Fokheldisúttekt

Hvað er fokheldisúttekt?
Staðfesting með úttekt byggingarfulltrúa á að bygging hafi náð því byggingarstigi að teljast fokheld, það er fullreist bygging sem lokað hefur verið fyrir veðri og vindum. Byggingarstigið fokheld er nánar skilgreint í ÍST-51 og er samkvæmt staðlinum byggingarstig 4. Byggingarár húss er miðað við skráningu fokheldisstigs í fasteignaskrá og mikilvægt að rétt sé skráð til dæmis vegna friðunarákvæða.

Hverjir geta óskað eftir fokheldisúttekt?
Byggingarstjóri fyrir hönd eigenda byggingar og eftir atvikum eigandi geta óskað eftir henni.

Framkvæmd úttektar
Byggingarfulltrúi í samráði við beiðanda ákveður úttektartíma. Viðstaddir úttektina eru auk byggingarfulltrúa, byggingarstjóri og eftir atvikum eigandi/umráðamaður byggingar.

Vottorð og skráning
Uppfylli bygging öll þau atriði sem upp eru talin í 4. kafla ÍST-51 gefur byggingarfulltrúi út vottorð um fokheldi sem hann afhendir byggingarstjóra eða eiganda. Jafnframt skráir byggingarfulltrúi byggingarstig 4 í fasteignaskrá þjóðskrár. Niðurstöður úttektar skráir byggingarfulltrúi í málakerfi sitt.

Hér má finna umsóknar- og eyðublöð skipulags- og byggingarsviðs

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?