Styrkúthlutun Menningarráðs Suðurlands

Í gær afhenti Menningarráð Suðurlands styrki til 96 verkefna við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Hæsti styrkur fór til Friðriks Erlingssonar og Gunnars Þórðarsonar vegna verkefnisins "Ragnheiður" óperu í fullri lengd um Ragnheiði biskupsdóttur. Nokkrir styrkir fóru til aðila í sveitarfélaginu Ölfusi, Söngfélag Þorlákshafnar fékk styrk vegna 50 ára afmælis síns, Leikfélag Ölfuss fékk styrk til uppsetningar á leikritinu Stútungasaga og menningarnefnd Ölfuss fékk styrk til þriggja verkefna: skapandi endurvinnslu fyrir börn, fjölmenningarviku og Tóna við hafið. Mikill fjöldi spennandi verkefna eru í farvatninu á öllu Suðurlandi og verður áhugavert að fylgjast með þeim menningarviðburðum sem framundan eru.
Á sömu athöfn var þríhliða menningarsamningur milli iðnaðarráðuneytis, mennta- og menningarráðuneytis og sveitarfélaga á Suðurlandi endurnýjaður til eins árs. Ljóst er að mikið hefur áunnist á þeim árum sem liðin eru frá því að samningur var fyrst undirritaður, bæði hafa orðið til fjölmörg samstarfsverkefni og framboð á viðburðum hefur fjölgað á öllu Suðurlandi.
 
Myndirnar hér fyrir neðan tók Jón Sigurmundsson.
Fleiri myndir er hægt að skoða á snjáldursíðunni: 
 
Fjölmargir voru viðstaddir athöfnina
 
Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi Ölfuss stýrði dagskránni
 
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Sveinn Pálsson fyrir hönd SASS, takast í hendur að lokinni undirritun menningarsamnings
 
Ráðherra og Dorothe Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands afhenda Friðiki Erlingssyni og Gunnari Þórðarsyni hæsta styrk sem veittu var.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?