Kynning á skipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til kynningar skv. 2.mgr. 30. gr. og 3.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss í Hafnarbergi 1 frá 20.mars til hádegis þann 25.mars.

- Aðalskipulagsbreyting fyrir iðnaðarsvæði vestan Þorlákshafnar, nefnt I24 þar sem stefnt er á uppbyggingu á þauleldi svína. Gert er ráð fyrir að breyta um 25 ha iðnaðarsvæði í landbúnaðarland.

 - Aðalskipulagsbreyting fyrir Reykjabraut 2.  Verslunar- og þjónustusvæði er breytt í íbúðasvæði og við það stækkar aðliggjandi íbúðarsvæði, Í1 og heimilað er fjölbýli á Reykjabraut 2 fyrir allt að 18 íbúðir.

 - Deiliskipulagsbreyting Akurholt. 4 landspildur fyrir íbúðarhús skilgreindar í landi Akurholts í Ölfusi. Aðkoma verður af nýjum vegi sem tengist innansveitarvegi vestanvert.

 - Nesbraut 23-27,  áform um að stækka eldisstöð Ísþórs að Nesbraut úr 600 í 1800 tonna ársframleiðslu á lóðum nr. 23, 25 og 27. Matsáætlun hefur verið kynnt og liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar þar um. Deiliskipulagið er í samræmi við áherslur í aðalskipulagi.

Fjallað hefur verið um skipulagstillögurnar í skipulags- og umhverfisnefnd

Skipulagsfulltrúi Ölfuss

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?