Forkynning á skipulagstillögum

Aðalskipulagsbreyting fyrir Stóra-Saurbæjarsvæðið og Götu í Selvogi

Við Stóra-Saurbæ er tillaga um að breyta landbúnaðarlandi í íbúðarsvæði á 15 ha svæði. Einnig er markaður reitur fyrir fjarskiptamastur norðan við Suðurstrandaveg við Götu og landnotkun fyrir hann breytt úr landbúnaðarlandi í athafnasvæði. Skipulagstillöguna má sjá hér

Aðal- og deiliskipulagsbreyting fyrir Árbæ 4

Landnotkun fyrir 4,8 ha reit í landi Árbæjar 4a í Ölfusi breytt úr „opnu svæði til sérstakra nota“ í landbúnaðarsvæði. Gert var ráð fyrir hesthúsum á reitnum en skv. tillögunni munu ákvæði um landbúnaðarsvæði gilda þar framvegis.

Jafnframt er lögð fram skipulagslýsing um deiliskipulag sem heimilar  að byggja íbúðarhús og frístundahús á reitnum, til viðbótar við þær byggingar sem þar eru fyrir.  Skipulagstillöguna og lýsinguna má sjá hér og hér

Aðal- og deiliskipulagsbreyting í landi Riftúns

Breytingin gildir fyrir reit í landi Riftúns sem liggur suðaustan við þjóðveginn. Lagt er til að aðalskipulag breytist  þannig að landnotkun á reitnum sem var landbúnaðarsvæði verði verslunar- og þjónustusvæði.

Með tillögu að deiliskipulagi fyrir reitinn er gert ráð fyrir að þar verði ýmis ferðaþjónustutengd starfsemi.  Skipulagstillögurnar má sjá hér og hér

Tillaga að deiliskipulagi í landi Kirkjuferjuhjáleigu

Tillagan fjallar um 3 nýjar lóðir til uppbyggingar í landi Kirkjuferjuhjáleigu sem eru á bilinu 2 til 4 ha.  Skipulagstillöguna má sjá hér og hér

Breytingartillaga á deiliskipulagi fyrir Kinn í Ölfusi

Með deiliskipulagsbreytingunni er skipan byggingarreita breytt. Heimilt verður að reisa ný gróðurhús. Byggingarreitur fyrir skemmu, véla- og tækjageymslu sem er á gildandi skipulagi er felldur niður.  Skipulagstillöguna má sjá hér

Deiliskipulag fyrir Þóroddsstaði 2 lóð H

Deiliskipulagið markar byggingarreiti fyrir íbúðarhús, bílskúr, og gestahús.  Skipulagstillöguna má sjá hér

Grímslækjarheiði – Sögusteinn - skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar

Lýst er fyrirhuguðu deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir að sumarhúsalóðir og útivistarsvæði innan reitsins verði að íbúðarhúsalóðum í samræmi við gildandi aðalskipulag.  Skipulagstillöguna má sjá hér

Breyting á deiliskipulagi í landi Ferjukots

Breytt deiliskipulag fyrir Ferjukot gerir ráð fyrir að byggja megi 6 lítil ferðaþjónustuhús og eitt aðstöðuhús á lóðinni.  Skipulagstillöguna má sjá hér

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?