Hreyfing og íþróttir fyrir alla

Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Fjöldi íþróttagreina er í boði fyrir börn og fullorðna og í íþróttahúsinu er fullbúin líkamsrækt.

Sundlaugin, er með heitum pottum og rennibrautum auk innilaugar fyrir börn. Ekki eru allar íþróttir stundaðar innandyra og er allt í kringum Þorlákshöfn aðstaða til útivistar og íþróttaiðkunar, hvort sem er heldur náttúruhlaup, brimbrettareið eða hestamennska.