Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 420

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
02.05.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Erla Sif Markúsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404076 - Beiðni um viðauka- loftræsting Sundlaug
Beiðni um viðauka vegna endurnýjunar á loftræstisamstæðu fyrir innisundlaug skv. minnisblaði. Málið var á dagskrá 51.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar og var eftirfarandi bókað:

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í bæjarráði með beiðni um viðauka.

Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum að vinna viðauka vegna verksins svo mögulegt sé að ljúka því á yfirstandandi ári.

Samþykkt samhljóða.
2. 2404130 - Styrkur til uppbyggingar á Þorlákshafnarkirkjugarði
Fyrir bæjarráði lá minniblað þar sem fjallað er um framkvæmdir við Þorlákshafnarkirkjugarð. Áætlaður kostnaður við að ljúka framkvæmdum er um 8 milljónir.
Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum sínum að vinna viðauka sem gera ráð fyrir því að sóknarnefnd verði styrkt um 4 milljónir á yfirstandandi ári. Ennfremur samþykkir bæjarráð að gera ráð fyrir því að 4 milljónum verði varið í styrk á næsta ári.

Samþykkt samhljóða.
3. 2404129 - Vinabæjarmót í Svíþjóð 2024 - beiðni um styrk
Beiðni frá Norræna félaginu í Ölfusi um styrk að fjárhæð kr. 700.000 vegna þátttöku í vinabæjarmóti í Vimmerby í Svíþjóð 3.-7.júlí 2024.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Norrænafélagið í Ölfusi um kr. 700.000 vegna þátttöku í vinabæjarmóti í Vimmerby.

Samþykkt samhljóða.
4. 2403054 - Stofnframkvæmdir við leikskólann Óskaland í Hveragerði
Fyrir bæjarráði lágu drög að viðauka við samstarfssamning milli Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss vegna skólamála.

Þar segir m.a. að fyrri part ársins 2024 hafi Hveragerðisbær ákveðið einhliða að gera samninga við Eik fasteignafélag hf. og Hrafnshól ehf. vegna viðbyggingar við leikskólann Óskaland. Með viðaukanum gengst Hveragerðisbær við að því að samráð við Ölfus hefði átt að vera meira af hálfu Hveragerðisbæjar.

Viðbyggingin er áformuð á lóð Hveragerðisbæjar að Réttarheiði 45, F2529117, og tengist lóð Finnmarkar 1 með tengibyggingu. Hveragerðisbær undirritaði leigusamning við Eik fasteignafélag hf. um fasteignina að Réttarheiði 45 til allt að 40 ára en leigusamningurinn mun að öllu óbreyttu fela í sér nokkra aukningu á rekstrarkostnaði leikskólans Óskalands. Markmið samningsins við Eik fasteignafélag hf. er að fjölga leikskólaplássum í Hveragerðisbæ og mæta aukinni fólksfjölgun í bæjarfélaginu.

Með viðaukanum samþykkir Hveragerðisbær að Ölfus muni ekki bera hinn aukna rekstrarkostnað enda átti sveitarfélagið enga aðild að þeim samningum sem til hans leiða.

Gera því aðilar viðauka þennan með það að markmiði að tryggja að kostnaðarþátttaka Ölfuss í krónum talið á hvert barngildi í leikskólanum Óskalandi verði ekki meiri en kostnaðarþátttaka á hvert barngildi í leikskólanum Undralandi.

Bæjarráð samþykkir viðaukann.

Samþykkt samhljóða.
5. 2404128 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. (2024)
Fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. þriðjudaginn 7.maí nk. kl.11:00

Lagt fram til kynningar.
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
899.mál - umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi.
900.mál - umsögn um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku).
930. mál - umsögn um frumvarp til laga um lagareldi.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?