Skólastarf

Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Einkunnarorð hans eru vinátta, virðing og velgengni.

Í grunnskólanum eru nú um 220 nemendur í 1–10 bekk. Tónlistarkennsla
á vegum Tónlistarskóla Árnessýslu fer fram innan skólans og á skólatíma.
Öll íþrótta- og sundkennsla fer fram í íþróttamiðstöð bæjarins sem er við hlið skólans. Skólinn skilar frá sér glöðum börnum sem eru vel undirbúin fyrir framhaldsskóla.

Fjölbrautaskóli Suðurlands er staðsettur á Selfossi og stutt er að fara þangað en með reglubundnum samgöngum Strætó er einnig tiltölulega þægilegt að sækja framhalds- eða háskólamenntun til höfuðborgarsvæðisins.