Fallegar vetrarmyndir á sýningu

Bjarni Heiðar ásamt dætrum sínum við opnun sýningar
Bjarni Heiðar ásamt dætrum sínum við opnun sýningar

Bjarni Heiðar Joensen opnar myndlistarsýningu í Gallerí undir stiganum í dag, fimmtudaginn 9. janúar.

Það eru fallegar vetrarmyndir sem prýða veggi í sýningarrými bókasafns Ölfuss, Gallerí undir stiganum.  Myndirnar eru allar málaðar með olíumálningu á striga af Bjarna Heiðari Joensen, Þorlákshafnarbúa.

Bjarni hefur haldið ófáar sýningar í Þorlákshöfn og víðar en tók sér hlé frá penslinum í stuttan tíma. Nú hefur Bjarni aftur farið að mála og sem fyrr er það falleg náttúran og litadýrð hennar sem er helsta myndefnið.  Reyndar má einnig finna þrjár afstraktmyndir á sýningunni , en annars eru það landslagsmyndir í vetrarbúningi og sólarlagið sem er í forgrunni.

Sýningin er sölusýning og stendur yfir allan janúarmánuð.

Meðfylgjandi mynd var tekin við opnun sýningarinnar fimmtudaginn 9. janúar. Á myndinni er Bjarni ásamt tvíburadætrum sínum, en þær Anna og Ása fögnuðu 50 ára afmæli sínu deginum fyrir opnun.

Fleiri myndir er hægt að skoða á fésbókarsíðunni: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10152145115223749.1073741842.136961043748&type=1

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?