipulags. Mesta hæð húsa er 7 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Þakform er frjálst en mænisstefna skal vera í samræmi við það sem sýnt er í deiliskipulagi. Byggingarreitir skulu vera minnst í 50 m fjarlægð frá Gljúfurá og minnst í 10 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Með umsóknum um byggingarleyfi skal hönnun fráveitu fylgja þeim gögnum.

Deiliskipulagstillögur verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 3. maí 2019 til 14. júní 2019. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til föstudagsins 14. júní 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Bæjarstjóri Ölfuss.

Uppdráttur og greinargerð, Gljúfurárholt 10
Uppdráttur og greinargerð, Gljúfurárholt 13 og 14

 

Aðal og deiliskipulag fyrir hafnarsvæði í Þorlákshöfn.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gildandi aðalskipulag var samþykkt í bæjarstjórn 30. ágúst 2012 og staðfest af Skipulagsstofnun 21. september 2012.

Megin markmiðið með breytingu á aðalskipulagi er að setja skilmála utan um hafnarstarfsemina á svæðinu, vöxt hennar og viðhald. Einnig er áhersla lögð á að færa alla starfsemi sem getur haft í för með sér lyktarmengun, fjær þéttbýlinu.

Breytingin tekur til hafnarsvæðisins austan Þorlákshafnarvegar og Óseyrarbrautar og suður undir Stekkjarbót, Sporið. Breytingin gerð vegna breyttra forsendna og þróunar á hafnarsvæðinu sem hafa breyst með aukningu á vöruflutningum á sjó og þá tíðari komur vöruflutningaskipa til Þorlákshafnar. Aðlaga þarf höfnina og starfsemina svo hún verði skilvirk og örugg sem stærri vöruskipahöfn með meiri umferð um höfnina og samhliða vaxandi eftirspurn eftir lóðum. Norðan Hafnarvegar eru fyrirhugaðar nýjar lóðir sem skapa möguleika fyrir fyrirtæki að byggja upp fjölbreytta atvinnustarfsemi. Vegna framtíðarstækkunar hafnarinnar, nyrst á svæðinu, þarf að huga að umferðarflæði um höfnina og inn á Þorlákshafnarveg og önnur framtíðarsvæði vestan vegarins. Til að gera umferðina greiðfærari er gert ráð fyrir að í framtíðinni komi mislæg gatnamót á Þorlákshafnarvegi þar sem þjónustustig vegarins í framtíðinni er metið að falla undir sömu kröfur og gert er við 2+1 og 2+2. Með mislægum gatnamótum er verið að aðskilja umferð á vegi sem þverar þjóðveg sem liggur utan byggðar og er með umferð stórra þungra bíla sem eru á hægum akstri. Gert er ráð fyrir að vegurinn sem fer um gatnamótin inn á hafnarsvæðið verði megin aðkoma að hafnarsvæðinu í framtíðinni þegar höfnin er komin í fulla stærð. Til að byrja með er gert ráð fyrir að aðalaðkoman verði frá núverandi hringtorg á Þorlákshafnarvegi um Hafnarveg og Óseyrarbraut og skilgreind sem stofnvegur.

Við breytinguna voru skoðuð áhrif á umhverfisþættina og metið í samræmi við stefnu ríkisins og sveitarfélaga í tilteknum málaflokkum, lög og reglugerðum. Deiliskipulagstillagan er byggð á gildandi deiliskipulagi fyrir hluta af svæðinu sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda 28. nóvember 2008 og því er um heildarendurskoðun á deiliskipulaginu að ræða skv. skipulagsreglugerð 90/2013, gr. 5.8.1. Við staðfestingu þessarar tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins fellur eldra deiliskipulag úr gildi.

Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir Ölfus, 2010-2022 fyrir breytingu á hafnarsvæðinu. Frá því deiliskipulagið tók gildi hefur þróun hafnarsvæðisins verið töluverð og telur bæjarstjórn æskilegt sé að fella gildandi deiliskipulag úr gildi og leggja fram nýtt skipulag með viðbótarsvæði á norðurhlutanum.

Helstu breytingar á deiliskipulaginu eru að deiliskipulagið er stækkað til norðurs og þar skilgreindar 31 nýjar lóðir og umferðarflæði á því svæði. Hafnarvegur og Óseyrarbraut verða stofnbrautir niður að Herjólfsbryggju. Breytingar gerðar á hafnarmannvirkjum, fyllingum og viðleguköntum. Gert ráð fyrir möguleika á ferðaþjónustustarfsemi í bland við hafnarstarfsemi. Lóðunum Hafnarskeið 3, 5, 7 og 9 og lóðunum Óseyrarbraut 2, 4, 6, 8, 10 og 12 er bætt við deiliskipulagssvæðið. Smábótahöfnin minnkuð frá gildandi skipulagi og gert ráð fyrir að stærri skip geti lagst að Austurgarði. Svartaskersbryggja stytt. Fylling að Herjólfsbryggju minnkuð. Landfylling sunnan Skarfaskersbryggju minnkuð, viðlegukantur út frá Norðurvör tekinn út. Suðurgarður breikkaður.

Megin markmiðið með breytingu á deiliskipulaginu er að skilgreina notkun innan deiliskipulagsins og að setja skilmála utan um hafnarstarfsemina á svæðinu, vöxt hennar og viðhald. Einnig er áhersla lögð á að færa alla starfsemi sem getur haft í för með sér lyktarmengun, fjær þéttbýlinu.

