Skemmtidagur hjá sumarlestri bókasafnsins

fyrirtaekjadagur-012_web
fyrirtaekjadagur-012_web
Heimsókn í Atlandshumar og Kuldabola

 

Í dag var skemmtidagur á bókasafninu fyrir þá krakka sem eru í Sumarlestrinum. Þema sumarsins er 60 ára afmæli Þorlákshafnar og stóð til að fræða krakkana aðeins betur um atvinnuhætti í Þorlákshöfn. Því var farið í tvö fyrirtæki í Þorlákshöfn með krakkana og var byrjað á Atlandshumri. Þar fengu krakkarnir að sjá hvernig humar er unninn. Næst var farið í Kuldabola og fengu krakkarnir að sjá stóru vélarnar sem halda frystigeymslunum þar gangandi. Síðan fengu krakkarnir að kíkja inn í stóra frystigeymslu og eftir það fengu allir ís. Krakkarnir röltu síðan aftur niður á bókasafn sæl og ánægð með vel heppnaða ferð.

Næsti skemmtidagur verður í júlí og þá fá krakkarnir heimsókn á bókasafnið þar sem þeim verða sagðar sögur af því hvernig var að vera barn í Þorlákshöfn um 1960. Einnig verður farið í rosalega flottan ratleik um minjar Þorlákshafnar. Við hvetjum alla krakka til að byrja í sumarlestrinum því það er svo skemmtilegt að lesa, það er heldur aldrei of seint að skrá sig. Einnig minnum við á að opið er á bókasafninu alla laugardaga í sumar frá  kl:11-14.

 

Júlíana, sumarstarfsmaður á Bæjarbókasafni Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?