Blómatónleikar í kvöld í Þorlákskirkju

Einar_Arnhildur
Einar_Arnhildur
Söngvarinn Einar Clausen og píanóleikarinn Arnhildur Valgarðsdóttir efna til blómatónleika í Þorlákskirkju í kvöld
Söngvarinn Einar Clausen og píanóleikarinn Arnhildur Valgarðsdóttir efna til blómatónleika í Þorlákskirkju í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20:00.
Bæði hafa þau starfað lengi við tónlist og komið víða fram og hafa leiðir þeirra gjarnan legið saman við athafnasöng í kirkjum landsins.
Þau ákváðu að búa til tónleikadagskrá tileinkaða blómum. Bló...m gegna mikilvægu hlutverki, bæði í náttúrunni en einnnig í táknmáli tilfinninga. Á hátíðarstundum, þegar sorgin knýr dyra eða þegar ástarloginn brennur, þá látum við blómin tala. Við tölum líka um lífsblómið, blómstrið eina hans Hallgríms Péturssonar og blómarósir svo dæmi séu tekin, blómalíkingamálið á Íslandi er frjósamt og fjölskrúðugt.
Í samræmi við fjölbreytileika náttúrunnar kennir og ýmissa grasa í efnisskrá tónleikanna. Öll fjalla lögin um blóm, nefna má td Liljuna, Fífilinn, Fjóluna og Rósina. Einar, hinn ástsæli og fjölhæfi söngvari, bregður fyrir sig ýmsum tungumálum svo sem þýsku, frönsku, færeysku, ensku og íslensku.
Einar og Arnhildur eru bæði þekkt fyrir hlýlega og skemmtilega sviðsframkomu og hlakka þau til að fá að leiða áheyrendur í gegnum blómagarð söngvanna.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 2.000 krónur.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?