Auglýsing á skipulagstillögum

Deiliskipulag fyrir Skæruliðaskálann í Ólafsskarði

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 25. nóvember síðastliðinn deiliskipulag fyrir skæruliðaskálann í Ólafsskarði við Jósepsdal til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Mörkuð er lóð fyrir fjallaskála sem staðið hefur við Ólafsskarð í tugi ára og var byggður á sínum tíma af skíðaáhugamönnum í skíðadeild Ármanns.

Tillaga að deiliskipulagi Ólafsskarð

 

Breyting á deiliskipulagi Mánastaða í Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 24. febrúar síðastliðinn breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin gerir ráð fyrir að íbúðarlóðum innan skipulagsreitsins fjölgi í úr fjórum í ellefu og að parhús verði á fjórum þeirra. Heimilt verði að byggja eitt gestahús við hvert einbýlishús og eitt við hverja parhúsaíbúð, allt í samræmi við heimildir sem liggja fyrir í endurskoðuðu aðalskipulagi sem auglýst er samtímis.

Deiliskipulag Mánastaðir

 

Breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar – Vesturberg íbúðarsvæði vestan byggðar

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 4. febrúar síðastliðinn breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Vesturbergs sem er nýtt hverfi vestan byggðar í Þorlákshöfn. Tillagan gerir ráð fyrir að bætt verði 41 íbúð við hverfið og verða 127 íbúðir í hverfinu eftir breytinguna í samræmi við heimildir sem liggja fyrir í endurskoðuðu aðalskipulagi sem auglýst er samtímis.

Greinargerð Vesturbyggð-Vesturberg

Uppdráttur Vesturbyggð-Vesturberg

 

Endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036

Bæjarstjórn Ölfuss þann 31. mars síðastliðinn nýtt aðalskipulag til auglýsingar í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið tekur við af aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022.

Skipulagstillagan samanstendur af forsenduhefti, umhverfisskýrslu, greinargerð, sveitarfélagsuppdrætti og skipulagsuppdráttum fyrir þéttbýlin Þorlákshöfn og Árbæ auk fylgigagna. Hægt er að skoða heimasíðu þar sem hægt er að nálgast skipulagsgögn á slóðinni:

https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/MapSeries/index.html?appid=b5ec5f4666134913af213ea27a872d76

Þar er meðal annars að finna kortasjá skipulagsins, greinargerð og ýmsar gagnlegar upplýsingar, á stafrænu formi. Hægt að sjá kynningarmyndband um notkun síðunnar á slóðinni:

https://efla.sharepoint.com/:v:/s/EFLASkipulagsggn/EVXKWDyaxKBBt0vMCvyKZhkB1SETkgCi29C6tVKtwagGRw?e=KhYeJf

 

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar í bæjarstjórn Ölfuss þann 31. mars síðastliðinn, í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar eru:

 

Deiliskipulag fyrir Hjarðarból í Ölfusi

Tillagan markar 8 nýjar íbúðarlóðir og byggingarreiti við íbúðahverfið hjá Hjarðarbóli í Ölfusi. Einnig er mörkuð lóð fyrir hótel austan til á svæðinu og byggingarreitur fyrir skemmu á upprunalega landbúnaðarlandinu þar fyrir norðaustan. Skipulagið er í samræmi við þær heimildir sem eru fyrirhugaðar í nýju aðalskipulagi sem auglýst er samtímis.

Deiliskipulag Hjarðarból

 

Breyting á deiliskipulagi Móa – miðsvæðis í Þorlákshöfn vegna Hnjúkamóa 2 og 4

Tillagan gerir ráð fyrir að að lóðirnar Hnjúkamói 2 og 4 stækki lítillega, íbúðum verði fjölgað úr 24 í 36. Fjöldi hæða er aukinn í 6 hæðir með inndreginni 6. hæð, auk mögulegs bílakjallara. Skipulagið er í samræmi við þær heimildir sem eru fyrirhugaðar í nýju aðalskipulagi sem auglýst er samtímis.

Deiliskipulagstillaga Mói-miðsvæði

 

Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Þorlákshöfn vegna Hafnarskeiðs 6

Tillagan gerir ráð fyrir að á lóðinni Hafnarskeiði 6, sem áður hýsti Meitilinn, verði íbúðir á efri hæðum en ýmis verslun og þjónusta á neðri hæðum í formi veitingastaða, skrifstofa, verslana og fleira. Hún gerir ráð fyrir að byggt verði ofan á hluta hússins þannig að það verði allt að 5 hæðir. Hámarks byggingarmagn er aukið úr 3.205 m2 í allt að 8.973 m2 og hámarksmænishæð á lóðinni hækkar úr 12 metrum í allt að 18 metra. Nýtingarhlutfall verður allt að 1,4. Skipulagið er í samræmi við þær heimildir sem eru fyrirhugaðar í nýju aðalskipulagi sem auglýst er samtímis.

Deiliskipulagsbreyting Hafnarskeið 6

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 6. apríl til 18. maí 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 18. maí 2022. eða í pósti á: Skipulagsfulltrúi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?