Kvennadyngja í Ölfusi

Unnið er að því við bakka Ölfusár að reisa svokallaða kvennadyngju.

Í þættinum "Landanum" sem sýndur var síðaðstliðinn sunnudag í Ríkissjónvarpinu var sagt frá byggingu kvennadyngju á bökkum Ölfusár. Verkefninu stjórnar fornleifafræðingurinn Margrét Hallmundsdóttir en hún hefur fengið dygga aðstoð nágranna sinna í Árbæjarhverfinu auk fleiri aðila, enda er verkefnið unnið með styrk frá Menningarráði Suðurlands og evrópusjóðnum Green Village.

Dyngjur þessar voru jarðhýsi sem voru gjarnan við víkingaskála á landnámsöld.

Hægt er að skoða innslagið sem birtist í Landanum ef farið er inn HÉR.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?