Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 44

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
24.04.2024 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Írena Björk Gestsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson varaformaður,
Oskar Rybinski aðalmaður,
Emil Karel Einarsson aðalmaður,
Guðlaug Arna Hannesdóttir aðalmaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303039 - Íþrótta- og lýðheilsustefna
Áður lagt fram til kynningar 26. apríl 2023
Íþrótta - og tómastundanefnd samþykkir fyrirliggjandi Íþrótta- og lýðheilsustefnu Sveitarfélagsins Ölfuss. Stefnunni vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
2. 2404118 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð
Alls bárust 8 umsóknir í afreks- og styrktarsjóð. Eftirfarandi styrkveitingar voru samþykktar.
Hildur Björk Gunnsteinsdóttir vegna landsliðsverkefna í U-20 kvenna. Norðurlandamót og Evrópumót samtals kr. 170.000.
Emma Hrönn Hákonardóttir vegna landsliðsverkefna í U-20 kvenna. Norðurlandamót og Evrópumót samtals kr. 170.000.
Tómas Valur Þrastarson vegna landsliðsverkefna í U-20 karla. Norðurlandamót og Evrópumót samtals kr. 170.000.
Jóhanna Ýr Ágústsdóttir vegna landsliðsverkefna í U-18 kvenna. Norðurlandamót og Evrópumót samtals kr. 170.00.
Styrmir Snær Þrastarson vegna æfinga og undirbúnings með A- landsliði karla samtals kr. 100.000.
Auður Helga Halldórsdóttir vegna æfingaferðar í Knattspyrnu til Spánar samtals kr. 60.000
Embla Guðlaug Árnadóttir vegna æfinga og keppnisferðar í jazzballett samtals kr. 60.000.
Körfuknattleiksdeild Umf. Þórs styrkur vegna fræðsluerinda samtals kr. 100.000.
4. 2404127 - Styrkveiting til meistaraflokks kvenna í körfuknattleik
Íþrótta- og tómstundanefnd óskar Ungmennafélaginu Þór til hamingju með frábæran árangur meistaraflokks kvenna í körfuknattleik. Liðið sem er samstarfsverkefni körfuknattleiksdeildar Þórs og körfuknattleiksdeildar Hamars sigraði 1. deild kvenna í körfuknattleik og tryggðu sér þar með sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Körfuknattleiksdeild Þórs verði styrkt um kr. 2.500.000. vegna þessa frábæra árangurs. Það myndi vera í samræmi við aðra afreksstyrki sem greiddir hafa verið á undanförnum árum.
Mál til kynningar
3. 2404119 - Ársyfirlit Unglingadeildarinnar Strumpur 2023, samantekt
Lagt fram til kynningar
5. 2403014 - Fjölnota Íþróttahús
Lagðar fram til kynningar myndir með mögulegum staðsetningum á fjölnota íþróttahúsi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?