Íbúafundur um skipulagsmál í Gljúfurárholti, 1. áfanga.

Íbúar eru boðaðir til fundar um skipulag í 1. áfanga íbúðarbyggðar í Gljúfurárholti, merkt Í10 í staðfestu aðalskipulagi, er tekur yfir
Klettagljúfur og Hellugljúfur 1 og 2.
Íbúar innan skipulagsreits hljóta tilkynningu í bréfpósti.

Fundurinn verður haldinn í sal Fákasel, Ingólfshvoli, 816 Ölfus, miðvikudaginn 6. mars 2019, kl. 17.00-19.00.

Dagskrá:

Sveitarfélagið stendur fyrir því að kynna staðfest aðalskipulag, reit Í10, og tillögu að deiliskipulagi um fjölgun íbúða innan reitsins. Deiliskipulagið var auglýst og inn komu athugasemdir við fjölgun á íbúðum innan svæðisins.
Spurningar og umræður.

Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 16.11.2017 - fundur 87.

9. 1711019 - deiliskipulag Gljúfurárholt
Gljúfurárholt, fyrsti áfangi deiliskipulag
Fyrir hönd eigenda lóða í fyrsta áfagna Gljúfurárholts, leggur Cassaro ark ehf inn deiliskipulagstillögu. Lagt er til að heimila byggð á svæðinu fyrir 112-126 íbúa. Tillagan gerir ráð fyrir 20 íbúðahúsum á 1-2 hæðum. Á lóðunum Klettagljúfur 1-7 verði heimiluð einbýlishús og parhús. Á lóðunum Klettagljúfur 2-12 verði heimiluð einbýlis- og tvíbýlishús. Hellugljúfur 1 og 2 verði heimiluð einbýlishús og parhús. Á lóðunum Klettagljúfur 9-23 verði heimiluð einbýlis-, tvíbýlis- og fjölbýlishús með allt að 5 íbúðum í hverju húsi. Lámarksstærð hverrar íbúðar á þessum lóðum sé minnst 60 m2. Innan byggingarreits eins og skipulagstillagan sýnir, er gert ráð fyrir að hægt sé að vera með hesthús innan byggingarreits á öllum lóðum þar sem svæðið er skástrikað. Fjarlægðarmörk fyrir hesthús eru þessi samkvæmt samningi um uppbyggingu á hverfinu.Hesthús verði minnst 40 m fjarlægð frá íbúðahúsum aðliggjandi lóða og eða í minnst 25 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Ennfremur í minnst 100 m fjarlægð frá mörkum aðliggjandi jarða þar sem það á við. Heimilt er að vera með gróðurhús innan byggingarreits.
Afgreiðsla: Tekið er jákvætt í deiliskipulagstillöguna. Vinna þarf greinargerðina með tillögunni betur þannig að hún falli að samþykktum um m.a. byggingu hesthúsa. 
Afgreiðsla: Lagfæra þarf greinargerðina í samræmi við samning um uppbyggingu á svæðinu er varðar hesthús á lóðum. Samþykkt að heimila að tillagan fari í lögboðinn auglýsingarferil eftir lagfæringar á greinargerðinni.
 

Bæjarstjórn Ölfuss - 30.11.2017  - fundur 249.

20. 1711004F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 87
Fundargerð skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar frá 16. nóvember sl. lögð fram.
Fundargerðin staðfest samhljóða.
 
 
Skipulags- og byggingarsvið Ölfuss
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?