Stemningin í þorpinu

Það sem einkennir Þorlákshöfn er unglegur bæjarbragur þar sem samheldni og samhugur ríkir. Stærðin skapar samkennd í samfélaginu og við þekkjum öll orðatiltækið: Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Það er Þorlákshöfn.

Náttúran í kring og útivistarmöguleikar auka á lífsgæðin og margir sem flytja til Þorlákshafnar nefna að þeir fái fleiri klukkustundir í sólarhringinn.
Aukinn tími til að sinna tómstundum og hugðarefnum, samhliða fjölskyldulífi og atvinnu.

Lífæðin í höfninni

Miklar breytingar hafa verið gerðar á höfninni síðustu ár og þannig hafa skapast aðstæður fyrir hafsækna starfsemi og frekari framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Með tilkomu millilandaflutninga með Smyril Line Cargo mun höfnin gegna enn stærra hlutverki en áður.

Flutningstími fyrir inn- og útflutning styttist þannig að íslenskur markaður
er enn samkeppnishæfari. Stórt landsvæði og hentugar byggingarlóðir bíða þess að starfsemi í tengslum við þessar miklu breytingar komi til þorpsins. Lífið er ekki alltaf saltfiskur, stundum er það inn- og útflutningur.

Fyrirmyndar­sveitarfélag

Þorlákshöfn byggðist upp á skömmum tíma en um leið öll nauðsynleg þjónusta við íbúana. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í íþróttamannvirkjum í bænum og leikskóli og skóli eru í hæsta gæðaflokki. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf, sem er í seilingar-
fjarlægð.

Fyrirmyndar­sveitarfélag