Lýðheilsa í Ölfusi

Í Sveitarfélaginu Ölfusi eru lýðheilsumál í fyrirrúmi og tekur sveitarfélagið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag hjá Embætti Landlæknis.

Umgjörð til frístundastarfs hvetur fólk á öllum aldri til þátttöku í íþróttum, hreyfingu, útivist og annarri frístundastarfsemi. Góð samvinna sveitarfélagsins, íþrótta- og frístundafélaga og annarra aðila stuðlar að bættri lýðheilsu íbúanna.

Meginmarkmið Sveitarfélagsins Ölfuss í málaflokknum er að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættrar lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, iðkunar íþrótta og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Einnig að tryggja börnum og ungmennum öruggt umhverfi þar sem unnið er markvisst gegn áhættuhegðun.

Sveitarfélagið Ölfus er 41. sveitarfélagið sem gerist Heilsueflandi samfélag og búa nú, árið 2023, um 95,9% landsmanna í slíku samfélagi.

VERUM HRAUST

H ollara mataræði með grænmeti og ávöxtum

R egluleg hreyfing - takmörkun kyrrsetu

A thygli á það sem er jákvætt og nærir

U mhyggja fyrir okkur og jörðinni

S leppum tóbaki/nikótíni og áfengi (vímuefnum)

T engjumst öðrum og gefum af okkur

GEÐRÆKT - fimm leiðir að betri líðan

Ráðleggingar um vellíðan - myndbönd

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að vinna með markvissum hætti að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Starf Heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla, Heilsueflandi vinnustaða og heilsuefling eldri borgara er mikilvægur liður í starfi Heilsueflandi samfélags. Með innleiðingu Heilsueflandi samfélags vinna sveitarfélög meðal annars að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Nánar um Heilsueflandi samfélag:
https://island.is/heilsueflandi-samfelag

Fésbókarsíða Heilsueflandi samfélags
https://www.facebook.com/heilsueflandisamfelag/

Nánar um lýðheilsuvísa:
https://island.is/lydheilsuvisar

Nánar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna:
www.heimsmarkmidin.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?