Skapaðu fjölskyldunni góða framtíð

Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi.

Stór svæði eru tilbúin fyrir nýbyggingar, bæði íbúabyggð sem og atvinnulóðir. Lóðaverði og gatnagerðagjöldum er stillt í hóf til að stuðla að frekari uppbyggingu bæjarins.