Kosningaréttur í 100 ár

Á þjóðhátíðardaginn 2015
Á þjóðhátíðardaginn 2015

Í dag höldum við upp á að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Frá árinu 1885 höfðu íslenskar konur barist fyrir því að fá kosningarétt, en á þeim tíma þekktist það hvergi í heiminum að konur hefðu konsningarétt.

Í dag höldum við upp á að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Frá árinu 1885 höfðu íslenskar konur barist fyrir því að fá kosningarétt, en á þeim tíma þekktist það hvergi í heiminum að konur hefðu konsningarétt.  Það voru Nýsjálenskar konur sem fyrstar kvenna fengu kosningarrétt árið 1893. Á Íslandi var Hið íslenska kvenfélag stofnað árið 1894 sem hafði á stefnuskrá sinni að auka jafnrétti kynjanna og þátttöku kvenna í opinberum málum.  Ári eftir stofnun félagsins var 2000 undirskriftum safnað með áskorun til Alþingis um að veita konum kosningarétt.  Það var þó ekki fyrr en 20 árum síðar, þann 19. Júní 1915 að konungur samþykkti nýja stjórnaskrá fyrir Ísland þar sem  konur, 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis.  Þetta þýddi að um 12.000 íslenskar konur gátu kosið. Aldursákvæðið á Íslandi var einsdæmi  í heiminum og kallaði baráttukonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir þetta  „hinn nafnfræga, íslenska stjórnviskulega búhnykk“. 

Í stjórnaskránni kom fram að aldurstakmarkið skyldi lækka um eitt ár næstu fimmtán árin þar til 25 ára aldri væri náð, en það var aldurstakmark kosningabærra karlmanna. Árið 1920 var þetta ákvæði fellt úr gildi og eftir það hafa konur og karlar notið sama réttar til kosninga til alþingis.

Meðfylgjandi mynd var tekin á þjóðhátíðardaginn, 17. júní sl. þar sem Fjallkonan, Rebekka Ómarsdóttir les ljóð eftir skáldkonuna Huld á hátíðardagskrá í íþróttahúsinu.

Heimildir og nánari upplýsingar:
http://kvennasogusafn.is/index.php?page=kosningarettur-kvenna
http://kvennasogusafn.is/index.php?page=artoel-og-afangar

Samantekt Barbara Guðnadóttir

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?