Göngum í skólann

Nú styttist í skólar landsins hefji göngu sína að nýju eftir sumarleyfi. Það sama á við um verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) en það verður sett í fimmtánda sinn miðvikudaginn 8. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 6. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt og fyrsta árið voru þátttökuskólarnir 26 en alls 75 skólar skráðu sig til leiks árið 2020.

Vegalengdir í Þorlákshöfn eru stuttar og aðgengi að hjóla- og göngustígum gott og því hvetjum við alla til að taka þátt í verkefninu.

 Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðunni www.gongumiskolann.is

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?