Fjölmenni í kaffispjalli á Níunni – Hvað skapar hamingjuna ?

Hamingja og velferð í dagsins önn
Hamingja og velferð í dagsins önn

Það var mikil ánægja með fræðsluerindi Ólínu Þorleifsdóttur, skólastjóra og nema í Jákvæðri sálfræði, á Níunni í gær. Erindið bar yfirskriftina HAMINGJA OG VELFERÐ Í DAGSINS ÖNN og er fyrsta erindi ársins í samvinnu fjölskyldu og fræðslusviðs og félags eldri borgara.

Í erindinu fjallaði Ólína um fræðigreinina jákvæða sálfræði. Þá greindi hún frá kenningum um hamingju og rannsóknum á því hvernig við getum haft áhrif á hamingju okkar með hugarfari. Auk þess var fjallað um ýmsar leiðir sem sýnt hefur verið fram á að stuðla að hamingju eins og t.d. núvitund, jákvætt sjálfstal, þakklæti og styrkleika. Einnig mikilvægi þess að sjá alla litlu góðu hlutina sem eiga sér stað í lífi okkar á hverjum degi.

Það er mikilvægt að við minnum okkur á að ný tækifæri fást ekki aðeins í upphafi nýs árs heldur blasa þau við okkur á hverjum morgni þegar við vöknum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?