Íbúafundur til að kynna stöðu kynningarátaks

Ráðhús Ölfuss 2005
Ráðhús Ölfuss 2005
Líkt og margir vita nú þegar hefur Sveitarfélagið Ölfus ásamt auglýsingastofunni Hvíta húsið, unnið að undirbúningi kynningarátaks fyrir sveitarfélagið. Verkefnið hófst með því að starfsmenn hjá Hvíta húsinu kynntu sér stöðu og sögulegan bakgrunn sveitarfélagsins og unnu með sjálfboðaliðum í rýnihópum

Líkt og margir vita nú þegar hefur Sveitarfélagið Ölfus ásamt auglýsingastofunni Hvíta húsið, unnið að undirbúningi kynningarátaks fyrir sveitarfélagið. Verkefnið hófst með því að starfsmenn hjá Hvíta húsinu kynntu sér stöðu og sögulegan bakgrunn sveitarfélagsins og unnu með sjálfboðaliðum í rýnihópum. Ennfremur hafa nokkrir íbúar verið teknir í viðtöl og unnið hefur verið að endurmörkun auðkennis sveitarfélagsins auk þess sem gerðar hafa verið ýmsar útfærslur á því.

Staða verkefnisins, breytt merki sveitarfélagsins og næstu skref verða kynnt fyrir íbúum á fundi mánudaginn 6. júní kl. 18:00 í Versölum, menningarsal ráðhússins.

Allir eru velkomnir á fundinn þar sem aðilar frá Hvíta húsinu og fulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins kynna verkefnið.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?