Auglýsing um grenndarkynningar

Hjarðarbólsvegur 3, grenndarkynning 

Á 279. fundi bæjarstjórnar Ölfuss 28.5.2020 sl., var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið hafði hlotið umræðu og afgreiðslu á 7. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss þann 20.5.2020.

Óskað er eftir að fá að staðsetja húsið að Hjarðarbólsvegi 3, 2 metra utan við byggingarreit. Áður hefur verið grenndarkynnt sú breyting að stækka húsið lítillega og hækka mænishæð.

Meðfylgjandi eru kynningargögn þar sem sjá má áformin á afstöðumynd HÉR og útlitsteikningum, sjá HÉR

Uppdrættir eru einnig til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1.

Að lokinni kynningu er umsækjanda heimilt að senda inn byggingarteikningar og fær byggingarleyfi standist gögn reglugerð. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Frestur til að senda athugasemdir er frá 4. júní til 3. júlí 2020. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is  merkt „Hjarðarbólsvegur 3“ .

Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar hljótist undirritað samþykki íbúa fyrir áformunum, skv. 3. mgr., 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Kynningarbréf fá íbúar að Hjarðarbólsvegi 1 og Hrókabólsvegi 2 og 4.

 

Haukaberg 4, grenndarkynning

Á 279. fundi bæjarstjórnar Ölfuss 28.5.2020 sl., var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið hafði hlotið umræðu og afgreiðslu á 7. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss þann 20.5.2020.

Jón Stefán Einarsson arkitekt frá JeES arkitektum óskar, fyrir hönd eigenda, eftir að stækka Haukaberg 4 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Stækkunin felst í viðbyggingu við 1. hæð til vesturs og svalir með skyggni þar ofan á, auk annarra minniháttar breytinga.

Meðfylgjandi eru kynningargögn og stutt lýsing þar sem sjá má áformin á afstöðumynd og útlitsteikningum, sjá HÉR

Uppdrættir eru einnig til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1.

Að lokinni kynningu er umsækjanda heimilt að senda inn byggingarteikningar og fær byggingarleyfi standist gögn reglugerð. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Frestur til að senda athugasemdir er frá 4. júní til 3. júlí 2020. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is  merkt „Haukaberg“.

Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar hljótist undirritað samþykki íbúa fyrir áformunum, skv. 3. mgr., 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Kynningarbréf fá íbúar í Haukabergi 2, 3, 5 og 6.

Gunnlaugur Jónasson  skipulagsfulltrúi

 

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?