Ný sýning er komin upp í Gallerí undir stiganum

Róbert Karl Ingimundarson og fleiri við opnun sýningar
Róbert Karl Ingimundarson og fleiri við opnun sýningar

Síðastliðinn fimmtudag opnaði Róbert Karl Ingimundarson sýningu á blýantsteikningum í Gallerí undir stiganum, sýningarrými Bæjarbókasafns Ölfuss.

Róbert Karl sýnir fleiri blýantsteikningar

Á síðasta ári sýndi Róbert Karl Ingimundarson á sér nýja listræna hlið þegar hann opnaði sýningu með blýantsteikningum í Gallerí undir stiganum.  Hann hefur verið óstöðvandi síðan og hefur nú opnað aðra sýningu með blýantsteikningum í sýningarrýminu.

Myndefnið á þessari sýningu tengist að miklu gömlum tíma og Þorlákshöfn, en nú eru það bátarnir sem fá mesta vægið. Ennfremur gefur að líta þekktar byggingar og fantasíumyndir á sýningunni.

Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?