Byggðarsafnssýningin Lífið í Selvoginum

Þær stöllur Ása Bjarnadóttir og Halldóra Björk Guðmundsdóttir fóru af stað fyrr í vetur með þá hugmynd að setja upp sýningu undir stiganum á bókasafninu, þar sem lífið í Selvoginum yrði viðfangsefnið. Þær söfnuðu að sér munum, viðtölum og myndum, ásamt þeim hlutum sem fundust uppá háalofti á B götu 10. Á fimmtudaginn 10.ágúst var sýningin opnuð fyrir gestum með pompi og prakt og má segja að sjaldan eða aldrei hefur aðsóknin verið eins mikil. Við hvetjum ykkur til að koma á þessa sýningu sem verður í gangi út september, hún er opin alla virka daga frá 12.30 - 17.30.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?