Ölfus undirritar vinabæjarsamning við Changsha 

Heimsokn-i-Olfus
Heimsokn-i-Olfus
Ölfus undirritar vinabæjarsamning við Changsha 
Mánudaginn 17. október síðastliðinn skrifuðu Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss og Shen Zhengjun, deildarstjóri erlendra samskipta Changsha borgar undir vinabæjarsamning Ölfuss og Changsha við hátíðlega athöfn á Fosshótel Reykjavík. 

Mánudaginn 17. október síðastliðinn skrifuðu Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss og Shen Zhengjun, deildarstjóri erlendra samskipta Changsha borgar undir vinabæjarsamning Ölfuss og Changsha við hátíðlega athöfn á Fosshótel Reykjavík. Eftir athöfnina komu fulltrúar Changsha í heimsókn í Þorlákshöfn, skoðuðu bæinn og snæddu kvöldverð á Hafinu Bláa með fulltrúum sveitarfélagsins.

Changsha er höfuðborg Hunan sýslu í Mið-Kína og þar búa 7.3 milljónir íbúa. Borgin er þekkt fyrir ríka arfleið og menningu og hefur hún verið verðlaunuð sem hamingjusamasta borg Kína, átta ár í röð.  Mikil áhersla er lögð á umhverfisvæna hugsun í Changsha borg en 53% borgarinnar er þakin grænum svæðum og skógum og stærsti rafbílaframleiðandi heims, BYD er staðsettur í borginni.

Sveitarfélagið Ölfus er ríkt af náttúruauðlindum og má þar nefna nóg af köldu vatni, jarðvarma á Hengilssvæðinu sem nýttur er til húshitunar og rafmagnsframleiðslu. Því eiga Ölfus og Changsha góða samleið þegar kemur að umhverfisvænni hugsun.

Með undirskrift á vinabæjarsamningnum er vonast til að samskipti verði tíð og að báðir aðilar hagnist á samskiptunum á sviðum menningar, tækni, menntunar, ferðamála o.s.frv.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?