Þau hús sem þegar hafa verið skráð og teikningar gerðar aðgengilegar af eru merkt með appelsínugulu.
Undanfarin misseri hefur verið unnið að flokkun og skönnun húsateikninga í Þorlákshöfn.
Er þetta liður í að gera gögn sveitarfélagsins aðgengilegri íbúum. Fyrsti hluti teikninga er nú orðinn opinber á vefnum.
Í vetur má búast við að teikningar fyrir Þorlákshöfn verði allar komnar inn en þeim verður bætt við á vefinn jafn óðum og þær hafa verið skannaðar og skráðar í gagnagrunn sveitarfélagsins.
Hlekk á kortasjá Ölfuss má finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is, til þess að finna teikningaskrá þarf að haka í "teikningar af byggingum" hægra megin á síðunni.
