Alltaf nóg að gera

Í Þorlákshöfn er ógrynni möguleika á tómstundagamni. Menningarlíf er í miklum blóma þar sem tónlist, leiklist og handverk ýmiskonar er í öndvegi. Hestamennska, golf og mótorsport eru mjög vinsæl að ógleymdu brimbrettafólkinu sem býr við kjöraðstæður í Þorlákshöfn, rétt eins og bæði stang- og skotveiði.

Bókasafnið er stórt og öflugt og þar er einnig gallerí þar sem ný sýning er sett upp mánaðarlega. Frístundastyrkur er í boði fyrir börn og er gjaldskrá tónlistarskóla og íþróttaiðkunar mun lægri en höfuðborgarsvæðisins, án þess að það komi niður á gæðum eða metnaði starfsins.