Ný sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.

Ný sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi hefur nú tekið gildi. Mun þetta vera mikil bæting fyrir íbúa Ölfuss þar sem engin slík samþykkt var við lýði.

Samþykktin, sem var unnin í nánu samstarfi við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi, mun einfalda störf lögreglunnar í landshlutanum til muna. Áður voru mismunandi samþykktir í gildi hjá sveitarfélögunum en nú er sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin fjórtán sem heyra til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi. 

Meðal þess sem ný samþykkt fjallar um eru málefni sem hafa verið áberandi í umræðunni í kjölfar fjölgunar ferðamanna í landshlutanum s.s. um hvar heimilt er að gista í tjöldum, húsbílum og slíkum faratækjum.

Ljóst er að lögreglustjórinn á Suðurlandi, Kjartan Þorkelsson, fagni þessari lögreglusamþykkt þar sem það fer ekki á milli mála hversu mikið hún kemur til með að einfalda störf lögreglu.

Lögreglusamþykktin gildir fyrir lögsagnarumdæmi eftirtalinna fjórtán sveitarfélaga: Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Sveitarfélagsins Árborgar, Flóahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss.

Lögreglusamþykkt, fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?