Hjartað er höfnin

Í Þorlákshöfn er ein besta hafnaraðstaða á Suðurlandi og er hún hjartað í atvinnustarfsemi bæjarins. Nýr samningur um millilandasiglingar Smyril Line Cargo til Þorlákshafnar eflir enn frekar atvinnulífið á staðnum með uppbyggingu vöruhúsa og þjónustu þeim tengdum.

Staða fiskeldis og fiskvinnslu mun jafnframt styrkjast þar sem útflutningspunkturinn gæti varla verið nær með tilkomu Smyril Line Cargo.

Uppbyggileg starfsemi

Fjölbreytni fyrirtækja á svæðinu undirstrikar möguleika þess og býður jafnframt velkomna enn frekari atvinnustarfsemi. Fjöldi starfa er
í byggingariðnaði og trésmíði og von er á að þeim fjölgi með tilkomu
vöruhúsa og stærri íbúðarbyggðar.

Uppbyggileg kjarnastarfsemi svo sem grunnskóli, leikskóli og íþróttahús
eru meðal stærstu vinnustaðanna á svæðinu og starfar í takti við
atvinnulífið.

Uppbyggileg starfsemi

Vaxandi grein

Æ fleiri vinna við veitinga- og ferðaþjónustu enda er staðsetning og umhverfi Þorlákshafnar unun að sækja heim. Veitinga- og verslunarrekstur snýr ekki bara að ferðamönnum, heldur er skiptir sú þjónusta heimamenn miklu og eru þeir duglegir að versla og njóta þess alls sem kaupmenn og veitingamenn bjóða upp á.

Margir sækja þó atvinnu annað og aka milli Þorlákshafnar og annarra nálægra þéttbýliskjarna daglega, enda samgöngur góðar og vegir greiðir.

Vaxandi grein