Eflum sjálfstæði barna

Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Ekki er mikil bið eftir leikskólaplássi og stefnt er að því að 18 mánaða börn geti fengið vistun innan tíðar. Bergheimar eru í nýju húsi sem byggt var með starfsemina í huga og skapar bæði góðar aðstæður fyrir börn og starfsfólk.

Stefna leikskólans byggist að mestu á kenningum John Dewey sem sagði að börn lærðu best í daglegu starfi og í gegnum leikinn, þ.e. að læra af eigin reynslu. Börnum sem kennt er að bjarga sér sjálf, t.d. með að klæða sig, að matast, að þrífa sig, að leika sér og með að því að tjá hug sinn og langanir.