Breytingin gerð vegna breyttra forsendna og þróunar á hafnarsvæðinu sem hafa breyst með aukningu á vöruflutningum á sjó og þá tíðari komur vöruflutningaskipa til Þorlákshafnar. Skipulagssvæðið er um 132 ha að stærð. Eldri hluti hafnarinnar er að mestu fullbyggður og eru ekki mikil tækifæri til þéttingar eða aukinna byggingarheimilda nema á nokkrum lóðum.

Breytingartillagan, greinargerð og umhverfisskýrsla verða til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1 frá og með 23. apríl 2019 til og með 4. júní 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7c í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér  með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 4. júní 209. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss.

 

Aðalskipulagsbreyting fyrir Grástein Ölfusi.

Bæjarstjórn Ölfuss auglýsir hér með niðurstöðu sína á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022 samkvæmt skv. 2 mg. 36 gr. skipulagslaga, með að fjölga íbúðum í allt að 16 á 10 íbúðarlóðum á landi Grásteins í Ölfusi í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Reiturinn er skilgreindur sem I13 í staðfestu aðalskipulagi. Breytingin hefur ekki verulega breytingu á landnotkun á svæðinu. Fyrir er komin kjarni með íbúahúsalóðum og verið að fjölga lóðum vegna eftirspurnar á íbúðahúsalóðum í dreifbýli Ölfuss og til að nýta betur innviðauppbyggingu á svæðinu svo sem vegi og heitt vatn til húshitunnar.

Tillaga að deiliskipulagsbreyting fyrir land Grásteins í Ölfusi.

Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er auglýst hér með tillaga að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á lýsingu vegna deiliskipulags, þar sem fyrir liggur samþykkt deiliskipulag frá 2007, m.s.br. þar sem fram koma allar megináherslur nýs deiliskipulags. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir þremur athafnalóðum, þremur landbúnaðarlóðum og 10 íbúðalóðum sem standa munu við Bláengi og Grásteinn II. Á íbúðar- og landbúnaðarlóðum er heimilt að byggja allt að 500 m² á hverri lóð, íbúð og bílskúr en á lóðum við Bláengi 1, 3, 6, 7, 8 og 9 er heimilt er að byggja parhús. Á athafnalóðum er heimilt að byggja allt að 1200 m2 á hverri lóð. Skipulagsuppdrátturinn tekur til 16 lóða sem áður hafa verið stofnaðar úr landi Grásteins, L175543, Vorsabæjar, L171317 og Valla, L171814 í Ölfusi. Aðkoma er af Vallavegi nr. 3937. Innan svæðisins eru þrjár iðnaðarlóðir við Skjólklett 1, 2 og 3. Einnig Grásteinn I, Grásteinn III og Grástein IV sem eru byggingar skipulagðar á landbúnaðarlandi samkvæmt ákvæðum í aðalskipulagi. Gert er ráð fyrir að byggingar tengist hitaveitu sem er á svæðinu og að veitur og vegir verði á ábyrgð landeiganda. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur eldra deiliskipulag frá 2007 m.s.br. úr gildi.

Aðalskipulagsuppdráttur fyrir Grástein
Deiliskipulagsuppdráttur fyrir Grástein
Greinargerð deiliskipulags fyrr Grástein

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, frá og með 15. apríl 2019 til og með 27. maí 2019, á skrifstofutíma. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við deiliskipulagtillöguna.  Frestur til þess að skila þeim inn er til 27. maí 2019.Skila skal athugasemdum inn á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir land T-Bæjar í Selvogi.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkt deiliskipulag og umhverfisskýrslu fyrir land T-Bæjar í Selvogi.  Málsmeðferð er skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Skipulagssvæðið markast af 12120 m2 lóð úr landi jarðarinnar Torfabær og liggur við veg að Strandarkirkju. Lóðin er skráð viðskipta- og þjónustulóð í Þjóðskrá. Lóðin er innan hverfisverndar fyrir Selvoginn og skal öll uppbygging taka mið af því að innan hverfisverndarinnar er mikið af minjum um byggð á fyrri tímum. Halda skal byggingarframkvæmdum í lágmarki og þess gætt að þær leiði til eins lítillar röskunar og kostur er. Á lóðinni er veitingahús um 100 m2, gisti- og aðstöðuhús fyrir ferðamenn, lítið salernishús og tjaldsvæði. Forsendur fyrir deiliskipulaginu er að áframhald verði á veitinga- og gistiaðstöðu (tjöld og hjólhýsi) á svæðinu. Skilmálar fyrir lóðina er að heimilt er að byggja þjónustu/aðstöðuhús fyrir núverandi starfsemi og stækka núverandi hús um allt að 150 m2, í allt að 250 m2, innan byggingarreits fyrir þjónustuhúsið. Einnig heimilt að byggja allt að 60 m2 geymslu innan byggingarreit fyrir geymsluhús. Hús skulu vera á einni hæð og mesta hæð á húsi má vera 6 m frá núverandi landhæð. Mænisstefna eins og á núverandi húsi eða þvert á hana. Vegagerðin hefur samþykkt aðkomu að lóðinni frá vegi að Strandarkirkju og skal uppbygging á bílastæði vera í samræmi við það. Bílastæðin innan lóðar T-Bæjar og bílastæðið fyrir rútur aðskilið frá veginum með inn og út keyrslu. Nýtingarhlutfall lóðar er 0,05.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, frá og með 15. apríl 2019 til og með 27. maí 2019, á skrifstofutíma. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við deiliskipulagtillöguna.  Frestur til þess að skila þeim inn er til 27. maí 2019.Skila skal athugasemdum inn á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

Deiliskipulagsuppdráttur fyrir Torfabæ

F. h. Sveitarfélagsins Ölfuss, Sigurður Ósmann Jónsson

Á meðfylgjandi uppdrætti kemur nánar fram í hverju breytingarnar eru fólgnar.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?