Afreksfólk í íþróttum

 

Hjörtur Már Ingvarsson  í 9. bekk og Arna Björg Gunnarsdóttir  í 8. bekk í  Grunnskólanum í Þorlákshöfn unnu bæði til verðlauna á íþróttasviðinu um helgina.

Hjörtur Már tók þátt í Íslandsmeistaramót fatlaðra í sundi í  25 m laug sem fram fór í Laugardalslaug. Hann setti fjögur Íslandsmet í flokki S5 í 50 m, 100 m, 200 m og 400 m skriðsundi. Hjörtur kom heim með fern verðlaun -  gull fyrir 50 m skrið, gull fyrir 50 m boðsund í skriði, silfur fyrir 50 m baksund og brons fyrir 50 m bringusund.

Arna Björg  tók þátt  Íslandsmóti í almennum fimleikum sem lauk á Selfossi sunnudaginn 29. nóv.  Arna Björg varð Íslandsmeistari í 4. þrepi með samanlagða einkunn 35.95. Hún hreppti 2. sæti í dansi með einkunnina 8. 95, 1. sæti á dýnu með einkunnina 9.2, 2.  sæti í stökki með einkunnina 9.1 og 5. sæti á trampólíni með einkunnina 8.7.

Við óskum Hirti Má og Örnu Björgu til hamingju með þennan frábæra árangur og erum afar stolt af þessum glæsilegu ungmennum
 
 
 
Tekið af vef Grunnskóla Þorlákshafnar
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?