Mistral kemur til Þorlákshafnar

Mistral
Mistral

Nýtt skip Smyril Line Cargo, Mistral, kom til Þorlákshafnar í dag 17. ágúst 2020.   Mistral er 153m langt og 21m breitt eða heldur lengra en hin RoRo skipin Mykines og Akranes sem eru 139 m löng.  Mistral kemur til með að sigla á milli Þorlákshafnar, Færeyja og Hirtshals í Danmörku í stað Akranes sem mun fara að sigla á milli Noregs og Rotterdam.  Það er liður í þróun nýrrar flutningaleiðar Smyril Line Cargo sem tengir hinar flutningsleiðarnar m.a héðan frá Þorlákshöfn.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?