Foreldragreiðslur / heimgreiðslur

Foreldragreiðslur/heimgreiðslur eru hugsaðar til þess að foreldrar geti verið lengur heima með barni sínu eftir að töku fæðingarorlofs lýkur. Foreldrum er heimilt að nýta sér heimgreiðslur allan þann tíma sem þeir kjósa að hafa börnin sín heima. Heimgreiðslur falla niður ef barn fer í annars konar dagvistun eða þegar skólavist hefst. 

Hámarksupphæð greiðslna árið 2024 vegna 8 klukkutíma er kr. 100.000 á mánuði fyrir hvert barn.

Skilyrði fyrir heimgreiðslum:

  • Greiðslurnar eru háðar því að barn og foreldrar/forráðamenn séu með lögheimili og aðsetur í Sveitarfélaginu Ölfusi.
  • Hægt er að sækja um heimgreiðslur þegar fæðingarorlofi lýkur og er þá miðað við 12 mánaða aldur barna.
  • Heimgreiðslur vegna barna einstæðra foreldra geta hafist þegar fæðingarorlofi forsjárforeldris lýkur. Ef fæðingarorlofi einstæðra foreldra lýkur fyrir 12 mánaða aldur barns skal skila inn staðfestingu á því.
  • Foreldrum er heimilt að nýta sér heimgreiðslur allan þann tíma sem þeir kjósa að hafa börnin sín heima. Heimgreiðslur falla niður ef barn fer í annars konar dagvistun eða þegar skólavist hefst.
  • Foreldrum er skylt að tilkynna til sveitarfélagsins ef barn þeirra hefur fengið úthlutað plássi hjá dagforeldrum eða á leikskóla. 

Reglur Sveitarfélagsins Ölfuss um foreldragreiðslur / heimagreiðslur

Umsókn um heimgreiðslur til foreldra - vinsamlegast skráið ykkur í gegnum íbúagátt.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?