Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við kosningar til Alþingis laugardaginn 28. október 2017.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

við kosningar til Alþingis laugardaginn 28. október 2017.

Hægt verður að greiða atkvæði utankjörfundar á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá og með 9. október  nk.  Opnunartími frá kl. 09:00-12:00 og 13:00-16:00 alla virka daga.

Ábyrgð á atkvæði.

Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utankjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis.   

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru.

Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?