Fjórir Íslandsmeistarar - allir á pall

Hópurinn sem keppti á Meistaramóti Íslands ásamt þjálfara sínum
Hópurinn sem keppti á Meistaramóti Íslands ásamt þjálfara sínum
Þórsarar, sem kepptu með sameiginlegu liði HSK-Selfoss,  eignuðust fjóra Íslandsmeistara á Meistaramóti Íslands 11-14 ára um helgina
Þórsarar, sem kepptu með sameiginlegu liði HSK-Selfoss,  eignuðust fjóra Íslandsmeistara á Meistaramóti Íslands 11-14 ára um helgina og unnu alls til tíu Íslandsmeistaratitla. Styrmir Dan Steinunnarson 14 ára, varð fimmfaldur Íslandsmeistari, en hann sigraði langstökk, kúluvarp, hástökk, 80m grind og spjótkast. Viktor Karl Halldórsson 11 ára  varð Íslandsmeistari í spjótkasti og bætti sig um rúma 2 metra og hann var einnig í sigursveit HSK í boðhlaupi. Marta María Bozovic 12 ára varð einnig Íslandsmeistari í spjótkasti, en hún bætti sig um rúma 4 metra. Sólveig Þóra Þorsteinsdóttir 11 ára varð Íslandsmeistari í hástökki bætti sig um 3 cm og var jafnframt í sigursveit HSK í boðhlaupi. Allir sem kepptu fyrir Þór um helgina komust á verðlaunapall og stóðu sig mjög vel! Þorlákshafnarbúar geta verið stoltir af frjálsíþróttafólkinu sínu og ánægðir með þjálfara þeirra, Rúnar Hjálmarsson.
Hér fylgja myndir af Íslandsmeisturum Þórs,  Þórshópnum og öllum HSK-Selfoss hópnum sem sigraði mótið með glæsibrag.
 
Sigþrúður Harðardóttir
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?